Leita í fréttum mbl.is

Og ég sem hélt þeir notuðu hnífa....

Ó, Reykjavík, ó Reykjavík... var sungið forðum daga og mikið ofboðslega á það vel við nú. Vesalings borgarbúar þið eigið alla mína samúð að sitja uppi með kjörna fulltrúa, en kannski eigið þið þetta bara skilið þið kusuð þetta yfir ykkur. Samt skondið, það er varla hægt að blogga um ruglið í borginni, hlutirnir gerast svo hratt! Björn Ingi hættur farin heim og vill ekki leika lengur, ekki skrítið hver vill leika með óvitum (framsóknarmönnum) sem leika sér með stórhættuleg vopn? en eftir situr að skemmda eplið er enn í körfunni. Samt pínulítið fyndið að formaður flokksins vill að flokksmenn ,,slíðri sverðin" ég sem hélt að þeir væru að nota hnífa Tounge

Luxor - strákabandið sem Einar Bárðarson setti saman er sprungið. Grátlegt þeir voru varla byrjaðir, hvað ætli valdi? Var umboðsmaður Íslands að klikka einhvers staðar? alla vega er látið í það skína, en hvað veit ég? Tveir úr þessum sönghópi eru Akureyringar sem ég kannast prýðilega við. Þeir eru báðir afar frambærilegir söngvarar. Held t.d. að þeir ættu að gera þessa hluti á eigin forsendum og þá mun allt fara á besta veg hjá þeim, sannið til.

Í kvöld verður stórleikur hér á Akureyri í körfuboltanum. Við Þórsarar fáum Keflvíkinga í heimsókn. Keflvikíngar eru efstir í deildinni og hafa einungis tapað einum leik í vetur. Þór vann í síðustu umferð hér á heimavelli Grindvíkinga sem er eina liðið sem unnið hefur Keflavík í vetur. Verðugt verkefni bíður því Þórs í kvöld að leggja Keflvíkinga. Skora á fólk að mæta í íþróttahús Síðuskóla í kvöld og horfa á skemmtilegan körfuboltaleik. Ef fólk á ekki heimagengt þá getið þið farið á heimasíðu Þórs www.thorsport.is og fylgst með leiknum sem verður í beinni textalýsingu.

Málsháttur dagsins: Það er ekki allt lofsvert sem heimskir hæla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gaman að fylgjast með Ólafsborg og svo kemur Villi 2. Hlakka til að sjá "Spaugstofuna" á laugardag.  Vona bara að þessi flétta hjá borgarfulltrúum sé ekki smitandi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband