Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kerlingamynd skal það vera minn kæri...

Við feðgarnir þ.e. ég og sá fullorðni settumst saman niður fyrir framan sjónavarpið og horfðum á leik Manchester City og Arsenal. Fyrir leikinn hafði City ekki tapað leik á heimavelli það sem af er leiktíð, á því varð breyting í dag, því miður. Svo sem engin skömm að tapa fyrir Arsenal sem er klárlega lang besta liðið á Englandi í dag. Alla vega hlýtur það að vera fyrst þeir náðu að vinna City. Fyrir leik ákváðum við að halda friðinn hvernig sem færi því sá fullorðni heldur með Arsenal, já ég veit þetta er lélegt uppeldi hjá mér og ég tek þetta á mig, Sorrý.

Snjó heldur áfram að kyngja niður sem aldrei fyrr. Hefur maður vart undan að moka og hreins frá útidyrunum. En ekki tjóir að væla yfir þessu. Maður býr jú á Íslandi, landi elds og ísa þótt ekki sjáist mikill eldur nema um áramótin. Svo er nú einu sinni febrúar og þetta er bara allt í himna lagi. En nú fá loksins ,,vinir" mínir flutningabílstjórarnir ástæðu til að járna þessar blikkbeljur sínar Wink

Af lestri Staksteina í gær og dag má ráða að skjálftavakin sé hafin hjá áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins, nema hvað? Sjallarnir tapa, fylgið hrynur og Samfó orðin stærri samkvæmt skoðanaankönnunum, af hverju? Gæti verið að fólki sé loksins misboðið? En í bland kannski bara vegna þess að Samfó vinnur heiðarlegra og betur.... skildi þó ekki vera? ég er ekki í vafa Smile

Las frétt þar sem sagt var frá að ökumaður hafi verið tekin á 137 km hraða á Hellisheiði í hálku.... hvort sem það var hálka eður ei, dómgreindarleysi.

Skammt er stórra högga á milli hjá kappanum. Fer nefnilega sjaldan í bíó. Fór fyrir réttri viku og sá Brúðkaup sem reyndist hinn besta skemmtun. Lét undan þrýstingi og ætla drífa mig í bíó í kvöld með minni ekta frú og vinkonu okkar. Veit ekkert hvað á að sjá, en fékk þá tilkynningu að um væri að ræða ,,kellingamynd" eins og kona mín sagði orðrétt.

Málsháttur dagsins: Það er ekki allt lofsvert sem heimskir hæla.

Aldrei salt takk fyrir - ALDREI.

Atvinnubílstjórar (flutningabíla) kvarta sárann yfir því að þurfa setja keðjur undir bílana áður en ekið er í gegnum Akureyrarbæ. Þeir kvarta sárann yfir hálku á götum bæjarins og vilja láta salta göturnar svo þeir geti farið í gegn án þess að setja járnin undir, ja hérna - heyr og endemi. Ég vona að hér verði aldrei tekið upp þessi ósiður að salta götur bæjarins - ALDREI. Ég skora á þessa bílstjóra að haga bara akstri eftir aðstæðum og aka rólega í gegnum bæinn. Ekki er Akureyrarbær það stór að það geti sett stórt strik í vinnuplan þeirra að ef þeir aka eins og menn í gegnum bæinn. Svo eitt heillaráð í lokin - þeir eins og við öll hin, ættum að stinga farsíma helv... niður í vasann meðan á akstri stendur.

Þótti svolítið skondið að heyra Gest Einar lesa upp úr blöðunum í morgun þegar hann sagði eitthvað á þessa leið ,,Hér stendur í 24 (blaðinu) að u.þ.b. 30 bílar hverfa sporlaust á hverju ári..." Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei vita til þess að bílar skilji eftir sig fótspor.... minn bíll skilur eftir sig hjólför - hvað með ykkar bíl?

Ég óskapaðist bísnarinnar öll yfir morgun kaffinu með konunni um að hvers vegna í ands.... allir þessir lottóvinningar sem hafa fallið Akureyringum í skaut á undanförnum vikum, en engin hjá mér. Konan leit á mig og sagði ,,hættu þessu væli maður og keyptu þér miða og þá skal ég hlusta á þetta væl í þér....."

Ég varð undir. Hélt út úr húsi og fór niður í Hamar félagsheimili Þórs enda föstudagur og þar hittist hópur Þórsara á hverjum föstudegi, málin rædd og leyst, drukkið kaffi, tippað, drukkið meira kaffi, hlegið, skipst á sögum línurnar lagðar. Þessar stundir eru gulls ígildi alger snilld.

Málsháttur dagsins: Margur hleypur langt fyrir lítinn ávinning.

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

232 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband