Leita í fréttum mbl.is

Árni Johnsen mætti ofjarli sínum... hann mætti konu

15 þorkaBæjaryfirvöld á Akureyri stigu það skref að leyfa að tjaldstæði fyrir ungt fólk 18+ yrði starfrækt á Akureyri yfir Verslunarmannahelgina. Frábært. Þess vegna er óhætt fyrir ungt fólk sem orðið er 18 ára að skutlast norður og skemmta sér. Tjaldstæði verða opnuð á morgun og þar verður öflug gæsla og þjónusta alla helgina. Körfuboltadeild Íþróttafélagsins Þórs mun sjá um alla umsýsluna í kringum tjaldstæðin, svo þeir sem mæta verða í öruggum höndum. Svo drífa sig og bruna norður.

Stelpurnar okkar í Þór/KA tóku á móti nýliðum HK/Víkings í Landsbankadeildinni. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar fóru með öruggan 3-0 sigur af hólmi. Rakel Hönnudóttir skoraði 2 mörk og Mateja Zver setti eitt. Það hefur vakið athygli manna hve áhorfendum á leikjum liðsins hefur fjölgað jafnt og þétt í sumar. Í gærkvöld mætti nærri 300 manns á leikinn sem er hreint út sagt frábært. Áfram Stelpur í Þór/KA

15 þorkaÍ kvöld fer svo fram á Akureyrarvelli leikur hjá Þór og Leikni R í 1. deild karla. Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni í Reykjavík fóru mínir menn með sigur af hólmi 2-3. Liðið teflir fram nýjum leikmanni sem er Norður Írskur landsliðsmaður sem leikur stöðu miðvarðar. Skildu sigur í kvöld Áfram Þór.

Mér þykir vægast sagt hlálegt að Árni Johnsen ætli að fara í meiðyrðamál við Agnesi Bragadóttir blaðamann - af hverju. Agnes var kjarnyrt og notaði ekta íslensk orð til að lýsa Árna. Var það ekki allt í lagi?. Er ekki Árni maður sem hefur í gegnum árin vilja notað slíkar aðferðir? Er þetta ekki maðurinn sem hefur þótt við hæfi að heilsa mönnum daginn út og daginn inn að sjómannsið?. Hvað fer svona fyrir brjóstið á Árna? Má ekki nota sömu aðferð á hann og hann notar sjálfur? Var þetta ekki líka allt satt og rétt sem Agnes sagði um Árna - það fannst mér alla vega. Eða getur verið að Árni sé svoddan veimiltíta að hann lyppist niður ef á móti blæs. Kannski ekki skrítið í þetta sinn þar sem hann mæti loksins ofjarli sínum þ.e. KONU.

37 þorkaSól skín í heiði á landsmenn alla og það er nánast alveg sama hvert á land sem fólk vill halda - allstaðar brosir sólin við manni. Á hverjum degi heyrir maður um hitamet sem falla hér og þar, þótt granni minn segi ,,þó aðallega þar.

Þegar svona ástand ríkir á landinu er ekki hægt annað en vera sáttur við lífið og tilveruna. Taka utan um náungann segja honum hvað manni þyki vænt um hann og hversu mikils virði hann sé þér og þínum. Með þannig hugarfari er got að hefja hvern dag, og geri maður það gengur allt upp.

Því segir ég ,,gerum eins og meistari Megas sagði forðum ,,Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig".

Að svo búnu ætla ég að halda út í sólina og smæla framan í heiminn.

Að lokum þá voru myndirnar sem eru með þessari bloggfærslu teknar á leiknum í gærkvöld og tók ég þær sjálfur.

Fróðleikur dagsins: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég smæla alla vega út í eitt!

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.8.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband