25.1.2008 | 16:35
Nú hljóp á snærið hjá karli....
Ég stormaði inn til konu minnar og sagði ,,nú ætla ég að gera það gott, ég ætla kaupa stóra aðdráttar- og gleiðlinsu á myndavélina og gera út á fræga fólkið". Kona mín leit á mig eins og ég væri geimvera og sagði Ha! Ég hélt áfram ,,ég las að það stæði til að opna vef fyrir Papparazza". Augun ætluðu út úr konunni og hún sagði ,,Pappa hvað, ertu á einhverjum lyfjum Palli minn?".
Með dollara merki í augunum reyndi ég að útskýra fyrir konu minni að nú kæmi myndavélafjárfestingin til með að borga sig. Ég ætla fara gera út á að mynda fræga fólkið, verð frægur Pappi eitthvað. Þetta þýðir að ég verð stöðugt á ferð og flugi austur á firði, í borgina og aftur heim daginn út og daginn inn. Konan mín starði á mig hálf tómum augum. Ég greindi annað hvort vorkun eða hneykslun í augum hennar, var ekki viss hvort.
Eftir skringilega og talsvert langa þögn rauf konan þögnina og sagði ,,Palli minn ertu endanlega gengin af göflunum? mynda frægt fólk! Hvar finnur þú frægt fólk á Íslandi svona yfir höfuð? Varla varstu að hugsa um að taka mynd af Íslendingum, ég get ekki sagt að það sé vart þverfótað fyrir því hér á Íslandi". Löng þögn..................
Veistu ætli ég rúlli ekki niður í Krossanes og taki nokkrar myndir og sjái hvort ekki nýtt sé þar að gerast. Nú lifnaði yfir konunni ,,jú Palli minn gerðu það svo þegar þú ert búinn að skjóta nokkrum þá kemur þú heim enda er bóndadagurinn í dag og við sjáum til hvort ekki hlaupi eitthvað á snærið hjá þér.
Þessa mynd tók ég í hádeginu í dag þar sem verið er að vinna við niðurrif í Krossanesi eins og ég hef marg oft sagt ykkur frá og nú er verið að brytja niður lýsistank.
Samhliða því að verið er að rífa niður gömlu verksmiðjuna og það sem henni fylgdi þá halda menn áfram við landfyllingin norðan svæðisins og brátt mun syðri víkin heyra sögunni til með öllu. Það er í raun dapurlegt eins og ég hef svo oft áður komið inná að þetta gerist á sama tíma og ,,trefilmennin" eins og Gunnar Th. bloggvinur minn kallar þetta snobblið gengur um grenjandi og reynir að friða hverja eina og einustu fúaspýtu sem fyrir finnst sama hvaða hlutverk hún hefur haft í lífinu og óháð útliti og ástandi. Það er andsk... fúlt og væri óskandi að þetta fólk gerði sér ferð niður að strandlengjunni og þreifaði á lífinu, þó ekki væri nema af og til.
Málsháttur dagsins: Margur gáir þess síst er gleymast ætti síst.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn stóri bróðir. Njóttu hans vel fallegar myndir sem þú hefur verið að taka haltu þig bara við það hehe. Óveðurskveðjur frá suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 16:52
Til hamingju með bóndadaginn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.1.2008 kl. 18:29
Já og myndar Tommy Lee á Austfjörðum!
Hvað ertu Bóndi?
Edda Agnarsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.