16.12.2007 | 11:43
Símalínum slær saman....
Ef borið er saman skoðun mín og skoðun þeirra sem kusu lag Svölu Björgvinsdóttur kemur í ljós að þar er himin og haf ber á milli. Lagið er svo afspyrnu lélegt og leiðinlegt að það getur ekki verið annað en að símalínum hafi slegið saman. Ég fer fram á opinbera rannsókn á þessu hneyksli.
Spaugstofan klikkaði ekki fremur en fyrri daginn. Yrði saga til næsta bæjar ef svo yrði. Hittu þeir naglan rækilega á höfuðið þegar þeir gerðu grín af sturlunar ástandi hinnar íslensku þjóðar. Veltist um af hlátri.
Í gærkvöld fékk Eiður Smári loksins tækifæri innan vallar hjá Börsungum. Hann nýtti það afar vel og skoraði meðal annars eitt af þremur mörkum liðsins. Samkvæmt heimildum átti Eiður Smári frábæran leik, það er fagnaðarefni.
Í dag fara fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Litla liðið í Manchester fer til Liverpool og mætir þar hinu fornfræga stórveldi sem þar ræður ríkjum. Tippa á jafntefli. Hinn stórleikurinn er milli Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea. Nokkuð viss um að litla liðið í þessum slag þ.e.a.s. Chelsea verði sent heim með skottið á milla aftur lappana, versta falli jafntefli.
Í dag kom jólasveinninn Pottaskefill til byggða. Verð að taka fram að hann kom ekki við á mínu heimili. en hafi svo verið fór hann án þess að skilja eftir sig sýnileg ummerki. Um hann var ort líkt og bræður hans í gömlum kvæðum og þar segir.
Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir, hann barði dyrnar á.
Þau ruku´ upp, til að gá að, hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti´ ann sér að pottunum,og fékk sér góðan verð.Á morgun kemur Askasleikir til byggða og er hann einn þeirra sem hlýtur að hafa þurft að laga sig að breyttum venjum okkar. Notar einhver aska í dag? Einhvern vegin efast ég um það.
Málsháttur dagsins: Oft er þras á þingum.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.12.2007 | 18:46
Allt gekk upp hjá okkur Svenna.
Það fór eins og við félagarnir Sveinn Jörundur og ég lögðum upp með í dag, SIGUR. Þar með skríðum við nær toppnum að nýju, í námunda við þann stað sem við viljum hafa liðið okkar. Lét það eftir mér að setjast niður og horfði á leikinn, fínasta skemmtun.
Bið ykkur að taka vel á móti jólasveininum sem kemur á morgun þ.e. Pottaskefill. Í góðu lagi að skilja eftir einn eða tvo óhreina potta á eldavélinni í nótt til gamans.
Ætla taka það rólega í kvöld. Spaugstofan, Laugardagslögin, Hrúturinn Hreinn verður meðal þess sem ég ætla fylgjast með. Gangið svo hægt um gleðinnar dyr í kvöld og nótt og gerið ekkert það sem þið getið iðrast.
Fróðleikur dagsins: Hvað ætli maður eigi að segja ef Guð hnerrar?
![]() |
Manchester City í fjórða sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2007 | 13:03
Utanbæjar,,pakk
Ég hef talsverðar áhyggjur af jólasveinunum í dag. Alla vega þá stundina sem þeir koma til Akureyrar. Lögreglumaður sleginn kaldur og sendur á spítala, kona laminn og úr henni tönn, slatti tekinn með stút undir stýri svo fátt eitt sé nefnt. Kannski voru þetta allt saman utanbæjar fólk sem olli þessum vandræðum. Þess vegna hef ég áhyggjur af jólaveinunum, þeir eru nefnilega utanbæjar.
Nú alla vega hef ég ekki heyrt af neinum vandræðum í kringum Þvörusleiki, sem kom til byggða í nótt. Alla vega færði hann barnabörnum mínum sitt lítið af hverju í skóinn. Líkt og hinir bræður hans eru til vísur tileinkaðar honum t.d.
Sá fjórði, Þvörusleikir var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding, og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip.
Þvörusleikir er hættur að sjást á mínu heimili og hefur ekki látið sjá sig í þó nokkur ár, af hverju? ekki gott að segja. Kannski vegna þess að hér er karlmaður aðal eldabuskan sem skolar allar ,,þvörur" jafn óðum að notkun liðinni og setur í uppþvottavélina. Þá getur verið að hann þoli illa þessi nýmóðins plast- og stáláhöld sem notuð eru við eldamennsku í dag, hver veit?
Eftir afleita byrjun minna manna Chicago Bulls eru þeir aðeins að finna fjölina og í nótt lögðu þeir New York Knicks. Vinnings hlutfallið er nú 8-13. Öðru vísi mér áður brá. Á gullaldar árum liðsins var ekki óalgengt að liði tapaði einungis 10-15 leikjum yfir allt tímabilið. T.d. töpuðu þeir tímabilið 95-96 einungis 10 leikjum.
Mínir menn í Manchester City munu taka á móti Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli sínum ,,City of Manchester Stadium". City mátti sætta sig við tap gegn botnliði Tottenham í seinustu umferð. City hefur enn ekki tapað leik á heimavelli það sem af er tímabili og vona svo sannarlega að á því verði engin breyting.
Málsháttur dagsins: Vertu að, þá vinnst þér um síðir.Bloggar | Breytt 16.12.2007 kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2007 | 23:13
Steingrímur steinlá.
Það fór eins og mig grunaði, fresta þurfti báðum körfuboltaleikjunum vegna óveðurs. Skilst að mikið hvassviðri á suður- og vesturhluta landsins hafi hamlað flugi. Í staðin horfði ég á spurningarþáttinn ,,Útsvar" þar sem Akureyringar öttu kappi við Grindvíkinga og höfðu norðan menn betur. Hvort það sé undanfari þess sem koma skal þegar Þórsarar mæta Grindvíkingum á körfuboltavellinum skal ósagt látið, en maður vonar hið besta.
Meir af þessu veðri sem Kári stendur fyrir, þá eru við svo heppinn hér á mínum slóðum að lítið hefur blásið og með kyrrum kjörum, enn sem komið er. En ég tek undir með Runólfi félaga mínum frá Höfn ég bara skil ekki af hverju smá gola kemur fólki alltaf jafn mikið í opna skjöldu?
Fór í dag og fylgdist með barnabarni mínu sína listir sínar í fimleikum ásamt stórum hópi annarra barna sem iðka þá íþrótt. Mikið gaman og mikið fjör. Hafi maður einhvern tímann geta beygt sig togað og teygt jafn fimlega og þessir krakkar, þá er löngu fennt í þau spor. Spyrji börnin ,,afi getur þú gert svona" er svarið afar sígilt eeeeeeeeee ekki lengur og vonar að barnið spyrji ekki gastu einhvern tíman gert svona? jæja Hemmi minn þú ert allaf í boltanum, ha!
Jæja þá er búið að beygja Steingrím J. og hans fríða flokk og hafa undir í þingskaparfrumvarpinu. Svo nú þarf Steingrímur annað hvort að læra þegja ellegar að taka upp nýja siði og gera sig skiljanlegan í fáum orðum. Kannski ekki mikil von um að það gerist, en þó aldrei að vita. Önnur sýning á morgun hjá yngri systurinni, afi mætir þar, nema hvað?
Þótti nokkuð athyglivert að Bush forseti Bandaríkjanna fordæmi steranotkun hafnarboltaleikmanna. Gaman að vita til þess að þessi maður láti sig þetta mikið varða. Hann fordæmir hvalveiðar, þótt hans þjóð sé ein mesta hvalveiðiþjóð í heiminum. Hann og hans valdamenn standa í veginum fyrir því að samstaða náist í mikilvægum umhverfismálu t.d til varnar ósonlaginu og fl. Hann hefur staðið í stríði við Íraka á röngum forsendum þar sem gríðarlegur fjöldi saklaus fólk hefur látið lífið, bara til að tryggja sér olíu. Hann reynir að telja okkur trú um að hann sé að verja frelsið, á sama tíma hótar hann 16. ára barni því að vera sett í ævilangt bann við að fá að heimsækja USA bara af því að krakkinn gerði símaat í honum. Það er ekki ofsögum sagt að það getur allt gerst í Ameríku í dag, nema eitt ,,Bush".
Fróðleikur kvöldsins: Bowling keila þarf aðeins að halla 7,5 gráður til að detta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 10:36
Hann er besta skinn
Sannkölluð körfuboltaveisla í íþróttahúsinu við Síðuskóla í dag. Veislan hefst með því að konurnar í 1. deildarliði Þórs taka á móti stöllum sínum í Snæfelli og hefst sá leikur kl. 17:00. Svo kl. 19:15 hefst leikur úrvalsdeildliða Þórs og Grindavíikur í Iceland Express deildinni. Þó gæti verið að þetta riðlist allt vegna látanna í veðrinu. Hvet fólk til þess að mæta á völlinn og horfa á skemmtilega íþrótt.
Samkvæmt venju hóf ég daginn með því að hitta félagana í morgunkaffi í Harmi. Samkvæmt venju góð stund með góðum félögum.
Í nótt kom þriðji jólasveinninn til byggða jólasveinninn sem beittur hefur verið andlegu ofbeldi í gegnum tíðina, jafnvel af sinni eigin fjölskyldu. Blessaður karlinn hann Stúfur. Um hann er sagt

Takið vel á móti honum eins og bræðrum hans þetta er örugglega hið besta skinn.
Fróðleikur dagsins: England er minna en Nýja England.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2007 | 18:26
Jahá skipið siglir þá eftir allt saman
Samkvæmt fréttum styttist í að Sæfari sigli..... já sigli. Menn gerðu svo djarfir í dag að hætta sér í að prufusiglingu á þessu fræga fleyi. Ef skipið verður enn ofan sjávar í mars n.k. þá er stefnt að því að taka þetta fley í notkun. Ætli Ráðherra samgöngumála (KLM) hafi boðið vini sínum Einari skipaverkfræðingi að sigla með?
Maður dæmdur fyrir það að svíkja út skyndibita fyrir rúmlega 100 þúsund krónur, dýr biti það. Come on hætta mannorði sínu við að stela hamborgurum og frönskum og öðru slíku frekar dapurlegt. Ekki svo að skilja að þetta hefði litið betur út hefði hann stolið stórsteikum, samt.
Verð að biðja ykkur að taka vel á móti Jólasveininum sem kemur til byggða í nótt. Hann hefur mátt þola í gegnum tíðina og lagður í einelti vegna stærðar/smæðar sinnar. Menn fjasa yfir óvægri meðferð á ákveðnum stofni manna sem varð uppspretta kvæðanna um 10 litla negr.... stráka eða þannig. En Stúfur hver tekur upp hattinn fyrir hann? Annars veit hann blessaður að ,,margur er knár þótt hann sé smár".
Frá því er greint á mbl.is að Dagur B. Eggerts, borgarstjóri, hafi í dag tekið skóflustungu að nýrri grunnskólabyggingu við Gvendargeisla í Grafarholti og naut hann liðsinnis nemenda við skólann. Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið fyrsta eða síðasta skóflustungan? Skiptir kannski ekki öllu, bara pæla.
Að lokum þá er sagt frá því í dag að framkvæmdum við byggingu álversins á Reyðarfirði sé lokið. Stór hluti þjóðarinnar fagnar þessari uppbyggingu enda er óhætt að fullyrða að stór hluti austfjarða hafi öðlast nýtt líf með tilkomu álversins. En það er líka til talsvert stór hópur sem syrgir þessar framkvæmdir. Þessir tveir hópar geta þó verið sammála um að eitthvað varð að gera til þess að halda þessum landsfjórðungi í byggð. Hvar skildi næsta álver rísa?
Fróðleikur dagsins: Jóhannes var sá eini af postulunum 12 sem dó náttúrulegum dauðdaga.Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 09:30
Ráðgátan leyst.
Auðvitað hitti mamma naglann á höfuðið, nema hvað? maður leitar oft langt yfir skammt. Skórinn reyndist vera út í glugga, af hverju er mér hulin ráðgáta, hver settan þar? Tel þó ákveðin einstakling á heimilinu eiga þar fulla sök, af hverju? Jú vegna þess að í skónum reynist vera nýr afþurrkunar klútur og hreinsilögur...... dullin skilaboð, hvað haldið þið? Er nema vona að ég sé ringlaður?
Nú tengt þessum skrítnu körlum sem kallaðir eru ,,Jólasveinar" þá koma sá þeirra sem er annar í röðinni og um hann er sagt
Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn.- Hann skreið ofan út gili og skaust í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti. Við fjósamanninn tal.
Er að velta því fyrir mér hvernig ætli honum gangi að krækja sér í froðu í þessu nýtísku fjósum nú til dags? Getur verið að þeir þurfi að breyta sínum matarvenjum í takt við breytta tíma, hvað haldið þið?
Allt ætlaði um koll að keyra í nótt vegna veðurs. Þrátt fyrir það að Siggi ,,stormur" hafi varað landann við er einhver misbrestur á því að fólk taki viðvaranir hans alvarlega. Samkvæmt fréttastofu útvarps fauk eitt og annað út um víðan völl sem hefði mátt koma í veg fyrir með smá fyrirhyggju. En einnig var eitthvað um að hlutir sem erfitt er að sjá fyrir að fari á loft, t.d. fauk heil skemma á Akranesi eða Borgarnesi. Menn geta kannski ekki með góðu móti bundið þannig hluti extra niður, held ekki. Skilst að annar hvellur sé væntanlegur næsta sólarhringinn svo það er eins gott að ganga einn rúnt kringum hýbýlin sín og athuga hvort allt sé klárt fyrir lætin.
Fundur í gærkvöld hjá körfuboltastjórn, sem stóð fram eftir kvöldi. Líflegir fundir hjá þeim félögum, en þar sit ég sem starfandi (þó launalaus) ritari og hef gaman af.
Fróðleikur dagsins: Sjaldan er ein báran stök í tólf vindstigum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 08:36
Undarlegt skó hvarf
Dagurinn fór undarlega af stað. Leið eins og ekki væri allt með felldu. Þegar ég ætlaði að klæða mig í útiskóna fann ég ekki með nokkru móti annan útiskóinn sem ég er vanur að nota. Leitaði í bak og fyrir en allt kom fyrir ekki, skórinn var á bak og burt. Varð að hætta leit að sinni og taka fram aðra skó drífa mig út í bíl og skutla heimasætunni í vinnu. Undarlegt þetta hvarf á skónum, ég er viss um að ég kom heim í gærkvöld í báðum skónum.
Óhætt að segja að allt ætli af göflunum að ganga á Seyðisfirði út af innréttingu í gamla ríkinu. Fallið hafa stór orð um klúður manna og vanvirðingu í garð gamalla muna. Kannski þeir sem sjá eiga um að friðun húsa og eða fornmuna ættu að líta í eigin barm, athuga hvort þeir séu að vinna takt við tímann. Hef einhvern vegin efasemdir um að svo sé.
Nú er svo komið að ruslpóstur ætlar allt um koll að keyra. Þegar pósturinn Páll eða Helga eru búinn að troða auglýsingarbæklingum inn um bréfalúguna þarf maður að ryðja sér leið í gegnum forstofuna líkt og prinsinn forðum daga í ævintýrinu um Þyrnirós. Er vægast sagt að verða pirraður á þessu blaðarusli daginn út og daginn inn. Hver er það svo sem blæðir, nema móðir jörð?
Dagurinn í dag markar ákveðin tímamót. Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt, hann Stekkjastaur. Um hann var eitt sinn ort.
Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin, og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, þá varð þeim ekki um sel. Því greyið hafði staurfætur, það gekk nú ekki vel.
Fram að jólum mun ég helga þessum skrítnu sveinum hluta af blogginu mínu á degi hverjum.
Fróðleikur dagsins: Allt fagurt er augum þekkt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2007 | 10:14
Þarf hún að hafa áhyggjur af þessu?
Heimska manna á stundum sér enga hliðstæðu og eru engin takmörk sett. Það sannaðist best þegar mátti lesa haft eftir ,,söngkonunni" Maríah Carey eftirfarandi ,,Ég væri alveg til í að vera jafn grönn og þau en ekki með allar flugurnar og dauðann og allt það" hér var hún að tala um sveltandi börn í þriðja heiminum. Flest allt hugsandi fólk hefur samúð með sveltandi fólki, eðlilega. Svo er til fólk sem aldrei er ánægt, samanber þessi kona. En eitt held ég að hún geti huggað sig við og það er að flugurnar hafa örugglega vit á því að vera ekkert að þvælast fyrir henni.
Bara til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá hef ég þrátt fyrir mikla pressu ákveðið að gefa ekki kost á mér sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins, þrátt fyrir góð laun. Hef ákveðið að taka stjórnarsetu í mínu ástkæra íþróttafélagi fram yfir það enska. Því olli það mér vonbrigðum að Morri skildi ekki taka þetta að sér eins og ég bað hann að gera til að létta pressunni af mér.
Verð að gefa svikahrappinum af skaganum STÓRANN plús fyrir hans uppátæki. Ekki nóg með að hann hafi komist nánast alla leið inn í einkasíma Runna forseta heldur plataði hann fréttamenn á stöð2, með því að senda annan í viðtal fyrir sig. Þessi strákur kallar greinilega ekki allt ömmu sína.
Ekki kom á óvart að Led Zeppelin sem hélt tónleika í gærkvöld fór á kostum. Hlustaði á Rás2 í morgun þar sem Óli Palli konungur Rokklands var í stuttu spjalli við Gest Einar. Gat ekki annað en skellt upp úr þegar Gestur spurði ,,hvernig stóð svo strákurinn sig" átti hann þar við Jason Bonham sem er sonur John Bonham fyrrum trommuleikara sveitarinnar sem er látinn. Óli Palli sagði ,, þessi strákur er náttúrulega ekkert barn þetta er jú fertugur karl sem komin er með skalla" En Óli Palli lofaði tónleikana í hástert og sagði ,,ég gæti þess vegna dáið sáttur" vona samt hans vegna að hans tími sé ekki komin.
Þrátt fyrir stanslausar viðvarandir í útvarpi, sjónvarpi öllum net- og prentmiðlum þar sem varað var við miklum stormi, fauk allt sem fokið gat. Þök, bílar, bátar, gasgrill og guð má vita hvað allt fauk sem fokið gat. Engum datt til hugar að búa sig undir rokið, og þegar svo hvellurinn kom þá kom þetta fólki svo mikið í opna skjöldu, hva var spáð roki?
Fróðleikur dagsins: Moldvarpa getur grafið hátt í 8 km löng göng á einni nóttu.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 23:11
Hlutabréf til sölu næst þegar Zeppelín spilar.
Ég og dóttir mín hún Sædís Ólöf erum sammála um að við hefðum alveg verið til í að kaupa tvo miða á tvær komma eitthvað eins og sumir gerðu til að komast á þessa tónleika. Gallinn er bara sá að við við fundum engan sem var til í að selja okkur miða. Við hefðum bara selt eitt hlutabréf í einhverju af því sem við eigum, ekki málið. Förum bara á næstu tónleika.
Fróðleikur dagsins: Oft má lík kjurrt liggja.
![]() |
Led Zeppelin rifjaði upp góðu og slæmu stundirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
233 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 190847
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar