Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hart mætir hörðu sagði kerlingin og settist á stein

Aldrei þessu vant þá settist ég fyrir framan sjónvarpið og horfði á fótbolta. Þvílík gargandi snilld. Ekki þarf að fara mörgum orðum um skemmtanagildið þegar FC Barcelona er annars vegar. Þeir tóku Manchester Utd. svo rækilega í kennslustund að það hálfa væri nóg. 2-0 sigur Börsunga var öruggari en tölurnar gefa til kynna. En mikið fjandi hefði verið gaman ef Eiður Smári hefði fengið að taka einhvern þátt í þessu í kvöld. Hann fékk að vísu verðlaunapening um hálsins í leikslok, held ég en að öðru leiti var hann bara áhorfandi eins og Auddi.

Annar stórleikur verður á Akureyrarvelli annað kvöld þegar Stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti Íslandsmeisturum Vals í Pepsi-deild kvenna. Bendi fólki á að hægt er að lesa upphitunarpistil á www.thorsport.is fyrir þá sem hafa áhuga.  Svo vil ég benda fólki á að við verðum með beina netlýsingu frá leiknum á heimasíðu Þórs, nema hvað?

Nú af því að langt líður milli færsla hefur mér láðst að segja ykkur frá því að Stelpurnar léku gegn Fylki um liðna helgi í Árbænum. Sóttu þær þangað 1 stig með því að gera jafntefli gegn heimamönnum  1-1. Auðvitað sendum við sérlegan fréttaritara (Sölmundur Karl) á staðin og settum við inn ítarlega umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs . Áfram Stelpur í Þór/KA

Böddi þjálfari

Á mánudagskvöldið kynnti félagið til sögunnar nýjan þjálfara körfuknattleiksliðs Þórs. Var Böðvar Þórir Kristjánsson ráðin þjálfari. Böðvar er Keflvíkingur en hefur búið á Akureyri til margra ára. Böddi lék í efstu deild bæði með Keflavík og Þór. Frábær leikmaður. Hann hefur nokkra reynslu af því að þjálfa ýmsa flokka og hefur náð góðum árangri. Fréttina um ráðninguna má sjá hér

Meira úr boltanum. Á morgun fer fram leikur Grindavíkur og Þróttar R. í efstu deild karla. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá skemmtilegu staðreynd að tveir af þremur dómurum leiksins eru Þórsarar. Þóroddur Hjaltalín Jr. verður aðaldómari og Eðvarð Eðvarðsson verður aðstoðardómari. Er þetta fyrsti leikur Edda í efstu deild. Bendi fólki á frétt á heimasíðu Þórs þar sem ég skrifaði um þetta í dag. Flottir karlar.

Að öðru leiti gengur lífið sitt vanagang. Palli duglegur, fer í ræktina 3x í viku og út að labba í Kjarnaskóg með frúnni. Hressandi. Labbið gengur vel og sérlega eftir að ég fékk þessa fínu skó sem eru með veltisóla og hjálpar fótafúnum hælbrjóti afskaplega mikið við gönguna. 

 Málsháttur dagsins: Hart mætir hörðu sagði kerlingin og settist á stein


Labbitúr og annar til

Aldrei þessu vant þá brá ég undir mig betri fætinum og fór í göngutúr. Langaði að njóta veðurblíðunnar í fallegu og rólegu umhverfi, án þess að fara langt. Kjarnaskógur er góður staður til þessa. Í þetta sinni þá hafði ég bæði konuna og viðhaldið með. Kjarnaskógur er mikil náttúruperla hér við bæjardyrnar okkar. Fallegar gönguleiðir mikið fuglalíf, leiksvæði fyrir fólk á öllum aldri. Við frúin lögðum saman af stað í gönguna en áður en ég vissi af höfðu leiðir skilið ... að sinni. Palli er ekki sá fljótasti í förum, þökk sé mislukkuðu stigaferðinni forðum daga, en það er allt önnur saga. 

stungin_af.jpg

Frúin tók stóra hringin en ég stytti mér leið og tók hálfan hring. Áður en maður kemur að styttingunni má sjá skemmtilegan vegvísi. Á honum stendur Brennivínsrúnturinn. Þar sem ég var bláedrú lét ég af því að fara þann rúnt að sinni.

brennivinsrunturinn.jpg

Sniðugt.... ekki satt?

kjarnaskogur.jpg

Gönguleiðin er falleg - myndin segir allt sem segja þarf. 

Þegar maður er ríflega hálfnaður hringinn kemur maður að öðru útskoti. Sú leið liggur í átt að Arnarkletti en áður en þangað er komið kemur maður að Kirkjusteini.

kirkjusteinn.jpg

Ótal sinnum hef ég gengið fram hjá á þess að fara og gá.... hvað leynist þarna?

kirkjusteinn_allur.jpg

Kirkjusteinn er ansi stór og myndarlegur steinn sem fyrir margt löngu hefur trúlega fallið úr Arnarkletti. Á efri hluta steinsins er skilti

kirkjusteinn_skilti.jpg

Og þar sem að leiðin að Kirkjusteini er tiltölulega brött þó stutt sé þá er aðstaða til þess að setjast niður og hvíla lúin bein. 

hvildarbekkur.jpg

Í skóginum eru ýmislegt sem gleður augað

fur_uverk.jpg

Og svo endar göngutúrinn seint og um síðir. Og þegar komið er á leiðarenda er að sjálfsögðu rennandi vatn sem þyrstir geta svalað þorsta sínum. Klikkar ekki Íslenska vatnið.

vatnsbol.jpg

Já ágæti lesandi. Hafir þú ekki notið alls þessa sem Kjarnaskógur hefur uppá að bjóða þá láttu verða að því áður en langt um líður. Það er þess virði.

Þar sem að veðrið var svo gott í dag var mikið myndað. Fyrr um daginn fór ég á útsýnispallinn við kapelluna við kirkjugarðinn og tók mynd yfir hluta pollsins og Oddeyrarinnar. Velheppnuð mynd. 

akureyri.jpg

Í kvöld fór ég svo í Krossanesborgir og naut þess að vera meðal fjölskrúðugs fuglalífs. Aldrei að vita nema ég setji inn myndasyrpa frá þeim göngutúr síðar. En lík þessu myndabloggi með einni mynd sem ég tók í kvöld í Krossanesborgum af hvítmáv sem sat á kletti sem lét sér fátt um finnast um ferðalanginn sem réðist inn á þeirra yfirráðasvæði.

Hvítmávur

Fróðleikur dagsins: Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi.


Þvílík stemming

Það var mikið um dýrðir og mikil stemming - allir, mömmur og pabbar, afar og ömmur frænkur og frændur og ............. jebb það var gargandi stuð.

Ég er að tala um hina einu sönnu vorhátíð á Kiðagili. Skralli Trúður tróð upp með pompi og prakt og Heimir Bjarni tók lagið og tryllti lýðinn. Með ólíkindum hvað Skralli eldist vel. Sömu brandararnir ganga ár eftir ár kynslóð eftir kynslóð........... samt er Skralli alltaf eins.

Skralli

 Það var málað og stóru systur máluðu með litla bró. Þetta var hans dagur en allir tóku þátt. 

Listamenn

Og auðvitað var grillað og sumir snæddu eina með næstu öllu af mikilli innlifun og lét hamagagn allt í kringum sig hafa á sig nein áhrif, ekki nokkur. Einn í heiminum meðan pylsan rann hægt og rólega sína leið alla leið ofaní..... ,,allur matur á að fara uppí munn og ofan í maga heyrð það....."

Hot dog

Um kvöldið þ.e. föstudagskvöldið brá ég mér á völlinn. Mínir menn sóttu litla liðið af brekkunni heim í fyrri leik liðanna í sumar. Liðin hafa mæst í tvígang í vetur og höfðu mínir þá sigur í öðrum og jafntefli í hinum. Nú fór svo að mínir menn máttu játa sig sigraða. Hvað um það baráttan heldur áfram og við spyrjum að leikslokum þ.e. í haust.

Í gær var mikið um að vera. Tók mig til og tók grillið í eitt allsherjar þrif. Nokkuð sem maður verður að gera af og til. Stelpurnar okkar í Þór/KA héldu suður yfir heiðar og spiluðu við GRV í Pepsi-deildinni. Þór/KA fór með öruggan 0-3 sigur þar sem Rakel Hönnudóttir skoraði 2 mörk og Mateja Zver 1. Frábært hjá þeim. 

Dagný vinkona okkar og börnin hennar tvö komu svo í grill um kvöldið. Svínið tæklað með stæl. Fín upphitun fyrir Euróvision. Jóhann Guðrún stóð sig með miklu prýði og var landi og þjóð til sóma. Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta mikið betra..........

Norðmenn stóðu uppi sem sigurvegarar gott hjá þeim. En ég segi enn og aftur sem ég hef svo oft sagt áður ,, þetta er eitt allsherjar samráð"

Svo rúllar lífið áfram nýr dagur með nýjum tækifærum.

Fróðleikur dagsins:  Maður að nafni David Atchison var forseti Bandaríkjanna í einn dag árið 1849, og svaf mest allann daginn af sér


Fyrir bloggvininn, og líka ykkur hin

Ágætur bloggvinur minn kvartaði sárann yfir því að ég hafi ekki bloggað um sigur Þórs gegn ÍA í 1. umferð 1. deildar. Hér með geri ég það - í örfáum orðum. Sem sagt Þór vann öruggann sigur á ÍA sl. sunnudag 3-0. Til þess að gera langa sögu stutta bendi ég á umfjöllun á góðri heimasíðu Þórs www.thorsport.is og upphitun fyrir þann leik einnig slatti af myndum sem þið getið séð hér.

Svo fylgir auðvitað mynd með sem félagi minn tók í þeim leik. Áfram Þór alltaf, allstaðar

thor_001.jpg

Ég ætla hins vegar ekkert að blogga um brotlendinguna hjá Stelpunum okkar í 1. umferð 6-1 tap ekki gott en staðreynd. 

En ég ætla hins vegar að segja ykkur frá leik liðsins sem fram fór í gær þegar ÍR kom í heimsókn. Upphitunarpistil má lesa hér og umfjöllun um þann leik hér og ummæli í leikslok hér. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar unnu stærsta sigur sem liðið hefur unnið í efstu deild 11-0. Lokatölur leiksins gefa þó ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. ÍR átti ekki eitt skot sem hitti á mark andstæðinga sinna en Þór/KA átti t.a.m. 7 skot í þverslá. Svo fylgir auðvitað ein mynd sem ég tók á leiknum og sýnir þegar boltinn er á leið í mark ÍR eitt mark Rakelar Hönnudóttir en hún skoraði 4 kvikindi í þessum leik. Áfram Stelpur í Þór/KA

thorka_ir_rakel_skorar.jpg

Svo rúllar lífið sinn vanagang. Sumarið komið aftur eins og einn kunningi minn sagði í 3. eða 4. sinn eins og Skapti Hallgrímsson blaðamaður orðaði það í  Mogganum í dag. 

Fróðleikur dagsins: Margir sjómenn voru með gullhring í eyranu svo hægt væri að borga fyrir almennilega útför þegar þeir dæju

 

 


Maður dagsins er hógvær og hæglátur

Dagurinn er 12. maí 1984 kl. er 10:30 á Höfn í Hornafirði. ,,Palli hringdu í ljósmóðurina ætli sé ekki best að drífa í þessu". Hápunktur móttökuathafnarinnar er náð tæpri klukkustund síðar nákvæmlega kl. 11:18.  3600 gr. (14,4 marka) 53 cm langur ljósir lokkar. Kom hratt í heiminn ekki með neinum látum, hratt og hljóðlátt. Fæddist á fæðingarheimili Hornafjarðar sem var þá staðsett í kjallara elliheimilisins á staðnum.Heldur uppá aldarfjórðungs afmælið sitt í dag með látum.

sollikalli0002.jpg

Í góðærinu buðu sumir upp á skemmti atriði með fyrrum stórstjörnum til að troða upp.... það var svona 2007. Afmælisbarnið í dag býður uppá ríkistjórnarfund á Akureyri í dag, fund með þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar í Lárusarhúsi og fékk allar helstu tónlistarstjörnur dagsins í dag til að troða upp í afmælinu sínu - Eurovision. Eitthvað kosta þessi herleg heit.

Sem barn fór lítið fyrir fyrir honum. Var ekki vanur að troða neinum um tær og gerir ekki enn. Setti sér það markmið sem lítill strákur að verða atvinnumaður í körfubolta NBA og ljúka háskólanámi. Ekki hefur enn draumurinn um atvinnumennsku ræst en kemst þó næst því að því marki að vera atvinnumaður í að skrifa um körfubolta. En draumurinn um háskólapróf er u.þ.b. bil að rætast. Búinn að skila inn B.A. ritgerðinni og bíður nú eftir lokaeinkunninni. Þarf engu að kvíða því allt lítur út fyrir að þar muni hann brillera.

sollikalli0001.jpg

Hann er þekktur fyrir það að tala varlega. Ættingjar og vinir segja gjarnan ,,já Sölli talar ekki af sér". En þegar á reynir og honum þykir ástæða til að láta móðan mása þá getur hann það svo sannarlega. Hans kostur er að hugsa vel og vandlega áður en hann opnar munninn - nokkuð sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. 

Þeir sem þekkja hann best segja hann hæglátan og hógværan og geri ekkert í lífinu með neinu óðagoti. Hvaðan skildi hann hafa þann eiginleika?. Ég vil meina að þetta sé nokkuð sem hann hafi frá pabba sínum....... mér finnst eins og ég sé sá eini sem finnist þetta. Mér finnst eins og fólki finnist yfir höfuð þetta sé eitthvað sem hann hafi frá mömmu sinni.... ætli það ekki bara. Ég á þá bara stórann þátt í öllum hinum kostunum sem ég tel ekki upp hér.

25. afmælisdagur

Má til með að láta fylgja myndir af prinsinum. Tvær frá því að hann var lítill gutti. Tók mig til fletti í gegnum gömul albúm með myndum af honum. Skannaði inn tvær sem sést hér að ofan. Var vart búinn þegar hann mætti í eldhúsið og hóf að fletta í gegnum albúmið. Hann hafði greinilega lúmskt gaman af eins og myndin hér að ofan sýnir. 

Eins og gjarnan þegar einhver í familíunni á afmæli þá fer bakarin hinn eini sanni af stað. Byrjaði á því að baka eina tertu að ósk afmælisbarnsins. Svo var bökuðu önnur fyrir systkinabörnin, svo fyrir pabbann, ömmu og afa vini og aðra vandamenn og þegar upp er staðið er til nóg handa öllum. 

Í dag er opið hús í Drekagilinu frá morgni og langt fram á kvöld. Frú Margrét hefur svo sannarlega séð til þess að nóg er til handa öllum og ríflega það.

Til hamingju með afmælið Sölmundur Karl

Fróðleikur dagsins: Abraham Lincoln var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1860. John F. Kennedy var kjörinn forseti árið 1960


Músagangur í veðrinu

Þegar kisi skreppur að heiman nota mýsnar tækifærið og gera sér glaðan dag. Þannig lætur láta þessasr tvær árstíðir sem nú mætast vorið að víkja og sumarið hægt og bítandi að taka völdin. En á hverju ári kemur smá bakslag, það kólnar. En svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera. Við búum á Íslandi.

Í dag skruppum við ,,gamla" settið í skólann, heimsóttum bekkinn hennar Elínar þar sem verið var að kynna hópavinnu. Einskonar sveitaþema. Gaman að fylgjast með barnabörnunum. Elín var afar stolt og ánægð að fá afa og ömmu í heimsókn og ekki skemmdi að hafa líka mömmu næg athygli. Eitt af því sem hún var svo stolt af að sýna var blómapottur þar sem hún hafði sett fræ af sumarblómi í. Verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú styttist óðfluga eins og óðfluga í að boltinn fari að rúlla. Stelpurnar okkar hefja leik á laugardag þegar þær halda suður yfir heiðar og sækja Breiðablik heima í Kópavoginn. Verður gaman að sjá hvernig fer. Stutt er síðan Stelpurnar okkar slógu út lið Breiðablik í Lengjubikarnum og má fullvíst telja að Blikar hugi á hefndir.

Á sunnudag hefja svo strákarnir leik þegar þeir fá Skagamenn í heimsókn í Bogann. Ætli Skagamenn söngli lagið ,,Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin í leikslok? ekki gott að segja en við bíðum og sjáum til 

Langar að benda ykkur á að ég hef sett inn nýjar myndir á flickr síðuna. Læt þetta nægja að sinni, en ég kem aftur það getið þið bókað.

Málsháttur dagsins: Sá sem alltaf gengur í bestu fötunum sínum á ekki spariföt


Yndislegt líf

Laugardagur til lukku! Ég sagði ykkur frá því fyrr í vikunni á mjög svo hlédrægan og hógværan hátt að Stelpurnar okkar í Þór/KA hefðu tryggt sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins með sigri á Breiðablik. Í gær léku þær svo til úrslita gegn Stjörnunni. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu sætan 2-3 sigur og þar með er fyrsti stóri titilinn í húsi hjá liðinu. Ég gat ekki verið á leiknum en Sölmundur fór með liðinu og skrifaði fína umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs www.thorsport.is einnig er hægt að lesa ummæli þjálfara og leikmanna í leikslok. Hér má sjá mynd af liðinu sem félagi okkar Hafliði Breiðfjörð sem vinnur fyrir www.fotbolta.net. Takk fyrir Hafliði.

Lengjubikarmeistarar Þór/KA

Að sjálfsögðu var slegið upp lítilli veislu um niðnætti þegar þessar elskur komu í bæinn. Kaffi, coke og pizzur. Þeim voru færðar rósir við komuna, eitt og eitt gleðitár féll með faðmi og tilheyrandi. Hér er svo mynd sem ég tók í myrkrinu af þessum elskum við heimkomuna þar má sjá Hannes Kristjánsson stjórnarmann færa stúlkunum rósir. Til hamingju stelpur.

Lengjubikarmeistarar Þór/KA

Við feðgar segjum að dagurinn hafi verið fullkomnaður, Sölli gladdist einnig yfir sigri sinna manna á Englandi. Það gerði ég einnig þar sem Man City vann líka góðan sigur. Yndislegt.

Heyrði granna minn syngja ,,vorið er komið og grundirnar gróa.......". Lóan er komin og allt það. Veðrið búið að vera yndislegt og ekki bara að vorið sé komið ég syng og raula með sjálfum mér ,, sumarið eri tíminn........". 

Lending

Já og svo halda vorverkin áfram. Maður horfir á hvernig lí færist í gróður, blóm, fugla, geitunga og allur pakkinn. Þetta er yndislegt þótt einhverir eigi eftir að pirrast á litlum sætum býflugum og geitungum. En þær Margrét Birta og Elín Alma spurðu um daginn ,,afi tínum við ekki aftur ber í garðinum í sumar?". Þær eru að tala um rifsberin. 

Pása

 Ég líka

Auðvitað kemur sá tími (Eins og hjá Jóhönnu) og hann kemur fyrr en mann grunar, ef ekki þá værum við ekki í góðum málum. 

Fróðleikur dagsins: Reynsla er nokkuð sem maður fær ekki fyrr en eftir að maður þarf á henni að halda


Snilldar stelpur og .....

Það verður að segjast eins og það er ,,klúður". Auðvitað hefði ég átt að vera búinn að blogga um þetta fyrr, að sjálfsögðu. Öðru vísi mér áður brá hefði einhver sagt. Ég er að tala um Stelpurnar okkar. Þær léku á þriðjudaginn í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu gegn Breiðabliki. Verð að játa að fyrirfram var ég kvíðin. Nokkuð vantaði í hópinn okkar. En þegar á hólminn kom ráku stelpurnar allar áhyggjur ofaní kok á mér og fleiru með því að slá Blika úr keppninni. Þar með tryggðu þær sér sæti í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Það var ósvikin gleði hjá þeim í leikslok. Fyrsta skipti sem þær taka þátt í A- deild Lengjubikarsins og beina leið í úrslit. Algerlega frábært. Ég lofaði að vera með myndavélin á lofti og sjáið fögnuðinn - ósvikinn, ekki satt?

lengjan_blikar02.jpg

Á morgun laugardaginn 2. maí verður leikið til úrslita. Sá leikur verður í Kórnum í Kópavogi. Ekki á ég kost á því að vera á leiknum, en ég sendi einn fréttaritara með liðinu. Sölli fer með þeim og skrifar um leikinn. 

Veðrið hefur leikið við okkur að undanförnu. Eins og Gunnar bloggvinur minn sagði þá eru það við aðstæður eins og á Akureyri og fleiri stöðum þar sem fjallasýn er þá sér maður vorið koma á annan hátt en ella. 

Hallandsnes

Handan fjarðarins gengt bænum séð frá bryggjunni niður við Strýtu má sjá Hallandsnes. Þennan bæ áttu föður afi minn og amma þau Hjálmar og Ólöf. Þarna bjó lengi pabbi og hefur maður heyrt nokkuð af sögum þaðan m.a. af mörgum af hans prakkarastrikum, þar sem langafi (Berti í kofanum) varð fyrir.  

Krummi krúnkar úti..

Þar sem ég myndaði niður við fjöru bak við frystigeymslu Strýtu vakti yfir mér Krummi sem vildi greinilega hafa á því gætur að aðkomumaður færi ekki þar um eftirlitslaust, enda engin ástæða til. 

Rúntur með barnabörnin upp í hesthúsahverfi. ,,Afi hvað er þetta risa stóra sem hangir niður úr þessum hesti". Við tók fræðsla sem ég hélt að ég væri laus við enda afi núna. En hvað um það þau vita allt um þetta núna.

hestar.jpg

 Margrét Birta var öryggið uppmálað og rauk í hestana, klappaði og spjallaði við þá. Elín Alma ekki alveg eins örugg, hélt sig í hæfilegri fjarlægð. Betra fara rólega. Aftur á móti var ekki nokkur leið að fá strákinn úr út bílnum ,,afi Jón Páll bíða hér". Hann beið.

Á heimleiðinni var komið við í Mjólkursamlaginu og heilsað upp á Auðhumlu. Listaverk í hlaðinu af mjaltakonu sem er að mjólka kú. Skemmtilegt verk og gaman að mynda.

Auðhumla

Og svo var brugðið á leik...

Brugðið á leik

 Og horft í átt að Súlum sem skörtuðu sínu fegursta og svo var haldið heim á leið.

Súlur

Hafist var handa strax við heimkomu við að hræra vöffludeig. Þetta verður ekki betra, eða er það?

Fróðleikur dagsins: Sumt fólk talar í svefni, jafnvel þegar það sefur.

 


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband