Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Owen - með allt niður um sig.

Las einhvers staðar haft eftir Michael Owen, sem er einn of mettnasti knattspyrnumaður samtímast hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði ,,engann leikmann úr Króatíska landsliðinu komast í ensk landsliðið". Þetta er hverju orði sannara af augljósum ástæðum. Þeir Króatísku eru einfaldlega allt of góðir til þess að spila með ekki sterkara liði en því enska. Að sama skapi má segja að leikmenn eins og Owen ættu ekki séns í að komast í það Króatíska, ekki einu sinni á bekkinn. Kannski þeir ensku ættu að líta í eigin barm og skýra út fyrir samlöndum sínum af hverju enska landsliðið er ekkí meðal þeirra sem leika á EM? Var það vegna þess að þeir eru svo slappir eða vegna þess að andstæðingar þeirra voru einfaldlega miklu betri eða?

Þá er enska knattspyrnusambandið búið að kæra Alex Ferguson stjóra Manchester Utd. Komin tími á að þagga niður í þessum vælukjóa. Alveg dæmalaust hvað þessi maður lætur sig hafa að rífa kjaft daginn út og daginn inn. Lætur eins og hann og liðið hans verði stöðugt fyrir einelti. Drottinn minn dýri hvað þetta er að vera dapurt. Halda menn að þeir geti keypt allt?, alla vega vill Ferguson hafa það þannig. Komin tími á okkar allra vegna að þagga niður í þess konar vælukjóum.

Málsháttur dagsins: Sá kann ei gott að þiggja sem ei þakkar.

Þetta var upphafið

Stráksi horfði með aðdáun á frænda aka Willys, jeppanum upp tröppurnar að aðaldyra innganginum, hálfa leið inni í forstofu. Jeppinn var notaður sem trappa við að koma upp jólaseríu fyrir ofan anddyrið. Ekki seinna vænna enda komin 22. og takið eftir desember. Þetta var upphafið og einnig endirinn við að skreyta húsið utan dyra. Þetta þótt dálítið magnað, því flest húsin í götunni voru lítt, sem ekkert skreytt með þessum hætti. Minningin lifir þótt þetta hafi gerst fyrir u.þ.b. 42 árum.

Þetta rifjaðist upp í dag þar sem ég var að dunda mér við að setja upp jólaseríur í alla glugga, nema einn. Sá eini sem ekki fær seríu að sinni er hjá syninum sem hótar að rífa allt niður sem fer upp í sínu herbergi fyrir 5. des. Stefni að því að vera búinn að skreyta allt hátt og lágt áður en næsta helgi lítur dagsins ljós, allt nema sjálft jólatréð. Óhætt að segja að tímarnir hafi breyst. Á milli þess sem seríurnar tínast upp ein og ein bakar frúin smákökur og ýmislegt annað nammi eins og henni einni er lagið. Stemmingin eykst, með degi hverjum.

Gaf mér þó tíma til að skreppa smá stund og horfa á lokamínútur í leik Þórs og Njarðvíkur í 1. deild kvenna í körfubolta. Konurnar buðu upp á æsispennandi lokamínútur. Fór svo að sunnan konur höfðu nauman sigur. Greinilegt er á liði Þórs að Bjarki Ármann Oddsson hinn nýi þjálfari kvennaliðs Þórs er að gera fína hluti.

Mínir menn í Manchester City héldu sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni. Þeir lögðu ,,íslendingaliðið" Reading 2-1. Allt leit út fyrir að liðin myndu skilja jöfn en líkt og í Þórsleiknum var boðið uppá æsispennandi lokasprett þar sem Stephen Ireland skoraði sigurmark City manna á 90. mínútu. City heldur því enn þriðja sætinu í úrvalsdeildinni og nú aðeins einu stígi á eftir grönnum sínum í UTD. Hefur liðið enn ekki tapað leik á heimavelli á þessari leiktíð.

Samkvæmt heimildum mínum sem ég fékk hjá dóttir minni sem vinnur í Rúmfatalagernum er greinilegt að Akureyringar tóku ekki mark á kauplausadeginum. Sagði hún  að hún hafi aldrei upplifað aðra eins vitleysu. Engu líkara en að til standi að loka öllum búðum strax eftir helgi og að ekki verði opnað aftur í náinni framtíð. Greinilegt að landinn er dálítið, mikið klikkaður.

Kvöldið verður svo tekið með ró. Spaugstofan, Laugardagslögin og kannski einhverjar bíómyndir, hver veit? en alltént ró og spekt.

Málsháttur dagsins: Margan tælir fögur ásýnd.

 


Loka takk!

Athyglisvert svo ekki sé nú meira sagt. Venjulega hefur ekki staðið á því að kaupmenn hafi gripið öll hugsanleg tækifæri til þess að taka þátt í neyslu fylleríi hinnar þurfandi íslensku þjóðar. Hvernig stendur á því að kaupmenn taka ekki þátt í þessu? hefði ekki verið sterkur leikur að hafa allar búðir lokaðar þennan dag? Starfsfólk í verslunum gæti átt notalegan dag með fjölskyldu sinni, svona til tilbreytingar. Um leið og ég skora á kaupmenn að leggja þessu degi lið með því að loka verslunum sínum, skora ég á Neytendasamtökin að beita sér fyrir fleiri slíkum dögum verði komið á.

Málsháttur dagsins: Atgervi þitt sé í þér en hrós þitt í annarra munni.
mbl.is Neytendur hvattir til að taka sér frí frá innkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kona er perla.

Elsa Ef ég ætti að skrifa tæmandi færslu sem myndi lýsa öllum helstu kostum og stórkostlegu eiginleikum sem þessi kona býr yfir yrði bloggið langt. Ekki svo að skilja að hún verðskuldi ekki að um hana væri skrifað langur listi þar sem allir hennar góðu mannkostir væru tíundaðir. Þeir sem hana þekkja vita hvað ég er að meina. Við hjónin skruppum í heimsókn til hennar í morgunsárið og drukkum með henni kaffi og áttum notalega morgunstund með henni. Af því tilefni smellti ég af einni mynd af henni og fékk hjá henni góðfúslegt leyfi til að birta hana hér.

Óska Elsu til hamingju með daginn.

Fróðleikur dagsins: Afmælisbarnið heitir að fyrra nafni Margrét, sem þýðir Perla hafsins, það er vel við hæfi. 


Vindhaninn vatnsgreiddi.

Mikið að gera í dag. Tók þátt í forvarnardeginum sem fulltrúi Íþróttafélagsins Þórs og heimsótti Síðuskólann í morgun og lagði mín lóð á vogarskálarnar þessum degi sem helgaður er forvörnum. Hélt stutt erindi um mína sýn á forvarnir og hvar íþróttahreyfingin kemur að þeim málum. Skemmtilegur dagur og væri meir en til í að gera þetta oft. Forvarnardagurinn er helgaður krökkum í 9. bekk.

Fékk vin minn í heimsókn í kvöld og hafði hann með sér pizzu og spurði ,,Palli eigum við að horfa saman á Íslendinga rassskella Dani"?. Ég var til. Eigum við að ræða úrslitin eitthvað meira? held ekki. Horfðum svo á seinni hálfleik Englendinga og Króata í sömu keppni. Skemmst er frá því að segja Tjallarnir fóru heim með skottið á milli aftur fótanna. Bíð spenntur eftir morgun deginum, hvernig bregst breska stórveldið við þessum vátíðindum? England kemst ekki á EM, eitthvað sem fæstir bjuggust við. Hætt við að landsliðsþjálfari þeirra fái að kenna á því í fjölmiðlum á morgun. Kannski eru Tjallarnir bara ekki betri en þetta?

Las athygliverða grein á einhverjum netmiðli í dag þar sem sagt er frá 101. ára gamalli konu sem sat nánast nakinn fyrir til styrktar barna- og unglingastarfi knattspyrnuliðs þorpsins sem hún býr í. Þetta mun hafa átt sér stað á Englandi. Englendingar eru engum líkir þeir dá fótbolta, svo mikið er víst. Bíð spenntur eftir því hvort þetta sé eitthvað sem koma skal hér norður á hjara veraldar?

Las á bloggsíðu Birkis Jón Jónssonar grein eftir hann sem bar heitið ,,Vindhanapólitík á hæsta stígi". Ætla ekki að ræða innihald efnisins meir það dæmir sig sjálft. Birkir Jón er hugaður maður. Hann bloggar. Birkir Jón bloggar og fellir dóma, en þorir ekki að takast á við það að menn segi sína skoðun á hans skoðunum. Kannski ekki skrítið, hann veit nefnilega að hann hefur vondan málstað að verja. Birki Jón nota þess vegna aðferð strútsins og velur að stinga höfðinu ofaní sandinn. Að nota aðferð strútsins minnir mig á að kannski er það bara vel við hæfi að nota aðferð þessara fiðruðu fugla. Svei mér þá ef Birkir Jón er ekki sjálfur alger ,,vindhani".

Og vel á minnst þá kom samflokks félagi Birkis (Valgerður Sverrisdóttir) fram í fréttum í kvöld og viðurkenndi að framsóknarflokkurinn hafi átt og eigi stórann  þátt því efnahags ástandi sem nú ríkir. Gott að Valgerður hefur vaknað. Þetta er nokkuð sem menn reyndu að segja henni meðan hún sat í stóli Ráðherra. En alla vega gott að hún er vöknuð. Vonandi vekur hún hinn vatnsgreidda ungling sem enn er blautur milli eyrnanna og ráfar um stefnulaus og ráðvilltur.

Greinilegt að aðventan þokast nær og nær og nær...... Fyrstu merki þess á mínu heimili þegar betri helmingurinn fer í smáköku baksturinn. Fyrsti í smáköku í dag. Óneitanlega skemmtilegur tími. Reyni af fremsta megni að hjálpa til, þó ekki væri nema með því að þvælast ekki fyrir. Að öllu gamni slepptu þá hjálpar maður auðvitað til, nema hvað? Er það ekki nákvæmlega það sem sannir karlmenn gera?

Barna börnin mín þær Margrét Birta og Elín Alma tjáðu mér í dag að byrjað væri að setja upp jólaseríurnar heima hjá þeim, góðan daginn. Afi! þú verður  að fara drífa þig, jólin koma. Afi! það er kall stutt frá okkur sem er búinn að skreyta allt. Allt húsið, öll trén allt. Þú ættir bara sjá. Afi verður að fara byrja! Ekki getur afi látið einhvern karl niðr´i hverfi fá alla athyglina. En, ok, hér er við stórkaupmanninn Ragga í JMJ að ræða. Á ég að keppa við hann? er einhver skynsemi að fara í þá vinnu? Nei! en víst er að ég set upp færri seríur en ég skal samt hafa vinninginn þegar upp verður staðið. Mitt verður bara betur og listrænna skreytt.

Málsháttur dagsins:  Þar er skriðunnar von sem hún hefur fyrr fallið.

Er þá pabbi ekki sannur karlmaður?

Brá mér á völlinn í gær og horfði á körfuboltaleik. Skemmtileg íþrótt. Úrslitin þó ekki eins skemmtileg og ég hugði og vonaðist eftir, eigum við að ræða það eitthvað nánar? held ekki. Það kemur leikur eftir þennan leik.

Bloggaði um daginn um karlmennsku mína. Hef í beinu framhaldi af því velt því fyrir mér hvort pabbi ,,gamli" sé þá ekki sannur karlmaður? Hef aldrei séð hann fella tár, ekki einu sinni gleðitár. Andlit hans er þó ekki eins og höggvið í stein, það vantar bara tárin. Þessi járnkarl, sem fór snemma á sjóinn og vandist við það að henda bobbingum, hlerum, spönnum, stórlúðum og allskyns drasli sem síðutogara sjómennskunni fylgdi. Hann, á gamals aldri komin undir fimmtug hóf að æfa lyftingar. Hann setti helling af Akureyrar- Íslands- og heimsmetum og þjóðin stóð á öndinni yfir afrekum þessa manns. Hann var í tvígang heimsmeistari öldunga og einu sinni silfurverðlaunahafi. Af öllum þeim óhöppum, slysum og öðru sem dunið hefur yfir þennan mann á hans stuttu 77. ára ævi væri löngu, já löngu búið að leggja mann og annan. Sem sagt þessi maður hefur aldrei grátið.... er hann sannur karlmaður? eða eru það bara vælukjóar eins og ég og fleiri mínir líkir? nei bara svona pæla.

Yfirlýsing mín um að Britney Spear gangi ekki heil til skógar hvað gáfnafar varðar, virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á sumum. Get ekki sagt að það hafi nú beint rænt mig svefni. Auðvitað var þetta mikil ónærgætni af mér að segja svona um þessa bráðgáfuðu konu, ég viðurkenni það.  Það er auðvitað tvennt ólíkt að vera þroskaskertur eða heimskur, held ég. Ég læt Britney njóta vafans um hvort eigi betur við hana.

Heyrði sagt í útvarpinu í morgun að það væri fljúgandi hálka uppá Holtavörðuheiði. Svo ef þið lesendur góðir eruð á ferðinni þarna þá bið ég ykkur í öllum guðs Almáttugs bænum að fara frekar á bíl heldur en að fljúga yfir heiðina.

PB170014Annars var helgin í alla staði bara hin besta. Barnabörnin komu til okkar á laugardag og sváfu hjá ,,gamla" settinu og fóru ekki fyrr en eftir hádegi á sunnudag. Notaður var tíminn til þess að skera út laufabrauð og steikja. Segir manni að nú sé farið að styttast í  jólastússið. Þetta minnir mann á gamla brandarann ,, veistu hvað Akureyringurinn sagði þegar hann sá pizzu í fyrsta sinn? Hver gubbaði á laufabrauðið?. Trúlegt má telja að nú á næstu dögum verði jólaseríu kassinn sóttu upp á háaloftið og Drekagilið verði lýst upp með duglegum hætti. Verður þá ekki slegið slöku við þegar maður byrjar á annað borð.

Fróðleikur dagsins: Dráttarkúla = eista.

Ég er mikið karlmenni!

Mér er létt púff! ég er alinn upp við það sem krakki að strákar grétu aldrei, hættu þessu væli. að væla skæla grenja Það var ekki inni. Fram eftir aldri barðist ég við tárin af og til, er ég chicken? karlar gráta ekki! Í dag er ég fjandans væluskjóða, held ég? já já gráttu bara segir konan þú ert svo góður í því, What? hef barist við það að reyna telja sjálfum mér trú um að ég eigi að trúa henni, en í dag ,,heven has opened" (dagur íslenskra tungu var í gær). Las haft eftir mesta karlmenni þessara kynslóða segja ,,Alvöru karlmenn gráta" Jíbí jei! ég er sem sagt alvöru karlmenni!  Smile held ég verði að fara út í búð og versla bókin hans Þorgríms Þráinssonar og halda áfram að fá staðfestingu á því hversu mikið karlmenni ég er.

Fróðleikur dagsins er fengin að láni hjá Helga í SS Sól: Geta pabbar ekki grátið?


Af hverju er það ekki refsivert að.....?

Jesús Pétur og allir hans himna englar! Er hún í alvöru með bílpróf? ef svo er mikið er nú Ameríka undarlegt land að leyfa svona þroskaskertum einstaklingum að aka bíl. Og það sem meira er ætti ekki að vera refsivert að svona einstaklingar skuli hafa forræði yfir saklausum börnum, hvað hafa þau til saka unnið, ég bara spyr?

Málsháttur í anda Britney Spears: Glymur hæst í tómri tunnu.


mbl.is Myndband af Britney á rauðu lagt fram í rétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru konur betri en menn?

StinaHannaDoraSúpufundur Þórs sem í dag var sá 16. í súpufunda röð Þórs, Greifans og Vífilfells, var afar skemmtilegur og fræðandi. Málefnið sem tekið var fyrir var ,,  Vandi - Vonir - Væntingar. Er jafnrétti í íþróttum? eru konur betri en menn? í íþróttum. Þetta var og er afar fróðlegt og nauðsýnlegt umræðu efni enda er kunnara en frá er segja að mikið hallar á konur í íþróttum. Ekki þarf annað enn að fletta Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna til þess að sjá hve mikið hallar á þessar elskur. Fyrir þá sem vilja vita meira getið þið farið heimasíðu Þórs og lesið um fundinn og séð örfáar myndir með því að smella hér.

ÞorNjaCedricIcomÍ kvöld brá ég mér svo á Krókinn eins og sönnum stuðningsmanni sæmir og horfði á nágrannaleik Tindastóls og Þórs í úrvalsdeild karla. Er óhætt að segja að áhorfendur hafi svo sannarlega fengið eitthvað fyrir aurinn sinn. Þór sótti 105-106 stiga sigur í Síkið sem er afar erfiður heimavöllur. Cedric Isom leikmaður Þórs skoraði tvö seinustu stig Þórs af vítalínunni þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Eftir leiki kvöldsins situr nú Þór í 6. sæti deildarinnar með 6 stig. Næsti heimaleikur liðsins verður á sunnudaginn kemur þegar lið Skallagríms kemur í heimsókn.

Lundinn í GrímseyNú er búð að skipa fulltrúa Akureyrarbæjar í nefnd með fulltrúum Grímseyjarhrepps um hugsanlega sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Stutt er síðan Hrísey og Akureyri sameinuðust. Svo ef að þessu verður er óhætt að segja að Grímsey verði úthverfi Akureyrar í sögulegri fjarlægð.

Í morgunsárið verður svo hefðbundið morgunkaffi í Hamri með félögunum. Má trúlegt telja að glatt verði á hjalla eins og venja er til. Þjóðmálin rædd og leyst. Þá verður örugglega mikið rætt um leikinn gegn Tindastóli í kvöld og um næsta leik sem verður á sunnudag eins og áður er getið.

Málsháttur dagsins: Margur eggjar annan sem skelfur af hræðslu sjálfur.

 


Ráðherra- og húsfriðunarnefndar klúður, ljót bremsuför.

Nú krefst ég þess að Íslenska ríkið greiði eigendum Hafnarstrætis 98 skaðabætur í beinu framhaldi að þessari ákvörðun. Ef húsfriðunarnefndin hefur yfir peningum að ráða þá ætti hún að greiða bætur. Í rúm 20 ár hefur staðið til að rífa þetta forljóta og handónýta hús en húsfriðunarnefnd tók ekki við sér fyrr en eftir að leyfi var gefið til að rífa húsið. Ef eitthvað réttlæti er til þá mega skaðabætur, sem klárlega líta dagsins ljós ekki á nokkurn hátt lenda á Akureyrarbæ. Því næst á að taka rækilega til í húsfriðunarnefnd og fá hæft fólk sem vinnur verk sín í réttri forgangsröð. Þá hefur það vakið athygli að menn sem þykjast friðunarsinnar og hafa lýst því yfir að það væri ekki mikið mál að gera húsið upp. Af hverju stigu þeir ekki fyrr upp? biðu þeir eftir því að fá húsið fært á silfurfati og þegið styrki til þess að endurbyggja húsið? Ég er nokkuð viss um að nú standa þeir upp og segja ,,ef ég fæ húsið fyrir slikk þá skal ég sjá um endurbætur og þiggja svo eftir á styrki fyrir framlag til friðunar"

Ég veit ekki með ykkur en ég er orðlaus. Mér finnst nú eins og húsfriðunarnefnd ásamt Menntamálaráðherra skilja eftir sig ljót bremsuför, sem seint verða þvegin af.

Málsháttur dagsins: Skömm og skaði skiljast sjaldnast að. 


mbl.is Þrjú hús friðuð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

104 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband