Leita í fréttum mbl.is

Þá getur þú varla leyft þér að rífa kjaft.....

Ég hitti granna minn á förnum vegi í dag á svip mannsins gat ég ekki betur séð en hann væri með bros á vör og glotti við tönn. Ég dróg upp sparibrosið mitt, þetta sem ég verð að nota þegar ég hitti hann ,,granna" minn því hann á það til að koma manni á óvart. Ég vatt mér því að honum (með sparibros á vör) og spurði ,,liggur vel á mínum í dag ...hvað er að frétta?".

Eitt augnablik hélt ég að mér hafi tekist að reikna hann ,,granna" minn rétt út í dag....Rétt eins og hendi væri veifað stökk ,,granni" upp á nef sér og sagði ,,þessi helv... pólitík er að gera mig algerlega brjálaðann og það er enn einn mánuður í kosningar". Ég borga hæstu vexti í heimi....ha hæstu yfirdráttavexti sem völ er á...... bensínverð hærra en gerist nokkurstaðar á byggðu bóli ha..... og, biðlistarnir fyrir hjúkrun fyrir öldraða mömmu er svo löng að henni mun örugglega ekki endast aldur til þess að komast inn ha..... Gunna frænka öryrki sem er engin alki, hefur aldrei dópað og aldrei reykt samt lepur hún dauðan úr skel og hlutstar á Pétur Blöndal segja að ef öryrki sé í vandræðum þá sé hann annað hvort dópisti eða alki eða þá bara peningasukkari ha.... og Sissi bróðir þarf að greiða bankanum hæstu dráttavexti af yfirdráttarláni sem hann neyddist til þess að taka af því Lín greiðir ekki út námslánin út fyrr en eftir á… og svo vogar þú þér að spyrja mig hvort það liggi ekki vel á mér ha…… veistu ég er alveg snarbrjálaður og vil ekki heyra minnst á pólitík…. Heyrir þú það ha…..?

Eitt augnablik var ég orðlaus, hvað átti ég að segja… eða átti ég að þegja? Og ég sem minntist ekki einu orði á pólitík, aldrei þessu vant. Ég horfði í augu ,,granna” míns og reyndi að gera mér grein fyrri því hvað gera skildi. Ég ákvað að reyna og setti aftur upp sparibrosið (að ég held) og sagði minni silkimjúkuröddu ,, nú þú kýst þá varla þessa ríkisstjórn yfir þig aftur eða hvað ha……? Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að það eru fleiri flokkar í boði sem þú getur kosið ha….?

Augun í ,,granna” ranghvoldust og annað munnvikið titraði hann leit á mig hvössum augum og sagði með enn meira þjósti en áður ,, nei ég ætla ekki að kjósa í vor… og veistu það er sama rassgatið undir öllu þessum pólitíkusum…… ég mun skila auðu…. Granni snarsnérist og gekk af stað burt frá mér hann hvæsti hann hafði gengið stuttann spöl þegar hann snéri sér aftur við og kallaði til mín ,, veistu ég kaus ekki heldur seinast”  hann var greinilega í vondu skapi hann ,,granni” minn.

Þegar ,,granni” var komin í örugga fjarlægð frá mér kallaði ég til hans ,, ef þú hefur ekki kosið og ætlar ekki að kjósa nú þá hefur þú fengið þá ríkisstjórn sem þú verðskuldar og gætir setið upp með sömu martröðina aftur ef þú mætir ekki á kjörstað” og ,, fyrst þú tekur ekki þátt þá hefur þú ekki efni á því að rífa kjaft ha……Granni minn heyrð nákvæmlega það sem ég sagði en svaraði engu.

En ég er einn þeirra sem tek þátt og legg mín lóð á vogaskálarnar til þess að mín rödd og mínar þarfir fái hljómgrunn, og þar af leiðandi hef ég efni á því að rífa kjaft.Ég er virkur þátttakandi í stjórnmálum ýmiskonar og geri allt sem í mínu valdi stendur til að hafa áhrif. Það er nákvæmlega það sem við feðgar munum gera nú um helgina því við munum sitja landsfund Samfylkingarinnar og vera virkir þátttakendur í stefnumótavinnu sem þar fer fram. Leggju af stað snemma í morgunsárið og munum af að líkum lætur verða mættir í Egilshöll um eða upp úr hádeginu.

En eitt er víst  - ég misreiknaði mig hrapalega með geðslag ,,granna" míns í dag, ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki í seinasta sinnið.

Fróðleikur dagsins: Ég hugsa aldrei um framtíðina hún kemur nógu snemma.

                        Albert Einstein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáhá....greys kallinn hefur farið öfugu megin framúr þann daginn!

Anna Bogga og Sigga (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:21

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Palli minn, vissi ekki að þú værir svona gott leikskáld. Hvenær fáum við verk eftir þig á fjalirnar hjá LA ? - bíð spenntur !

Verður pottþétt betra en Lífið sem er verið að sýna núna og ég asnaðist að fara á í staðinn fyrir að kíkja á tónleika/skemmtun með Hvanndalsbræðrum - náði þó síðustu 3 uppklappslögunum hjá þeim og sá tími var 100 sinnum skemmtilegri en öll sýningin :-)

Rúnar Haukur Ingimarsson, 13.4.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband