Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
30.1.2010 | 00:15
Myndablogg
Dagurinn í dag var alveg tilvalinn til þess að bregða sér af bæ eins og stundum er sagt og njóta veðurblíðunnar. Bjart, stilla og frost og hvert sem litið var mátti finna myndefni.
Fyrsti áningastaður inn við Leirunesti. Vökin við enda flugbrautarinnar tekin að leggja, þ.e. sunnan megin við vegin. Sé horft til norðurs af sama stað er myndavélinni beint að Akureyrarkirkju, sem að margra mati er í hópi fallegustu guðshúsa á landinu enda hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Staðsetning kirkjunnar er einnig einstaklega vel valin að mati manna í dag. En þó skilst manni að þegar ákvörðun um staðsetningu hennar var tekin hafi bæjarbúar ekki verið á einu máli um þessa staðsetningu. Hvað um það í dag eru allir sáttir.
Næst var rúntur tekin ofan við bæinn og ekin gamli Lögmannshlíðarhringurinn. Þar á leiðinni má sjá gamalt fjárhús sem er komið að hruni að því er virðist.
Annað álíka hrörlegt bygging varð á vegi mínu sem ég þó ek mjög oft framhjá en ekki fest á kubb áður. Þessi fjárhús virðast vera u.þ.b. komin að hruni og án efa löngu hætt að þjóna þeim tilgangi sem þeim var ætlað í upphafi. En ljóst er að þau hafa þjónað lengi og gert sitt gagn. Þessi fjárhús eru rétt ofan við ytra Krossanes.
Rétt neðan við er svo komið inná athafnarsvæðið við Krossanes þar sem margvísleg atvinnustarfsemi fer fram. Meðal þess er Aflþynnuverksmiðjan sem nú er komin í gang. Eftir því sem mér skilst mun vera búið að taka í gagnið 16 vélar af 60 að ég held. Þegar upp verður staðið munu vinna þarna milli 80-100 manns. En í tengslum við þessa verksmiðju verða til mörg störf sem sinna verksmiðjunni á margvíslegan hátt.
Svo í kvöld þegar dimma tók, tók tunglið við og bauð upp á smá listasýningu. Þegar stjörnubjart er stilla og frost verður jafnan fallegt um að lítast sérlega ef tunglið er fullt. Það gerðist í kvöld. Ég stökk út með myndavélina og smellti af einni í hendingskasti.
Þessi mynd er tekin úr hlaðinu heima í Drekagilinu.
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Höfuðið skal vera herra allra sinna lima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 12:14
Strákarnir okkar þegar vel gengur - Áfram Ísland
Fyrir mánuði síðan ýmist glöddust menn eða bölvuðu blessuðum/fjandans snjónum sem var kappnóg af hér í bæ. Bæjarbúar fengu ókeypis líkamsrækt við að moka og hreinsa frá útidyrahurðum, ruslatunnum, sumum til ómældrar gremju og öðrum til mikilla gleði. Pælið í því verða pirraður á að vera boðin ókeypis líkamsrækt í kreppunni og það heima.
Í dag er öldin önnur. Engan snjó að finna í bænum að undanskildum ruðningum sem mynduðust þegar stórvirkar vinnuvélar ýttu upp þegar verið var að ryðja götur og bílaplön. Hvað sem því líður. Handboltaæði er runnið á þjóðina. Eftir fyrstu tvo leiki landsliðsins á EM þar sem liðið gerði jafntefli ætlaði allt um koll að keyra. Meiri hluti þjóðarinnar vildi reka Gumma þjálfara, landsliðið ónýtt, allt var á leið til fjandans, þjóðin var skyndilega komin á taugaslakandi lyf til að lifa af. Dolli (Adolf Ingi) varð sér trekk í trekk til skammar með heimskulegum spurningum og athugasemdum. Strákarnir okkar voru allt í einu ekki lengur strákarnir okkar.
Myrkrið var algjört - þjóðin syrgði. En allt í einu og eins og hendi væri veifað fann landsliðið okkar fjölina sína og hrökk í gang. Danir rassskelltir og Rússneski björninn var ekki tekin í bólinu heldur meðan hann hann enn lá í hýði sínu og er nú á heimleið með skottið á milli afturfótanna. Og aftur eins og hendi væri veifað er þjóðin búinn að sturta valíum töflunum niður í wc og hefur nú tekið gleði sína á ný og landsliðið er aftur orðið að STRÁKUNUM OKKAR. Já skrítin þjóð.
Var búinn að lofa að hætta blogga um pólitík, ætla standa við það .... að mestu. Tengdasonurinn komin í prófkjör hjá Samfylkingunni á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninganna sem fram fara í vor. Af því tilefni keypti hann sér auglýsingu í dagskránni og þá þurfti að mynda hann og fjölskylduna. Afraksturinn má sjá í dagskránni. Og hver skildi hafa svo tekið myndirnar, annar sem tengdapabbinn.
Þessar myndir voru svo notaðar.
Jói býður sig fram í 4. sætið og fyrir þá sem geta treyst honum til starfa er bent á að taka þátt í prófkjörinu sem fer fram á föstudag og laugardag. Um er að ræða opið rafrænt prófkjör sem allir geta tekið þátt í og geta kosið í tölvunni heima hjá sér eða mætt í Lárusarhús og kosið þar.
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Frá óhreinni keldu rennur óhreint vatn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 23:37
Stjarna í augum Mömmu GóGó
Aldrei þessu vant þá brá ég mér í bíó með frúnni. Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt eða þannig en, það þykir tíðindum sæta ef ég held úti heilli mynd án þess að dotta. Mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma GÓGÓ sem var fyrir valinu að þessu sinni. Hrein út sagt prýðis mynd. Stórleikur Kristbjargar Kjeld stóð upp úr, þvílík leikkona.
Minningar tengdar henni ömmu minni sálugu, Önnu Ólafsdóttir hrúguðust upp meðan á sýningu stóð og gerir enn. Líkt og Mamma GÓGÓ þjáðist hún amma mín sáluga af þessum skelfilega sjúkdómi, Alzheimer. Fannst ég endur upplifa margt.
Hef áður sagt og segi enn, maður verður dálítið meir með aldrinum. Maður reynir að harka af sér. Á leið heim úr bíó dreifði frúin huga mínum með því að benda mér á og segja ,,sjáðu norðurljósin frábært". Þar með hafði ég ærna ástæðu til að fara út og mynda. Njóta fegurðarinnar. Fátt fallegra en stjörnubjartur himinn, norðurljós og tunglskin, stilla. Þokkalega góð ástæða.
Gott að koma sér úr mestu bæjarljósunum svo þau trufli ekki. Ekki farið langt. Fór út í Krossanesborgir því þar er maður komin í þokkalegt myrkur, ekki algert en í lagi.
Táknrænt. Kvikmyndagerðarmaðurinn og sonurinn var stjarna í augum móður sinnar. Svo má tengja þegar maður talar um stjörnur. Fullyrði að ég var stjarna í augum ömmu minnar. Já klárlega. En þó ekki einn því hún amma mín var þannig gerð að öll hennar barnabörn voru stjörnur í augum hennar.
Hvað um það hér er svo sýnishorn af myndatöku kvöldsins. Hér er horft í átt að Svalbarðsströnd.
Og hér u.b.b. horft í norður.
Lík svo þessu stutta bloggi með erindi úr gömlu lagi sem Ágúst Atlason söng þegar hann var í Nútímabörnum og lagið heitir ,,Vetrarnótt". Erindið verður því að þessu sinni Slagorð dagsins.
Í baksýn fjöllin há
snævi þaktir tindar rísa.
Fögur sjón að sjá
og norðurljósin allt upp lýsa.
Bloggar | Breytt 22.1.2010 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2010 | 00:17
Þar kom að því.....
Loks kom að því að ég gaf mér tíma til stinga niður putta/um á lyklaborð og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er bloggleysið ekki sökum leti heldur anna. Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá okkur Þórsurum og fer mikill tími í að uppfæra heimasíðuna og halda félögum okkar út um allt land og langt út fyrir landsteinanna sem best upplýstum. Það er okkar skilda.
Venjan er sú að i lok desember höldum við Þórsarar sannkallaða hátíð þar sem árið sem er að líða er gert upp. Kjöri á íþróttamanni Þórs er lýst, félagar heiðraðir og látinna félaga minnst, ræðumaður dagsins (sem fólk fær ekki að vita fyrirfram hver er) og árið í heild gert upp. Sannarlega hátíðardagur. Þessi viðburður hefur hlotið nafnið ,,Við áramót".
Til stóð að halda ,,Við áramót" 27. desember en vegna veðurs urðum við að fresta því til 2. janúar. Dagurinn var afar hátíðlegur og margt skemmtilegt til gamans gert. Hápunktur þessa dags er að sjálfsögðu þegar kjöri á íþróttamanni Þórs er lýst. Í ár var það knattspyrnudrottningin Rakel Hönnudóttir sem varð hlutskörpust annað árið í röð. Rakel var einnig kjörin íþróttamaður Akureyrar 2008. Rakel verður því fulltrúi Þórs inn í kjör á íþróttamanni Akureyrar 2009. Rakel er því um leið knattspyrnumaður Þórs 2009.
Körfuboltamaður Þórs 2009 var svo kjörin Linda Hlín Heiðarsdóttir. Linda er alger gullmoli og hefur reynst kvennaliði Þórs gríðarlega vel í gegnum árin. Linda er ekki einvörðungu frábær leikmaður heldur hefur hún látið til sín taka við ýmis önnur verk í þágu félagsins, m.a. stjórnarsetu og annað utan um hald á kvennaliði Þórs.
Tae-kwondomaður Þórs var svo kjörin Björn Heiðar Rúnarsson. Flottur ungur strákur sem er að gera það gott. Ekki einvörðungu er hann snjall í Tae-kwo-do aukin heldur frábær siglingamaður að því að mér er tjáð.
Fyrri þá sem vilja lesa nánar um þennan viðburð bendi ég á heimasíðu Þórs og þar er ítarleg frétt með myndum. Einnig má smella hér og hér til að stytta sér leið.
Hér er svo mynd af Rakel Hönnudóttir íþróttamanni Þórs 2009
Og hér er svo Rakel með körfuboltamanni Þórs Lindu Hlín og Tae-kwo-do manni Þórs Birni Heiðari
Árlega bjóðum við Þórsarar bæjarbúum uppá þrettándagleði þar sem Álfakóngur og Drottning, Tröll, púkar, jólasveinar og alls kyns kynjaverur heimsækja okkur og aðstoða við að kveðja jólin með viðeigandi hætti. Í ár var engin undantekning á þessu. Íþróttafélagið Þór hefur haldið þrettándagleði allar götur frá árinu 1925. Til ársins 1940 var það gert annað hvert ár en frá árinu 1941 hefur það verið gert á hverju ári með þremur undantekningum þó.
Ég hef aðstoðað körfuboltamenn við að skipuleggja þennan viðburð nú í tvö ár og er óhætt að segja að þetta sé afar gefandi og skemmtilegt. Ekki laust við að þetta hafi áhrif í fjölskylduna. Tengdasonurinn var álfakóngur nú annað árið í röð. Frumburðurinn þ.e. Dagbjört var nú álfadrottning svo það var mjög sérstakt að sjá þau hjónin í þessu hlutverki. Gaman. Elsta barnabarnið mitt hún Margrét Birta var í hlutverki púka svo ekki ekki skrítið þótt menn spyrji sig þeirra spurninga ,,hvar endar þetta?". Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og tók mikinn fjölda mynda og fyrir þá sem vilja sjá myndir af skemmtuninni er bent á heimasíðu Þórs eða nota sér flýtileið og smella hér en ef fólk vill lesa fréttin af Þórssíðunni þá smella hér
Álfakóngur og drottning
Margrét Birta púki
Elín Alma vildi halda sig í hæfilegri fjarlægð... leist svona hæfilega á þessar kynjaverur
Tröll
Jólasveinar
Í lokin svo tvær skemmtilegar myndir sem ég tók af þeim jólasveinum sem vættu kverkarnar áður en þeir héldu til fjalla
Og vænan sopa
Nú er bara bíða og sjá hvort Vífilfell vilji ekki kaupa myndir - fín auglýsing
Fótboltinn byrjar að rúlla þessa daganna en í kvöld verður blásið til leiks í Soccerademótinu sem Knattspyrnudómarafélag Norðurlands stendur fyrir. Þangað senda 8 félög 10 lið til keppni. Þór sendir tvö lið þ.e. Þór 1 sem er m.fl. karla og Þór 2 sem er 2.fl. karla. Meira um þetta á www.thorsport.is og www.kdn.is.
Í kvöld hefja svo strákarnir okkar leik í körfuboltanum eftir jólafrí. Þá koma KFÍ menn í heimsókn í íþróttahúsið við Síðuskóla. Við eigum harma að hefna en KFÍ vann fyrri leik liðanna frá því í haust. Meira um þetta á Þórssíðunni þar sem ég hef birt upphitunarpistil smellið hér
Þá er að koma sér í bólið og heimsækja Óla. Í morgunsárið fer ég svo í Hamar að vanda enda föstudagur og hitta félaganna í morgunkaffinu. Þar verða öll heimsins vandamál rædd og leyst.
Þangað til næst: Árið 1896 áttu Bretland og Zanzibar í stríði í 38 mínútur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar