Leita í fréttum mbl.is

Kóngurinn fallinn

Til er máltæki sem segir ,,það sé auðveldara að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í eigin..." Mikið á nú þetta vel við núna. Hef sagt það áður og segi það enn og aftur ,,Kóngurinn er fallinn".

Málsháttur við hæfi: Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi.
mbl.is Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Páll.

En er ekki svolítið til í þessu sem Guðjón er að segja, í stórum dráttum.  Hefur þessi tiltekni dómari verið að skila ylla dæmdum leikjum.  Er ekki til í því að þol hans sé minna og kollega hans??.  Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort það hafi verið haldin fundur í n- bakherbergi´hjá KS'I.  En það er oft sagt margt í hita leiksins.

Einar Vignir Einarsson, 26.5.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Guðjón segist geta staðið við hvert einasta orð sem hann sagði strax eftir leikinn. Ég trúi honum, hann hefur ákveðnar upplýsingar um að lokaðir fundir hafi verið haldnir í bakherbergjum KSÍ um ákveðna leikmenn ÍA.

Spurningarnar eru þessar sem sitja eftir:

Af hverju má gefa ekki knattspyrnuþjálfurum  niðurstöður úr þrekprófi KSÍ?

Af hverju vilja KSÍ menn ekki tjá sig um umrædda bakherbergisfundi ef þetta er kolrangt? 

Af hverju vilja KSÍ menn ekki taka á lélegri umsögn flestra liða á umræddum dómara?

Knattspyrnuforystan er það stórt batterý og það er nú einu sinni svo að félögin sem spila undir merkjum KSÍ greiða þangað stórar fjárhæðir.  Þeir eiga að geta tekið þátt í umræðum um starfsaðferðir þeirrra eigin og kvörtunum íslenskra þjálfara án þess að kæra allann andskotann til aganefndar.

S. Lúther Gestsson

S. Lúther Gestsson, 26.5.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég var á þessum leik og kannski var dómarinn ekki besti maðurinn á vellinum. En ég held að það hafi nú ekki bitnað neitt áberandi meira á Skagamönnum en Keflvíkingum. Og Stefán má nú þakka fyrir að hafa hangið þó þetta lengi inni á vellinum. Hann var sítuðandi sérstaklega í fyrri hálfleik en hélt sér aðeins meira á mottunni í þeim seinni. Og að ætla að segja að fyrra spjaldið hafi ekki átt rétt á sér er auðvitað bara fyndið, en seinna brotið var svona spurning.

Gísli Sigurðsson, 26.5.2008 kl. 19:11

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er deginum ljósara að það eru ekki dómararnir sem tapa leikjum, það gera leikmennirnir inná vellinum.

Ég held að Guðjón þurfi fyrst að standa við sín orð áður en lengra er haldið.

Páll Jóhannesson, 26.5.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Dómarar vinna aldrei leiki og tapa heldur aldrei leikjum, enn þeir stýra leiknum. Vítaspyrnudómur með tilheyrandi brottvísun ef um 6 1/2 mínuta er eftir af leik í stöðunni o-o getur breytt stöðunni í 1-0 og 10 leikmenn á móti 11.

Hvernig getur Guðjón staðið við orð sín Páll ef KSÍ vill ekki svara þessu nema með kæru til aganefndar?

S. Lúther Gestsson, 26.5.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég vill leyfa mér að vera sammála Páli að það voru leikmenn ÍA sem að töpuðu þessum leik með slökum varnarleik. Hins vegar er það deginum ljósara nema að þú hafir horft á einhvern annan leik heldur en ég að Keflvíkingar fengu gefins víti og Stefán Þórðarson var ranglega rekinn út af. Það sem að gerir Guðjón hvassyrtari en ella er kannski ekki af því að þessi tiltekni leikur tapaðist heldur það að viðkomandi dómari er alltaf hlutdrægur gegn Skagamönnum. Þetta er ekki fyrsti og ekki síðasti leikurinn sem að honum tekst að eyðileggja með hlutdrægri dómgæslu.

Við Skagamenn viljum bara vinna á heiðarlegan hátt en einnig tapa á heiðarlegan hátt í heiðarlegum leik. Leikurinn sem var spilaður í gær var hvorki unnin af Keflvíkingum á heiðarlegan hátt né töpuðum við honum í heiðarlegri viðureign. Sem að er synd því að Keflvíkingar eru með það gott lið að þeir þurftu enga hjálp til þess að vinna leikinn. Þeir spiluðu bara miklu betur.

Nú hafa þegar komið þjálfarar tveggja af tólf liða í deildinni og lýst efasemdum um heiðarleika dómara. Ég trúi því ekki að einu viðbrögð KSÍ séu að senda Guðjón í leikbann. Hvernig getur KSÍ haldið áfram með efstu deild þegar tvö af tólf liðum draga heiðarleika dómara í efa. Hvernig geta dómarar sjálfir starfað undir þeim kringumstæðum? Það þarf að hreinsa andrúmsloftið og dómarar verða að stíga niður af þeim ósnertanlega stalli sem að þeir eru á? KSÍ predikar um heiðarlegan leik án fordóma. Nú þarf KSÍ sjálft að sýna það og sanna í verki að starfsmenn þess, dómararnir séu sjálfir heiðarlegir án fordóma og fyrst og fremst starfi sínu vaxnir. Þeir eru nú einu sinni á launum við þetta.

Jóhann Pétur Pétursson, 26.5.2008 kl. 20:14

7 identicon

(Við Skagamenn viljum bara vinna á heiðarlegan)

Jóhann hvar varst þú þegar Keflvíkingar spiluðu á skaganum í fyrra. 

ólafur (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:38

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nei, nei ekki meira af þeim leik. Strák greyjið ætlaði bara að gefa Keflvíkingum boltann enn skoraði óvart framhjá markverði þeirra sem var að pósa fyrir myndavélarnar. Var það ekki einhvernvegin svoleiðis.............

S. Lúther Gestsson, 27.5.2008 kl. 00:59

9 Smámynd: Páll Jóhannesson

Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá sá ég ekki leikinn og ætla mér ekki að reyna leggja mat á hann að neinu leiti, bara alls ekki. Hvenær tapast leikur? á vítum sem andstæðingnum er gefið? eða á misnotuðum dauðafærum? svari hver fyrir sig. En að þætti þjálfarans Guðjóns Þórðarsonar endurtek ég málshátt gærdagsins ,,Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi"

Páll Jóhannesson, 27.5.2008 kl. 10:33

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þessi málsháttur er mjög athyglisverður. Menn segja nú svo margt í hita leiksins. "Fæst orð bera minnstu ábyrgð" Þess vegna er best fyrir mig að fara eftir þeim málshátt, enda hef lítið vit á þessum málum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.5.2008 kl. 11:56

11 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég var á leiknum í Keflavík og sá þetta litla sem sýnt var úr honum í sjónvarpi. Að ætla að reyna að halda því fram að vítið hafi verið gefins er bara hlægilegt, nema að þú meinir að Skagamenn hafi gefið það. Og það er alveg eftir bókinni að leikmaður sem fer í tveggja fóta tæklingu með sólana á undan sér á að fá að minnsta kosti gult ef ekki rautt spjald. Sá sem hann tæklar þarf ekki endilega brotna á báðum fótum til að það þurfi að spjalda fyrir það.

Gísli Sigurðsson, 27.5.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband