4.6.2010 | 22:05
Afi svo sá ég garðhest.......
Það er óhætt að segja að það sé mikið að gera hjá manni þessa daganna. Mikill tími fer í Íþróttafélagið Þór, barnabörnin, konan og............. já nóg að gera. Sótti tvö af barnabörnunum í skólann í gær sem er svo sem ekkert í frásögur færandi nema hvað að ég vil deila með ykkur athygliverðu samtali milli mín og annars barnsins, sem fram fór í bílnum á leiðinni heim.
Ég spyr hvort það hafi verið gaman í skólanum. Já sagði sú yngri strax og án umhugsunar. En sú eldri sagði ,,ég var ekkert í skólanum. Við fórum í sveitina og nefndi bæinn það er svona húsdýragarður þar". Og hvaða dýr sáu þið spurði ég. ,,Við sáum hund, kött, belju, (hér skaut ég inn athugasemd og sagði ,,maður á að segja kýr) ok, sagði barnið og hélt áfram og svo var þarna geit og kindur og garðhestur". Garðhestur spurði ég hissa hvað er það?. ,,Bara svona venjulegur hestur" sagði barnið. Ég sá í baksýnispeglinum að barnið var undrandi á þessari vanþekkingu afans. Já þú segir það Garðhestur ... ég hef aldrei séð svoleiðis sagði ég. ,,Nú er það ekki" sagði barnið enn meira hissa. Ég hélt áfram eftir smá stund og sagði ,, segðu mér hvernig lítur Garðhestur út". ,,Afi þetta er svo venjulegur hestur sem var í girðingu og sagði svona Arrrrgggggg". Þá loksins kviknaði ljós hjá þeim gamla ,,Ertu að meina graðhest". ,,Já ég er að meina það" sagði barnið.
Já ég veit hvað það er sagði ég góður með mig............ stutt þögn. ,,Afi hvað er graðhestur?". Aftur stutt þögn Ég skal segja þér frá því við tækifæri. Jebb ég þarf að búa mig undir þetta með býfluguna og blómið og allt það.
Skólaslit í dag og afi fór þangað með skvísunum. Eftir hádegið þegar Jón Páll var komin heim úr leikskólanum var farið út í Krossanesborgir og kíkja á fuglalífið. Auðvitað höfðum við bókina Fuglahandbókin með í för bók sem við fengum lánaða hjá Sölla. Auðvitað var myndavélin með í för. Leyfum þeim að tala.
Fyrir utan skólann
Lagt af stað
Horft til himins
Veifað í afa
Væntanleg jólasteik.....?
Ef ég gæti flogið...
Fjöður....
Afi ég flýg
og meira hugarflug...
Ritað í bók með fjöður... en blekið vantaði... það mátti reyna
Þreytt í fótunum og þá bara bregður maður sér upp á hendurnar
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Það er margt fagurt undir himinblámanum
20 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki leiðinlegt veðrið þarna! Hraustir krakkar í flottu umhverfi....
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 07:18
Já nóg að gera hjá þér sýnist mér. En borðar þú rjúpur Palli minn. Ekki vandist þú þeim í heimahúsum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.6.2010 kl. 19:57
Já mamma mín það er nóg að gera þessa daganna. Varðandi rjúpuna - aldrei lært að eta þær.
Páll Jóhannesson, 13.6.2010 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.