Leita í fréttum mbl.is

Maður dagsins er hógvær og hæglátur

Dagurinn er 12. maí 1984 kl. er 10:30 á Höfn í Hornafirði. ,,Palli hringdu í ljósmóðurina ætli sé ekki best að drífa í þessu". Hápunktur móttökuathafnarinnar er náð tæpri klukkustund síðar nákvæmlega kl. 11:18.  3600 gr. (14,4 marka) 53 cm langur ljósir lokkar. Kom hratt í heiminn ekki með neinum látum, hratt og hljóðlátt. Fæddist á fæðingarheimili Hornafjarðar sem var þá staðsett í kjallara elliheimilisins á staðnum.Heldur uppá aldarfjórðungs afmælið sitt í dag með látum.

sollikalli0002.jpg

Í góðærinu buðu sumir upp á skemmti atriði með fyrrum stórstjörnum til að troða upp.... það var svona 2007. Afmælisbarnið í dag býður uppá ríkistjórnarfund á Akureyri í dag, fund með þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar í Lárusarhúsi og fékk allar helstu tónlistarstjörnur dagsins í dag til að troða upp í afmælinu sínu - Eurovision. Eitthvað kosta þessi herleg heit.

Sem barn fór lítið fyrir fyrir honum. Var ekki vanur að troða neinum um tær og gerir ekki enn. Setti sér það markmið sem lítill strákur að verða atvinnumaður í körfubolta NBA og ljúka háskólanámi. Ekki hefur enn draumurinn um atvinnumennsku ræst en kemst þó næst því að því marki að vera atvinnumaður í að skrifa um körfubolta. En draumurinn um háskólapróf er u.þ.b. bil að rætast. Búinn að skila inn B.A. ritgerðinni og bíður nú eftir lokaeinkunninni. Þarf engu að kvíða því allt lítur út fyrir að þar muni hann brillera.

sollikalli0001.jpg

Hann er þekktur fyrir það að tala varlega. Ættingjar og vinir segja gjarnan ,,já Sölli talar ekki af sér". En þegar á reynir og honum þykir ástæða til að láta móðan mása þá getur hann það svo sannarlega. Hans kostur er að hugsa vel og vandlega áður en hann opnar munninn - nokkuð sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. 

Þeir sem þekkja hann best segja hann hæglátan og hógværan og geri ekkert í lífinu með neinu óðagoti. Hvaðan skildi hann hafa þann eiginleika?. Ég vil meina að þetta sé nokkuð sem hann hafi frá pabba sínum....... mér finnst eins og ég sé sá eini sem finnist þetta. Mér finnst eins og fólki finnist yfir höfuð þetta sé eitthvað sem hann hafi frá mömmu sinni.... ætli það ekki bara. Ég á þá bara stórann þátt í öllum hinum kostunum sem ég tel ekki upp hér.

25. afmælisdagur

Má til með að láta fylgja myndir af prinsinum. Tvær frá því að hann var lítill gutti. Tók mig til fletti í gegnum gömul albúm með myndum af honum. Skannaði inn tvær sem sést hér að ofan. Var vart búinn þegar hann mætti í eldhúsið og hóf að fletta í gegnum albúmið. Hann hafði greinilega lúmskt gaman af eins og myndin hér að ofan sýnir. 

Eins og gjarnan þegar einhver í familíunni á afmæli þá fer bakarin hinn eini sanni af stað. Byrjaði á því að baka eina tertu að ósk afmælisbarnsins. Svo var bökuðu önnur fyrir systkinabörnin, svo fyrir pabbann, ömmu og afa vini og aðra vandamenn og þegar upp er staðið er til nóg handa öllum. 

Í dag er opið hús í Drekagilinu frá morgni og langt fram á kvöld. Frú Margrét hefur svo sannarlega séð til þess að nóg er til handa öllum og ríflega það.

Til hamingju með afmælið Sölmundur Karl

Fróðleikur dagsins: Abraham Lincoln var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1860. John F. Kennedy var kjörinn forseti árið 1960


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með drenginn. Við afi hans mætum í kaffi með hamingjuóskirnar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.5.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með strákinn  Nokkuð viss eins og þú segir að hógværð og lítillæti kemur ekki án efa úr okkar ætt Eigið lúfan dag

Hrönn Jóhannesdóttir, 12.5.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Margith Eysturtún

Til hamingju með hann . Kveðjur frá okkur í Danmörk

Margith Eysturtún, 12.5.2009 kl. 13:58

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Skemmtileg stutt yfirferð, auðvitað eru þetta allt pabbastrákar Palli. Við leyfum bara mömmunum að eigna sér þetta:)

Heyrðu,  vissirðu að Þór vann ÍA? Hvergi minnst á það, er kannski Sölmundur KA maður?

S. Lúther Gestsson, 12.5.2009 kl. 14:17

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Aaaaa Lúther minn Sölmundur er grjótharður Þórsari. Hvergi minnst á Þór - ÍA lestu þetta skrifað á heimasíðu Þórs. Ég og ungur og efnilegur penni skrifum um karlaboltann hjá Þór. Ég og Sölmundur skrifum um kvennaboltann. Svo bara til fróðleiks þá er Sölmundur fréttaritari www.fotbolti.net og skrifar um alla leiki Þórs og kvennaliðsins þar.

En takk fyrir að minnast á að Þór vann ÍA það var mjög gaman.

Páll Jóhannesson, 12.5.2009 kl. 14:34

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Heimasíðu Þórs les ég  ca 2 í viku, fannst bara skrítið að ekkert væri bloggið komið.

S. Lúther Gestsson, 12.5.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband