10.12.2007 | 17:53
Ekki flytja Vegagerðina norður plís.
Ólöf Nordal þing/kona/maður Sjálfstæðisflokksins vill flytja höfuðstöðvar Vegagerðarinnar til Akureyrar, Kristján Möller vill það ekki. KLM vill frekar efla þá starfsstöð sem fyrir er. Veit ekki hvort ég á að taka undir með flokksfélaga mínum KLM. Það yrði minni skellur fyrir okkur norðanmenn að taka á því eftir fáein ár að flytja höfuðstöðvarnar aftur suður, en það er deginum ljósara að svo myndi verða. Höfum séð ýmis störf flutt norður en jafnharðan sent aftur heim í borgina, saman ber embætti veiðistjóra. Enda óþarfi að láta landsbyggðina fitna um of, nóg er samt.
Heyrði tvær annars ágætar útvarpskonur tala í morgunútvarpinu þar sem önnur sagði ,,jæja þá er ég loksins búinn að fá mér alvöru gluggasköfu og þarf ekki að nota geisladiskahulstur lengur" þá sagði hin ,,geisladiskahulstur eru bestu sköfurnar" ég er að velta því fyrir mér hvort það sé alveg sama hvaða hulstur séu notuð - íslensk- eða erlend músík?
Þessar ágætu útvarpskonur voru líka að óskapast yfir því að útlit væri fyrir rauð jól þetta árið. Þetta er eitthvað sem þeim finnst óhugsandi, enda engin jól ef engin snjór er. Hvaða vitleysa er þetta, ekki kemur blessað jólabarnið úr því umhverfi að það eigi að vera snjór... eða hvað?
Annars gengur lífið sinn vanagang eins og vera ber. Allir á þönum og keppast hver við annan við að bjarga jólunum fyrir kaupmönnum landsins. Hugsið ykkur bara ef fólk tæki sig til og hagaði sér skikkanlega? hugsa sér barlóminn sem Raggi og félagar myndu berja á nýju ári, samt væri þetta alveg þess virði, ekki satt?
Málsháttur dagsins: Fáir eru fegri þá þeir skæla sig.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 12:53
Alger snilld.
Snilld og aftur snilld. Brá mér að Aðventutónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og söngfélaginu Sálubót þar, sem Garðar Cortes var aðalnúmer dagsins. Um þessa tónleika er ekkert annað að segja en, ALGER SNILLD.
Strax að tónleikum loknum var brunað heim til Döggu og Jóa þar sem okkar beið snilldar matur. Úttroðinn af menningu og mat í lok dagsins, meiri snilld.
Fór í morgun með tvö af barna-börnin mín í sunnudagaskóla Glerárkirkju. Þvílíkt og annað eins hvað maður er að verða hátíðlegur. Er ekki viss um að ég hefði séð alla þessa helgi ,,slepju" koma yfir mann fyrir tveimur áratugum síðan. Kannski merki um þroska, elli eða... veit ekki?
Mínir menn í Manchester City etja kappi við Norður Lundúnaliðið Tottenham á útivelli. Ég ætlast til að mínir menn landi sigri og hífi sig aftur í 3. sæti deildarinnar. Í nótt sem leið var boxarinn Ricky Hatton sem er mikill stuðningsmaður City rotaður í hringnum. Vonandi hleypir þetta grimmd í mína menn og þeir leggi Tottenham en heyrst hefur að Ricky njóti mikilla heilla meðal City manna.
Málsháttur dagsins: Oft er geitarhugur í þeim er gildir þykjast.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 22:50
Á að setja lögbann á veikt fólk?
Eins og vanalega alla föstudag, næstu allan ársins hring hófst dagurinn á því að drekka morgunkaffi með félögum mínum í félagsheimilinu Hamri. Við eigum það sameiginlegt að hafa ólýsanlega mikla ást á íþróttafélaginu okkar Íþróttafélaginu Þór. Þessi hefð að menn úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins hittist í Hamri alla föstudaga er trúlega orðin a.m.k. 15 ára. Þjóðmálin rædd og leyst í eitt skiptið fyrir öll.
Leikur í kvöld þar sem mínir menn tóku á móti Snæfelli í 16. liða úrslitum Lýsingarbikarkeppninni. Skemmst er frá því að segja að gestrisni minna mann var full mikil í kvöld svo vægt sé til orða tekið. Hef ákveðið að skrifa ekkert meir um þann leik, að öðru leyti en að mínir menn skíttöpuðu og gerðu það með stæl.
Súlan sem um langa hríð átti heimahöfn hér á Akureyri strandaði í morgun við innsiglinguna við Grindavík. Betur fór en á horfðist og er nú skipið á leið í nýja heimahöfn þ.e. Neskaupsstað. Eftir að búið verður að landa úr skipinu verður því siglt hingað heim á fornar slóðir og skipið tekið í slipp. Verður vel tekið á móti þessum fyrrum Akureyringi.
Yfirlæknar leggja til sparnað eftir því sem greint var frá á mbl.is í dag. Hef oft velt því fyrir mér í þessu mikla velferðarþjóðfélagi, hvernig á að spara? hvað græðist á því? Er hægt að setja veikt fólk á pásu með sín veikindi? Eða er hægt að setja lög sem banna fólki að veikjast svo biðlistar lengist ekki? eða er hægt að setja lögbann á það fólk sem þá og þegar er lasið?
Málsháttur dagsins: Skammt er á milli skeggs og höku.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 11:20
Eins og að kalla Asna veðhlaupahest
Brá mér í ,,leikhúsið" í gærkvöld til að sjá ,,Ökutíma". Athyglivert stykki á margan hátt. Góður leikur, frumleg uppsetning, boðskapur sem snertir mann. Samt þegar upp er staðið veit ekki hvort ég get mælt með þessu. Eins og fyrr segir leikararnir stóðu fyrir sínu og tónlistarflutningur Lay Low frábær. En sýningarstaðurinn fær falleinkunn. Leiðinlegt hús með afspyrnu slaka aðstöðu fyrir áhorfendur, sækist ekki eftir að fara oftar í þetta blessaða ,,Rými".
Ætla áfram að drekka í mig alls kyns menningu. Í kvöld verður farið á tónleika í Glerárkirkju með Dýfunum, sem ber yfirskriftina ,,Frostrósirnar". Með þeim kemur m.a. fram æskulýðskór Glerárkirkju kórinn sem hún Sædís syngur með. Á von á góðri skemmtun, svo mikið er víst.
Las eftirfarandi á mbl.is ,, Um klukkan 00.30 í nótt var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut vestan við Grindarvíkurveg fyrir of hraðan akstur. Bifreið ökumannsins mældist á 212 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn sem var sautján ára og nýlega búinn að fá ökuréttindi var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða". Til bráðabyrgða hefði frekar á að vera til langs tíma. Er samt að velta því fyrir mér hvað hafi vakað fyrir þessum barni með þessum glæfra akstri? ætli hann hafi verið komin fram yfir settan útivistartíma mömmu og pabba? Bara flýta sér heim strák greyið.
Skíða drottningin Dagný Linda varð að sætta sig við að verma næst neðsta sæti í fyrri æfingaferð í bruni í Aspen í Bandaríkjunum af 64 þátttakendum. Hún mun svo keppa á morgun og vonandi sannast þá máltækið ,,þeir síðustu verða fyrstir" og hún hafi endaskipti á röðuninni þá. Ef ekki þá gengur bara betur næst.
Bloggaði í gær um hinn athyglissjúka ,,Gillzenegger" um hans vafasömu skoðanir. Ferðaðist mikið um bloggheim í gær til að lesa hvað fólk hafði um hann að segja. Sitt sýnist hverjum. Það sem vakti athygli mína var að ansi margir kalla hann ,,Ofurhetju". Þetta finnst mér vera álíka gáfulegt eins og að kalla Asna veðhlaupahest.
Því ber að fagna að loksins ætlar ríkisstjórnin að lagfæra sjálfsögð kjör hjá örykjum og öldruðum, betra seint en aldrei. Það vakti hins vegar athygli mína að Steingrímur J. sagði á þingi að þessar aðgerðir væru bæði ,,allt og litlar og götóttar". Ég er ekki í vafa um að þessir þjóðfélagshópar væru til í að sjá enn meir en til stendur að gera. En mér er spurn ,,hvað vill Steingrímur J. Sigfússon gera? Af hverju fylgir ekki með í hans pakka hvað ríkisstjórnin hefði átt að gera? Af hverju fer Steingrímur ekki að venja sig á að benda á úrbætur um leið og hann fordæmir aðgerðir ríkisstjórnarinnar? getur það verið vegna þess að honum standi alveg á sama? Getur verið að ástæðuna sé að finna í því að innan raða hans flokks sé hreinlega enga stefnu að finna sem inniheldur úrlausnir á þessum vandamálum, annað en ,,eitthvað annað?".
Málsháttur dagsins: Skemmtinn maður er vagn á veg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2007 | 12:50
Er hægt að hjálpa svona mönnum?
Ég vil trúa ykkur fyrir því að ég á engan þátt í því að hlutabréfamarkaður Kauphallarinn og fall gengis í FL Group, sé á einhvern hátt hægt að rekja til mín. Ef einhverjum skútum er hagga af mínum völdum þyrfti að fara út í hinn stóra heim s.s. Wall street. Þegar ég fer af stað þá vil ég rugga alvöru mörkuðum, ekki neinum duggum.
Las á mbl.is að ,,Félagið Siðmennt hafi sent Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, bréf þar sem þess er krafist að hann biðjist afsökunar á ummælum í fjölmiðlum um að Siðmennt séu hatrömm samtök sem vilji að öllu leyti stöðva aðkomu trúarinnar í skólum". Jahá þola forráðamenn þessara samtaka ekki að biskupinn tali opinskátt um þá? Þola þeir ekki að menn segi sannleikann um þá?. Ég held ekki.
Ummæli hins athyglissjúka og veruleikafirrta ,,Gillzenegger þar sem hann segir að hollast væri fyrir femínista að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, segir meir um þennan sjúka einstakling en annað. Hann er klárlega einn af þeim sem nauðgar og misþyrmir daglega, þ.e.a.s. því sem við köllum málfrelsi. Ætli sé engin leið til að hjálpa mönnum eins og honum?
Skora á ykkur að fara á www.thorsport.is og lesa langt og ítarlegt viðtal sem ég tók við Jón Má Héðinsson skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Jón Már lék um árabil með Þór í körfubolta og er talin einn af bestu körfuknattleiksmönnum sem Íslendingar hafa átt.
Í dag hefði hún föður amma mín Ólöf Sólveig Albertsdóttir orðið 104. ára gömul ef hún væri á lífi. Hún fæddist þennan dag árið 1903 á Ytri Varðgjá í Eyjafjarðarsýslu. Amma lést 22. júní árið 1991 á 88. aldurs ári. Á ég margar góðar og hlýjar minningar af þessari mætu konu sem bjó lengi í Gránufélagsgöt 21 í húsi sem gekk undir nafninu ,,Rassmusenhús", sem er forskalað timburhús.
Ætla svo að bregða mér í leikhús í kvöld og sjá ,,Ökutíma" sem Leikfélag Akureyrar er að sýna um þessar mundir og er sýnt í ,,Rýminu" sem eitt sinn hét Dynheimar.
Málsháttur dagsins. Betra er þunnt öl en þunn skál.Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2007 | 08:46
Svo er maður að væla...
Hvatningaverðlaun Örykjabandalags Íslands voru veitt í fyrsta sinn í gær. Freyja Haraldsdóttir hlaut þau í flokki einstaklinga. Þegar maður heyrir, les eða hlustar á þessa svo mjög fötluðu ungu konu, setur mann hljóðan. Jákvæðni, bjartsýni og óbilandi trú hennar á lífið fær mann til þess að skammast sín þegar maður vælir yfir sínum eigin raunum, jafnvel þegar maður er bara með kvef. Þrátt fyrir hennar miklu fötlun er óhætt að segja að hún hafi sko höfuðið í lagi.
Ætti að undrast málflutning VG á hinu háa Alþingi þar sem þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun samþykkja að ræðutími á Alþingi verði skertur, en svo er ekki. Það er í raun löngu tímabært að koma þessum breytingum í gegn. Þetta gerir þá kröfu til þingmanna að koma undirbúnir til vinnu. Þetta gerir það að verkum að ef menn myndu vinna heimavinnuna sína þá gætu þeir komið sínum skoðunum á framfæri þannig að menn myndu skilja þá. Það myndi spara tíma, fjármuni og án efa losa þjóðina og þingheim undan þeirri hræðilegu raun að þurfa hlusta á mestu kjaftaskana langtímum saman koma í ræðupúlt, tala og tala en segja ekki neitt.
Las í gær á netmiðli að búið væri að setja upp minnisvarða um Jón Ósmann ferjumann. Minnisvarðinn var settur upp við Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði. Skemmtileg tilviljun því um svipað leyti og ég las þessa frétt börðu að dyrum hjá okkur heiðurshjónin Marta og Jón Ósmann frá Sauðárkróki. Þau brugðu sér í bæjarferð og gömlum og góðum íslenskum sið þá komu þau í húsvitjun. Klikkar aldrei þegar þau koma í kaffi.
Í dag á Anna ,,stóra" systir afmæli. Hún leit dagsins ljós um miðja síðustu öld. Samt er hún enn á besta aldri. Miðað við aldur og fyrri störf þá virðist hún ekki vera deginum eldri í dag en hún var í gær. Þegar ég horfi til þess að hún er fjórum árum eldri en ég þá þarf ég ekkert að óttast ef ellikerlingin mun fara með mig sömu mjúku höndum og hún gerir við systir mína. Ef þú lest þetta Anna þá til hamingju með daginn.
Málsháttur dagsins: Svipul er sjávargjöf.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 17:02
Þetta er í góðu lagi enda hefur þetta fólk nóg
Nei auðvitað er engin ástæða til þess að Alþingi grípi til neinna ráðstafna varðandi skerðingu lífeyrissjóðanna. Enda gerir TR svo vel við öryrkja að engin ástæða er til að hafa áhyggjur af gangi mála. Öryrkjar verða auðvitað að taka á sig skerðingu sérstakalega nú þegar svo hart er í ári. Komin tími á að þessi þjóðfélagshópur fari að sætta sig við það sem þeir hafa....
Svei mér þá ef ég er ekki farin að skammast mín fyrir að vera öryrki, þetta er allt mér að kenna, sorry.
Málsháttur dagsins: Fáir eru hófsamir í meðlæti sem mótlæti.
![]() |
Ekki frekari inngrip í starfsemi lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 16:10
Góð ábending á aðventunni.
Nú er rétti tíminn til að sýna stuðning í verki.
Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur. Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.
Bankareikningur
0140-05- 015735. Kt.101268-4039
Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu.
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 19:42
Afi er alltof feitur.... það sagði jólasveinninn.
Dóttur dóttir mín hringdi í mig í dag. Hún var dálítið óðmála. ,,Afi veistu hérna afi veistu ég hérna fór í Nettó í dag og veistu hvað?" áður en mér tókst að segja eitthvað hélt hún áfram og sagði ,,Afi veistu ég hitti þrjá jólasveina og veistu hvað? veistu hvað einn jólasveinn sagði við mig ha, veist hvað?".... Nei Margrét mín ég veit ekki hvað hann sagði. Afi jólasveinninn gaf mér appelsínu og epli og veistu hvað hann sagði ekki gefa afa þínum þetta hann er allt of feitur! Ja hérna og heyr og endemi. Hvað er eiginlega jólasveinninn að meina? ég veit ekki hvort þetta sé sanngjarnt. Vissulega er föður afi barnsins kannski með nokkur aukakíló, en come on... oft má satt kjurt liggja. En þetta er eitthvað sem ég þarf samt að ræða við ónefndan ,,vin" minn við hentugt tækifæri, guð hjálpi honum þá.
Fór svo niður á Glerártorg til þess að vita hvort ég hitti þessa óþekku jólasveina. Þeir voru á bak og burt, vissu upp á sig sökina. Mikill mannfjöldi var á Glerártorgi. Við þær aðstæður sækist manni hægt að labba í gegnum mannþröngina. Hittum þar Fríðu frænku konu minnar ásamt Hadda manni hennar og Sindra syni þeirra. Fórum og fengum okkur sæti á Kaffitorg og spjölluðum enda of sjaldan sem við hittumst, enda býr Fríða í höfuðborginni þar sem hún starfar sem arkitekt við að hanna mannvirki sem prýða borgina vítt og breytt.
Skaust síðan í Landsbankann til þess að hlusta á æskulýðskór Glerárkirkju þar sem hann skemmti með söng. Frábær skemmtun og mikið gaman. Verða að játa að ég var þó með hugann að hluta til annars staðar. Mínir menn í körfuboltaliði Þórs léku gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis og fór leikurinn fram á heimavelli Fjölnis í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Skemmst er frá því að segja að mínir menn fóru með 84-88 sigur af hólmi. Frábær sigur og liðið nú um miðja deildina með 8 stig.
Í ensku úrvalsdeildinni máttu mínir menn í Manchester City sætta sig við 1-1 jafntefli gegn einu af neðstu liðum deildarinnar Wigan. Leikurinn var háður á heimavelli Wigan. Liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig.
Mun svo klárlega fara vel um mig í leðrinu í kvöld fyrir framan imbann.
Fróðleikur dagsins: Svo mikil spenna ríkti vegna leiks El Salvador og Honduras á HM 1970 að þjóðirnar áttu í stríði í þrjá daga í kjölfar hans.Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2007 | 23:53
Nálgunarbann á presta.
Þessi dagur er fyrir margra hluta sakir merkilegur. Þennan dag fyrir réttum 50 árum gengu tengdaforeldrar mínir í það heilaga, blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna sem komin eru yfir móðuna miklu. Þennan dag fyrir 50 árum var dóttir þeirra hjóna ausin vatni. Í dag heldur mín ekta frú uppá 50 ára skírnarafmæli sitt. Og enn meir af fjölskyldu frúarinnar, því móðursystir hennar frú Marta sem býr á Sauðárkrók á afmæli þennan dag, til hamingju með daginn Marta mín. Sem sagt merkisdagur í þessari fjölskyldu konu minnar.
Lengi hefur verið stefnt að því að allt jólaskraut skuli vera komið á sinn rétta stað þegar 1. des rennur upp. Í þetta sinn þá tókst það með glans hér í Drekagilinu. Þannig að allt stefnir í að aðventan verði tekin með stæl. Tíminn mun verða nýttur til að sækja hina ýmsu menningarviðburði t.d. aðventutónleikar með Garðari Cortes sem knattspyrnudeild Þórs stendur fyrir, Frostrósartónleikar með dýfunum hinu einu sönnu. Farið verður í leikhús, horft á körfubolta og þar fram eftir götunum. Set inn hér myndir af því hvernig þetta lítur út hér í Drekagilinu. En eins og fólk getur séð á þessum myndum eru rauð jólaljós í talsverðu uppáhaldi hjá Palla. Sumir segja að ást mín á rauðu sé kannski full mikil. Nema hvað? ég valdi t.d. það hlutskipti í lífinu að vera rauðhærður og er stoltur af því. Myndirnar sem eru með þessari færslu af jólalýsingunni voru tekna 29. nóvember en þriðja myndin er tekin fyrir nokkrum dögum að morgni til. Þar er horft til suðurs inn Eyjafjörði í átt að Kaupangssveitarfjalli fyrir miðri mynd og Uppsalarhnjúk lengst til hægri.
Verð að játa fyrir ykkur að ég á vart orð til að lýsa undrun minni á uppátækjum VG á hinu háa Alþingi þá sérstaklega Kolbrúnu Halldórsdóttir. Jafnréttiskjaftæði hennar um kynlaus börn á fæðingardeildum er komið langt, langt út fyrir öll mörk. Er þetta enn eitt dæmið um málefna þurrð þessa fólks sem eyðir dýrmætum tíma og fjármunum í þessa fjandans vitleysu. Finnst vera löngu komin tími á að setja lög á að fólk skuli komast upp með slíkt blaður á hinu háa Alþingi. Haldi þetta fólk að ekkert sé að í þjóðfélaginu sem þarfara er að ræða, þá gæti ég gefið þeim mörg góð ráð og komið þeim á sporið. En kannski væri það ekki heldur sniðugt að fólk sem hefur í raun ekkert skynsamlegt til málanna að leggja sé látið fjalla um alvöru málefni? Almennt séð er því miður málflutningur VG með þeim hætti að ekki er hægt að taka þá alvarlega.
Ég samgleðst með Óðni Ásgeirssyni körfuknattleiksmanni úr Þór sem var valin í úrvalslið 1.-8. umferðarinnar. Óðinn hefur farið algerlega á kostum það sem af er móti og vel af þessum heiðri kominn. Óðinn er klárlega einn af bestu leikmönnum í dag og ætti svo sannarlega heima í A-landsliði Íslands.
Við feðgar hlupum svo í skarðið fyrir Luka Marolt og stjórnuðum æfingu hjá 9. og 10. flokki karla í körfubolta. Luka fór suður yfir heiðar í kvöld ásamt liði Þórs þar sem þeir eiga leika geng liði Fjölnis í úrvalsdeild karla á morgun. Vonandi landa þeir sigri úr þeirri viðureign.
Veit ekki með ykkur lesendur góðir en ég, sem kristin maður er eiginlega búinn að fá nóg af því hvernig minnihlutahópar er smán saman að kúga mikinn meirihluta þjóðarinnar í málefnum kristinnar trúar. Er svo komið að blessaðir prestarnir og kirkjunnar fólk má vart nálgast skóla og dagheimili vegna þess að þeir gætu misboðið einhverjum. Er óneytanlega talsvert hneykslaður á því að sumir skólar og dagheimili vilji ekki presta inn fyrir sínar dyr. Hvað næst? nálgunarbann?
Ég óttast að ef fram heldur sem horfir þá verður þetta aðeins til að auka á fordóma gegn öðrum trúarhópum. Er sjálfur kannski aðeins í meðallagi trúaður en er að verða meir en lítið pirraður á því hvernig við sem kristin þjóð eigum endalaust að gefa eftir af okkar gildum til þess að þóknast öðrum. Spyr mig þeirra spurninga hvort fólk úr öðrum menningarheimum með ólík trúarbrögð verði ekki líka að laga sig að því þjóðfélagi sem það býr í og sýna á móti umburðarlyndi? Þetta verður jú að vera gagnkvæmt ef menn vilja vera sanngjarnir, ekki satt?
Málsháttur dagsins: Hann er ekki sjálfráður sem öðrum er háður.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
233 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 190847
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar