Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg

Dagurinn í dag var alveg tilvalinn til þess að bregða sér af bæ eins og stundum er sagt og njóta veðurblíðunnar. Bjart, stilla og frost og hvert sem litið var mátti finna myndefni.

Frost

Fyrsti áningastaður inn við Leirunesti. Vökin við enda flugbrautarinnar tekin að leggja, þ.e. sunnan megin við vegin. Sé horft til norðurs af sama stað er myndavélinni beint að Akureyrarkirkju, sem að margra mati er í hópi fallegustu guðshúsa á landinu enda hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Staðsetning kirkjunnar er einnig einstaklega vel valin að mati manna í dag. En þó skilst manni að þegar ákvörðun um staðsetningu hennar var tekin hafi bæjarbúar ekki verið á einu máli um þessa staðsetningu. Hvað um það í dag eru allir sáttir. 

Akureyrarkirkja

Næst var rúntur tekin ofan við bæinn og ekin gamli Lögmannshlíðarhringurinn. Þar á leiðinni má sjá gamalt fjárhús sem er komið að hruni að því er virðist. 

Endalok?

Annað álíka hrörlegt bygging varð á vegi mínu sem ég þó ek mjög oft framhjá en ekki fest á kubb áður. Þessi fjárhús virðast vera u.þ.b. komin að hruni og án efa löngu hætt að þjóna þeim tilgangi sem þeim var ætlað í upphafi. En ljóst er að þau hafa þjónað lengi og gert sitt gagn. Þessi fjárhús eru rétt ofan við ytra Krossanes. 

Leiðarlok ??

Rétt neðan við er svo komið inná athafnarsvæðið við Krossanes þar sem margvísleg atvinnustarfsemi fer fram.  Meðal þess er Aflþynnuverksmiðjan sem nú er komin í gang. Eftir því sem mér skilst mun vera búið að taka í gagnið 16 vélar af 60 að ég held. Þegar upp verður staðið munu vinna þarna milli 80-100 manns. En í tengslum við þessa verksmiðju verða til mörg störf  sem sinna verksmiðjunni á margvíslegan hátt. 

 Aflþynnuverksmiðja

Svo í kvöld þegar dimma tók, tók tunglið við og bauð upp á smá listasýningu. Þegar stjörnubjart er stilla og frost verður jafnan fallegt um að lítast sérlega ef tunglið er fullt. Það gerðist í kvöld. Ég stökk út með myndavélina og smellti af einni í hendingskasti. 

Tungl

Þessi mynd er tekin úr hlaðinu heima í Drekagilinu.

Þangað til næst

Málsháttur dagsins:  Höfuðið skal vera herra allra sinna lima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband