Leita í fréttum mbl.is

Því ég er komin heim......

Sungið í LególandiÞá fer að ljúka rúmlega viku löngu bloggfríi. Fórum til Þýskalands fimmtudaginn 5. júní og dvöldum þar í viku. Fengum að fljóta með æskulýðskór Glerárkirkju sem hélt í æfinga- tónleika- og skemmtiferð til Þýskalands. Komum svo til Akureyrar í gærkvöld.

Þegar búið verður að taka upp úr töskum, þvo af ferða rikið gíra sig niður og ná áttum verður bloggað um daginn og veginn eins og venja er.

Læt fylgja með þessari ,,Ör" færslu eina mynd sem tekin var af æskulýðskór Glerárkirkju þegar kórinn steig á svið í Lególandi í Þýskalandi og söng fyrir gesti og gangandi.

Málsháttur dagsins: Ekki þarf að verjast ef enginn sækir á

Þrumufleygur

Það er handagangur í öskjunni þessa daganna. Styttist í Þýskaland. Skrapp í Lönguhlíðina og fríkka aðeins upp á sandkassann hjá krökkunum. Blessaður kassinn hefur greinilega fengið misjafna meðferð hjá fyrri eigendum. Nokkrar skrúfur hér og hvar, nýjar lamir og svo í lokin borið á hann viðarolía og gripurinn eins og nýr - eða allt að því.

ÞrumufleygurSædís tók sig til og brá sér í fótbolta með Jón Páli. Hann sýndi fádæma snilli í boltanum. Halda á lofti,  þvælt fram og aftur svo Sædís stóð eins og frosin. En þó kom fyrir að hann þvældi svo að hann sjálfur vissi varla hvað varð af boltanum.

Nú eins og ég sagði þá sýndi hann ágætis takta. Boltatæknin gefur góð fyrirheit um það sem koma skal........... vonandi. Alla vega segi ég bara Pele hvað? Set inn eina mynd af stráksa þar sem hann spyrnir knettinum af stakri snilld, sannkallaður þrumufleygur.

Ef eitthvað verður svo úr þessum hæfileikum sem afinn þóttist sjá í dag verður stóra spurningin þessi ,,hverjum verður það að þakka? Mun Sædís eigna sér þetta eða......? bíðum og sjáum hvað setur.

SunddrottningarÁ meðan sá stutti sýndi tilþrifin í boltanum létu stelpurnar fara vel um sig í buslulauginni. Greinilegt að þeim þótti ekkert leiðinlegt að flatmaga í sólinni þar sem þær möruðu í hálfu kafi. Þær létu sér í léttu rúmi liggja þótt litli bróðirinn hefði alla þessa athygli frá afa og Sædísi við tuðrusparkið.

Ekki svo að skilja að þær fái ekki næga athygli öllu jafna svo ekki hefðu þær þurft að vera mikið afbrýðissamar.

Ég og frúin keyptum slatta af stjúpum mold og tilheyrandi. Græjað í potta sem fara á leiðin hjá tengdaforeldrunum eins og venja er í sumarbyrjun ár hvert. Eitthvað ratar svo í potta og ker sem skreyta svo hér heima við.

Komst því miður ekki á völlinn í kvöld þar sem mínir menn í Þór léku gegn KS/Leiftri í Vísabikarnum. Fyrsti leikurinn hjá mínum mönnum á Akureyrarvellinum í sumar. Varð að sitja hundleiðinlegan húsfund. Mínir menn lönduðu sigri 1-0. Að sögn var leikurinn leiðinlegur og lítt fyrir augað svo að ekki var af miklu að missa.

En annað kvöld leika Stelpurnar okkar í úrvalsdeild kvenna gegn Breiðabliki. Er þetta jafnframt fyrsti leikur þeirra á Akureyrarvellinum í sumar. Þar munum við feðgar ekki láta okkur vanta enda fréttaritarar fyrir liðið. Þar ætla ég að planta mér niður við hliðarlínuna og reyna fyrir mér við ljósmyndun, sjáum til hvernig það tekst til.  Ef þið viljið lesa ítarlega umfjöllun um leikinn þá lesið pistil sem við birtum á heimasíðu Þórs í kvöld.

Pæling dagsins: Ef sá sem haldinn er margskiptum persónuleika hótar að fremja sjálfsmorð, er það þá skilgreint sem gíslataka?

Loksins

Ég er haldin einskonar fælni......... þegar rignir hleyp ég í skjól. Og akkúrat þess vegna gef ég mér tíma nú til að blogga.

Ljósmyndanamskeið1 037Á fimmtudagskvöldi lauk ljósmyndanámskeiði sem ég skráði mig á um daginn. Námskeiðið var sett upp einvörðungu fyrir fólk með myndavélar eins og þá sem ég á. Það gerir námskeiðið enn betra en alla. Ekki skemmir heldur að kennarinn hann Þórhallur Jónsson jafnan kenndur við Pedrómyndir er algera snillingur ekki bara snjall ljósmyndari heldur frábær kennari.

Farið var mjög nákvæmlega í allar grunnstillingar á vélinni sem eru margbrotnari en mann hafði grunað. Farið vel yfir og reynt að kenna manni hvað hugtök eins og ,,ljósop, hraði, íso, yfir- og undirlýsing og guð má vita hvað, hvað þau þíða. Svo nú er nýjasta bókin á náttborðinu bók eftir Þórhall Jónsson um ljósmyndun með Canon 400D.

Ljósmyndanamskeið1 092Milli daga setti hann okkur fyrir verkefni sem við áttum að leysa. Taka myndir í Gullinsniði, panorama, landslagsmyndir, flash myndir utandýra og flash - lausar innandyra. Svo nú er bara bíða og sjá hvort öll þau fræði sem Þórhallur uppfræddi okkur um skili okkar sem betri ljósmyndurum? Maður verður jú að vona það. Myndin hér að ofan er tekin út í Krossanesborgum og horft í átt að Kaldbak. Fallegt sólarlag sem vonandi skilar sér í þessum myndum. En ef þær virðast óskýrar þá smellið á þær til að þær birtist í fullum gæðum.

Stelpurnar okkar í Þór/KA léku í Vísabikarkeppni KSÍ á föstudagskvöldið gegn 1. deildarliði Völsungi frá Húsavík. Lið Völsungs veitti úrvalsdeildarliðinu harða mótspyrnu. Allt leit út fyrir sigur þeirra þegar Stelpurnar okkar náðu að jafna leikinn þegar komið var þrjár mínútur fram yfir venjulega leiktíma og komu leiknum í framlengingu. Þar reyndist úrvalsdeildarliðið sterkara og hafði sigur 1-2.

Föstudagskaffi í Hamri eins og venjulega þar sem málin eru rædd og þau leyst. Fór svo með Döggu og krökkunum á Glerártorg en það var verið að opna nýbygginguna sem þar hefur verið að rísa. Glæsileg bygging. Af örtröðinni og hamagangurinn sem myndaðist við einhverja leikfangabúð sem ég man ekki hvað heitir enda er nafnið vitlaust skrifað. Greinilegt á látunum að það er engin kreppa í gangi þegar nýjar leikfangabúðir eru opnaðar. Fékk mér sæti á torginu og horfði á úr fjarlægt þessa vitleysu svo ég yrði ekki troðin undir.

Mitt í allri þessari kreppu sem er að skella á eða er skollin á skelfur allt og nötrar á suðurlandinu. Tekur á að sjá hvaða áhrif þetta hefur á fólkið sem þarna býr. En þetta vekur mann enn og aftur til umhugsunar hversu vel við  íslendingar búum þegar svona gerist. Ættum því að vera meira meðvituð um þegar hörmungar úti í hinum stóra heimi ríða yfir eins og nýlega í Kína. Fólkið á suðurlandinu á alla mína samúð og vonandi fer að hægjast um.

Skaust með minni ekta frú í leikhús í gærkvöld. Sáum ,,Alveg brilljant skilnað" með Eddu Björgvins". Þvílík snilld, þvílík skemmtun. Þarna gleymdi maður stund og stað, mikið hlegið mikið gaman. Ég mæli með þessari sýningu.

Það er hætt að rigna, glittir í sólina....... ég er farin út.....meira síðar.

Fróðleikur dagsins: Algengasta nafn í heimi er Mohammed.

 


Fyrstu handtökin.

Hafist handaFínn dagur í gær til þess að rífa sig upp á rassga...... og gera eitthvað af viti. Kjörnar aðstæður til að bóna bílinn.  Til þess naut ég góðra aðstoðar frá tveimur af barnabörnunum þ.e. Margréti Birtu og Elínu Ölmu.

Og auðvitað hófst þetta með föður/afalegri kennslu. Gera svona og svona. Alls ekki hitt og þetta fræðin útskýrð sem best sá gamli gat.

Ekki stóð á því að hlustað var með mikilli athygli. Skvísurnar heldur óþolinmóðar og fannst afi taka sér heldur langan tíma í úrskýringar. ,,Afi við kunnum þetta já, já og allt það". Afi setur upp mikinn merkissvip sem átti að vera gáfumannalegur og sagði ,,stelpur mínar lengi býr að fyrstu gerð og allt það bla, bla, bla.....". ,,Hvaða gerð?". Ok, hefjumst handa.

Lagt sig framElín sem er ný búinn að sleppa hjálparhjólunum á reiðskjótanum taldi vissar að taka ekki niður hjálminn, maður veit jú aldrei hvað getur gerst. Hjálmur er jú höfuðlausn, ekki satt?

Þær systur héldu dampi. Ekki var slegið slöku við fyrr en yfir lauk. Reyndar notaði afi bara letingjabón eins og gárungarnir kalla það Sonax eða eitthvað álíka létt og lagott. Skvísurnar dóu ekki ráðalausar þegar kom að því að bóna stuðarana að neðan. Maður beygir sig ekki maður bara leggst á bakið öll vandræði á bak og burt. En afi skammaður að lokum fyrir að leyfa þess aðferð enda malbikið ekki það hreinasta í heimi sem þær lögðust á. En comme one, nýja þvottavélin redda þessu, ekki satt?

InnlifunÍ gærkvöld hófst kennsla á ljósmyndanámskeiði sem ég skráði mig á fyrir skömmu hjá Þórhalli í Pedrómyndum. Garnandi snilld. Eingöngu kennt á Canon 400D eins og ég á sem gerir alla kennsluna markvissari. Glæsileg bók fylgir með í kaupunum sem Þórhallur útbjó eingöngu fyrir þessar vélar, enn og aftur snilld. Svo vonandi mun ljósmyndun hjá manni eitthvað fara fram þegar fram líða stundir - vonandi.

Þótt ekki hafi veðrið verið eins gott í dag og í gær samt gott. Þegar hitinn verður óbærilegur er gott að kæla sig niður. Ís og klaki hjá ömmu og afa, hvað er betra? Eins og sést á myndinni lifði Jón Páll sig þokkalega í inn í þá athöfn að gera ísnum góð skil. Reynar er það venjan hjá þessu gutta þegar matur er annars vegar þá vandar maður sig og sýnir matnum þá virðingu að gera honum góð skil.

Fróðleikur dagsins: Þýska þingið telur 672 þingmenn og er stærsta kjörna lögþing heimsins.

Kóngurinn fallinn

Til er máltæki sem segir ,,það sé auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin..." Mikið á nú þetta vel við núna. Hef sagt það áður og segi það enn og aftur ,,Kóngurinn er fallinn".

Málsháttur við hæfi: Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi.
mbl.is Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Honum fyrirgefst enda ekki fullorðin - enn

Bloggþurrð hér er ekki sökum leti, fýlu, ólundar eða af neinum óeðlilegum orsökum. Með hækkandi sól fjölgar þeim stundum sem maður heldur sig utandyra.

Ísland komst upp úr undankeppninni í Júró. Ég verð að játa að ég eyddi kvöldstund í að horfa á. Friðrik Ómar og Regína stóðu sig hreint út sagt frábærlega. Horfði einnig á sjálfa aðalkeppnina. Ég hafði reyndar aðeins heyrt þau lög sem tóku þátt í riðlinum með Íslandi. Þegar upp er staðið held ég að Íslendingar geti vel við unað með sitt. Fínt lag, frábærir flytjendur. Það sem vakti hvað mesta athygli hjá mér var gremja og fýla í Sigmari kynni. Þegar á leið í stigagjöf hneykslaðist hann á því að sum lönd gætu gengið að því sem gefnu að fá stig frá nágrönnum sínum. Í mínu huga ekkert við það að athuga. En Sigmari þótti heldur ekki að því að ætlast til að nágrannalöndin okkar gefi okkur stig, af hverju? Vill hann mismunun? ég veit ekki hvað á maður að halda?.

Í gær vorum við með öll barnabörnin. Byrjuðum á að fara í heimsókn með þau til langafa-- og ömmu. Mikið fjör. Skruppum á andapollinn þar var mikið fjör. Slagsmál milli tveggja fugla í harðari kantinum, vöktu mikla gremju og undran hjá börnunum. Því næst skroppið með hópinn inn í Vín og allir fengu sér ís. Krakkarnir trúðu mér fyrir því í bíltúrnum að þau vissu að Ísland myndi vinna Júró, því miður fór ekki eins og þau hugðu en þau finna eitthvað gott úr þessu.

Stelpurnar okkar héldu suður yfir heiðar og sóttu stöllur sínar í HK/Víkingi heim. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu 0-2 sætan sigur. Stelpurnar í Þór/KA eru með býsna sterkt lið og er ég klár á því að þær munu ljúka keppni í haust ofar á stigatöflunni en margan grunar.

Strákarnir okkar í Þór héldu einnig suður yfir heiðar og sóttu Leikni heim. Þrátt fyrir að vera einum manni undir frá miðjum síðari hálfleik unnu mínir menn 2-3 sigur og eru nú í 3. sæti deildarinnar. Gott hjá þeim. Sem sagt góð helgi hjá okkur Þórsurum.

Hef fylgst með undarlegum skrifum og háttalagi hjá Sverri Stormsker. Ræðst hann þar á fyrrum félaga sína með skítkasti og drulli sem hæfir ekki fullorðnu fólki. Honum fyrirgefst þar sem hann er enn ekki orðin fullorðin. Sverrir sakar Stefán Hilmarsson t.d.  um að kunna ekki að meta það að hann hafi dregið hann á lappirnar með því að láta hann syngja lögin sín. Ég held hins vegar að ef Sverrir hefði ekki fengið topp söngvara til að syngja lögin þá hefði þjóðin aldrei kynnst honum og verkum hans.

Fróðleikur dagsins: Betra er að standa á eigin fótum en annarra.

Sláttur hafinn.

HeimsmeistariVegna mikilla anna hefur lítill tími gefist til að blogga. Mikill undirbúningur vegna opins húss í Hamri félagsheimili Þórs sem haldið var á laugardag. Þar var mikið um dýrðir. Það sem mér stóð einna næst var að þá var afhjúpaður verðlaunaskápur með öllum verðlaunum sem pabbi vann sem kraftlyftingamaður á árunum 1979-1991. Sá ,,gamli" var á 50. aldurs ári þegar hann hóf að æfar lyftingar. Varð tvívegis heimsmeistari öldunga 50 ára og eldri og einu sinni silfurhafi í HM.

Allt of langt mál að telja allt það upp sem gert var á opna húsinu en ég bendi á frétt á heimasíðu Þórs þar sem hægt er að lesa allt sem þar var gert.

Hrönn ,,litla" systir og Gústi maðurinn hennar ásamt honum Sævari ,,litla" komu í tvígang í heimsókn um helgina. Þau brugðu land undir fót og komu norður til að vera viðstödd á opnu húsi hjá Þór. Þegar þau svo héldu á heimaslóðir gripu þau græðlingana með sér og ef að líkum lætur eru búið að stinga þessum spýtum niður í frjósama jarðvegin í Njarðvíkurborg.

Leikur hjá karlaliði Þórs á sunnudag. Þeir fengu eyjapeyja í heimsókn. Gestirnir komu og sóttu gull í greipar minna manna og unnu 0-2 sigur. Þótti það helst til sárt í ljósi þess að dæmd voru tvö mörk af mínum mönnum, en svona er boltinn það er ekki alltaf jólin.

Fengum þær mæðgur í heimsókn Jódísi og Huldu. Jódís eða Dísa í mogganum eins og hún er svo oft kölluð varð áttræð í síðustu viku en hélt ekki uppá afmælið sitt. Því brugðum við á það ráð að fá þær í heimsókn og buðum þeim í mat. Grilluðum kjúkling og áttum svo skemmtilegt spjall fram eftir kvöldi. Ekki skemmti það að Hulda skuli hafa komið með en hún hefur verið búsett í Noregi undanfarin 20 ár. Takk fyrir kvöldið Dísa og Hulda.

Hetjan og sláttumaðurinnSláttur er hafinn í Drekagilinu. Dró fram sláttuvélakaggann og renndi yfir grasflötina. Litla hjartað í yngsta barnabarninu með stóra nafnið Jón Páll var vægast sagt hálf smeykur við sláttuvélina. Þótti honum vissara að láta Sölmund frænda halda á sér til þess að tryggja að ekkert færi úr skorðum.  

Þetta eru jú stórhættuleg tæki og vissara að taka enga áhættu. Til að tvítryggja allar varnir tóku þeir félagar garðslönguna og höfðu hjá sér til öryggis ef þeir þyrftu að grípa til varnaraðgerða. Veit svo sem ekki hvaða gagn þeir töldu af slöngunni enda ekki tengd við vatnskranann. Sálrænt hjá þeim félögum. Getur verið að Sölli hafi sjálfur verið hræddur?

Fórum svo í gærkvöld á leik hjá stelpunum okkar. Þær tóku á móti bikarmeisturum KR. KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár. Því áttu allflestir von á auðveldum sigri hjá Vesturbæjarstórveldinu. En annað kom á daginn. Stelpurnar okkar komust í tvígang yfir í leiknum  og voru 2-1 yfir í hálfleik. KR náði svo að jafna og með sannkallaðri meistaraheppni skoruðu þær sigurmarki og unnu 2-3. Stelpurnar okkar áttu t.a.m. skot í þverslá. Þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu verðskuldað alla vega jafntefli. En víst er að mikill uppgangur er í liðinu og þær eru til alls líklegar í sumar. Það sem vakti hvað mesta athygli á leiknum var mikill fjöldi áhorfenda sem hvöttu og stóðu þétt að baki liðsins. Ég segi áfram stelpur í Þór/KA. Fyrir þá sem vilja er hægt að lesa frábæra umfjöllun um leikinn á heimsíðu Þórs sem Sölmundur skrifaði. 

Fróðleikur dagsins: Það eru engar klukkur í spilavítum í Las Vegas.

Grænir fingur...

Græðlingur - græningiKona eins suður með sjó sem er með ja svona græna fingur lagði land undir fót til að bjarga trjám frá förgun og potaði þeim niður garðinn heima hjá sér. Hún frétti því næst að ég hafi verið að láta snyrta hjá mér runnana. Frekar en að vita til þess að afskurðurinn endi í endurvinnslunni ætlar hún að leggja land undir fót og bjarga sprotunum. Þeir eru komnir í fötu vel vökvaði og bíða þess að vera sóttir. Þegar ég fór að tína upp sprotana og setja í fötu fékk ég til þess hjálp frá elsta barnabarninu mínu. Eins og sjá má á myndinni þurfti hún að skoða þessa sprota vel og vandlega áður en þeir fóru í fötuna. Hver veit nema þessi snót eigi eftir að fá græna fingur eins og stór frænka hennar suður með sjó?

Fór í Bogann í gærkvöld og horfði á fyrsta deildarleik Þórs í knattspyrnu á þessari leiktíð. Gestirnir sameinað lið KS/Leifturs sóttu ekki gull í greipar minna manna. Leiknum lauk með sigri minna manna í Þór 3-2.

Svo sem ekki besti knattspyrnuleikur sem ég hef orðið vitni af en sigur samt og það er nákvæmlega það sem öllu máli skiptir. Hvort sigurinn er fallegur eða hvernig spyr engin að..... 3 stig í hús og ég sáttur.

Uppsagnir hafnar í bankageiranum. Kemur mér ekki á óvart. En mér þykir mjög athyglisvert að fylgjast með framvindu mála. Hvaða skýringar ætli þessi jakkaklæddu snyrtipinnar sem aldrei hafa dýpt fingri í kalt vatn segi? Eru þeir búnir að gleyma því sem þeir sögðu í ,,góðærinu" þar sem gróðinn væri komin til að vera? Hverju ætli þeir myndu svara ef þeir yrðu spurðir að því hvort þeir væru ekki til í að skila til baka hluta kaupaukans sem þeir skömmtuðu sér í ,,góðærinu"? Væri það ekki sanngjarnt? Ef þeir eiga græða þegar bankinn græðir, hver á þá að blæða þegar hallar undan fæti - hvernig væri að fá þessa hvítflibba til að svara þeirri spurningu?. Ég veit ekki með ykkur en ég væri til í að rökræða við þá.

Þess vegna ætla ég á opin fund í kvöld þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður aðalgesturinn og yfirskrift fundarins er ,,Þjóðarsátt um velferð". Ég ætla fara og hlusta og hver veit nema maður segi það sem manni býr í brjósti, hver veit?

Pæling dagsins: Af hverju er "skammstöfun" svona langt orð?

Maður dagsins er Sölmundur Karl

Maður dagsins er  alla jafna hæglátur. Ekki skaplaus, getur fokið í hann ef á þarf að halda en fer sparlega með það. Þykir nægjusamur, hefur sterkar skoðanir á lífinu. Einn af hans stórum kostum er að hann getur rökrætt um skoðanir sínar og annarra án þess að álíta sína skoðun þá einu réttu, kann að hlusta.

Þolir illa óréttlæti. Liðin sem hann heldur með leika aðallega í rauðum og hvítum búningum. Ekki nóg með að fótboltaliðin hans eru rauð og hvít heldur er Formúluliðið hans eld rautt.  Hann notar skó nr. 42 ca grannvaxinn og meðal maður á hæð.

Ég endaði bloggfærslu gærdagsins með þessari spurningu ,, Hvað á maður dagsins á morgun og Hildur Vala fyrrum Idol stjarna sameiginlegt?". Engin hefur gert tilraun til þess að svara spurningunni, svo ég bæti örlítið við hana í dag og spyr ,,Hver er maður dagsins í dag og af hverju er hann maður dagsins?".

FeðgarNú þar sem svör eru komin við spurningu dagsins er vel við hæfi að skella inn mynd sem tekin var nú skömmu fyrir hádegið á afmælisdegi stráksins.

Þar sem veður er með ágætasta móti var lambalæri skellt á grillið. Með okkur á myndinni er Elín Alma.

Og þar sem allar gátur dagsins hafa verið leystar er vel við hæfi að benda fólki á að það er heitt á könnunni í Drekagilinu og eitthvað af tertum og brauði á boðstólnum.

Afmælisbarn dagsins er eins og þið kannski vitið ritstjóri á www.politik.is og stýrir þeirri síðu af miklum myndarskap. Af tilefni dagsins setti hann inn ritstjórnargrein . Góð grein hjá kappanum og skora ég á ykkur ágætu bloggarar að fara á síðuna www.politik.is og lesa greinina.

Málsháttur dagsins: Alls staðar er sá nýtur er nokkuð kann

Hvað er svona merkilegt við þennan dag?

Ég verð stundum alveg hringlandi ruglaður á þessum frídögum. Hvað gerðist á uppstigningardag? af hverju er Hvítasunnudagurinn haldin hátíðlegur og af hverju er annar í Hvítasunnu og ......?

Sá stóriKonan mín á alltaf svör við þessum bjána spurningum mínum. Hvað veldur er ég svona andsk... vitlaus eða hún svona ferlega gáfuð? Sennilega sitt lítið af hvoru. Halldór stóri bró leit við í heimsókn í dag ásamt konu og tveimur af elstu börnum sínum. Langt síðan þau hafa öll kíkt. Hann búsettur í stórbænum sem kenndur er við Mosa, dóttir hans og sonur bæði búsett í smábænum sem kenndur er við reyk og vík. Telma sem er elst barna þeirra er lögfræðingurinn í ættinni. Þangað vonast maður til að geta leitað ef að manni verður sótt, já varið ykkur. Sprenglærð skvísa hún Telma og heimsvön enda búið víða erlendis.

Bjarmi er svo miðbarnið. Hann kemur úr ætt þar sem mjög margir hafa lært húsasmíði. Og auðvitað sannast á honum máltækið góða ,,sjaldan fellur smiðurinn langt frá stillansinum" hann er lærður húsasmiður. Yngsta barnið þeirra hann Bjarki Þór varð eftir heima enda getur hann ekki verið þekktur fyrir það að ferðast með mömmu og pabba, iss það gera bara smábörn. En að öllu gamni slepptu gaman að fá þau í heimsókn, takk fyrir og verið velkomin aftur og aftur og aftur og...........

Þá var einnig tengdasonurinn í heimsókn með barnabörnin. Ég sá mér leik á borði og lagði þessa kvikindislegu spurningu fyrir hópinn ,,hvað gerðist á Hvítasunnu?". Þögn sló á hópinn, vandræðaleg þögn ríkti. Talsverður tími leið þar til sá fyrsti þorði að svara ,,ég veit það ekki". Þegar allir höfðu játað að vita ekkert hvað sé svona merkilegt við þennan dag, kom svarið. Frú Margrét vissi það, nema hvað? Það var ekki laust við það að maður hafi verið hálf skömmustulegur.

Í blá lokin já það er farið að vora að nýju svo vonandi þarf ég ekki að moka sólpallinn fyrr en í haust .... þótt allt hafi stefnt í það á föstudagskvöldið.....

Ætla ekki að vera með málshátt dagsins eða slagorð. Þess í stað set ég inn spurningu dagsins, sem hljóðar svo ..... 

,, Hvað á maður dagsins á morgun og Hildur Vala fyrrum Idol stjarna sameiginlegt?".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband