Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fullkomin daqur

Ekkert smá grobbinn.Óhætt að fullyrða að þessi dagur er nánast fullkomin hjá mér. Verð samt að játa að ég var talsvert stressaður þegar ég settist niður til þess að horfa á leik Manchester liðanna Utd. og City. Er þetta síðari viðureign þessara liða á þessari leiktíð. City menn unnu fyrri leikinn 1-0 og flestir veðjuðu á sigur litla liðsins í Utd. Stressið hjá mér reynist óþarft með öllu. Manchester City kom sá og sigraði granna sína afar sanngjarnt 1-2. Sigurinn var eins og ég sagði sanngjarn og er greinilegt að City menn eru að ná sér á skrið eftir frekar dapurt gengi í undanförnum leikjum. En ég tek undir orðs félaga míns sem ég hitti á körfuboltaleik í dag, sem jafnfram heldur með Utd. hann sagði ,, mínir menn mættu bara ofjörlum sínum í dag" góður.

Strax að loknum leik Manchester liðanna fórum við feðgar ásamt Jóhanni tengdasyni upp í íþróttahúsið við Síðuskóla og horfðum á okkar menn vinna sætan sigur í liði Stjörnunnar úr Garðabæ. Þór tefldi fram nýjum erlendum leikmanni Robert Reed að nafni sem er enskur landsliðsmaður. Stór og sterkur strákur sem trónir 210 cm upp í loftið þegar hann stendur í báða fæturna. Flottur leikur hjá mínum mönnum og við þokum okkur upp stigatöfluna.

Strax að leik loknum brunuðum við í Lönguhlíðina þar sem boðið var upp á kjötbuff með spæleggjum og öllu því sem við á að eta. Frábær matur eins og von og vísa er þegar Dagbjört og Jóhann eiga hluta að máli, takk fyrir mig.

Gærkvöldið rólegt, Spaugstofan klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Laugardagslögin, svona lala. Sáttur við að lagið hennar Svölu skildi detta út enda drepleiðinlegt. Kvöldið hefði fullkomnast ef lagið hans Barða hefði líka dottið út, drottinn minn dýri, kræstur hvað það sökkar feitt.

Niðurtalningin heldur áfram, spenningurinn eykst og London ......

Fróðleikur dagsins: Ferdie Adoboe setti heimsmet þann 28. júlí 1983 þegar hann hljóp 100 metrana á 12,8 sekúndum… afturábak.

Sanngjarn sigur

Fátt kom á óvart í þessum leik grannanna - City vann sanngjarnan sigur - tær snilld.
mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á engin að axla ábyrgð

Hvers konar endemis bull og vitleysa er þetta eiginlega? Varla hefur nokkrum heilvita manni dottið í hug að klúðrið í kringum REI bullið kalli á að menn axli ábyrgð, ég á bara ekki til eitt einasta orð.

Eins og sannir pólitíkusar þá bara segja menn ,,við lærðum að þessu og látum þetta aldrei koma fyrir aftur" Málið steindautt og nú er bara vona að hinn sauðsvarti almenningur steingleymi því að þetta hafi nokkurn tíman átt sér stað og allir sáttir.

Að gefnu tilefni: Séð allt, gert allt, man ekki helminginn af því.
mbl.is „REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túlka þarf herra Ólaf F. Magnússon

Vildi að ég hefði tök á því að spyrja Ólaf F. Magnússon borgarstjóra að því hvaða sem hann lét falla í umræðunni hafi verið mistúlkuð?.

Mistúlkuð! - á yfir höfuð að þurfa túlka þau orð sem hann lætur falla?. Á hann sem stjórnmálamaður, borgarstjóri ekki að tala skýrt og skorinort þannig að menn viti hverju sinni hvað hann er að segja/meina? Af hverju á að þurfa skoða ummæli hans í einhverju sérstöku ljósi hvað aðrir gera, meina, segja og áttu að hafa gert eitthvað eða ekki neitt, hugsanlega.

Á þessum fyrstu dögum Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra og vinnubrögðum meirihluta borgarinnar er greinilegt að núverandi borgarstjórnarmeirihluti er eitt mesta aðhlátursefni seinni ára. Samkvæmt þessu þarf heila herdeild til þessa að túlka orð starfandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Það er í sjálfu sér ágæt - og atvinnuskapandi, nægt efni fyrir Spaugstofuna enda kunna þeir best allra að túlka orð þessara trúða.

Slagorð dagsins: Þar sem hafið er dýpst (11, 034 km) tæki það járnkúlu rúma klukkustund að sökkva til botns.
mbl.is Ólafur segir orð sín vera mistúlkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldin ein

Snilldin ein og ekkert annað. Hér er leikmaður sem er í fremstu röð og vex með hverjum leiknum sem líður. Fagna því mjög að hann sé ekki með hugann við nein önnur lið, enda í góðum klúbbi.

Fróðleikur dagsins: Rani fíls getur geymt fimm lítra af vatni.
mbl.is Richards gerir 5 ára samning við City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur! til hamingju

Karlar eiga tvöfalt fleiri bíla en konur, og karlar þeir eiga helmingi fleiri jeppa en konur. Aftur á móti eiga konur helmingi fleiri smábíla en karla t.d. Yaris og álíka. ,,Enn eitt dæmið um yfirgang karla" sagði kunningja kona ein við mig ,,karlarnir kaupa flotta bíla handa sér og smábíl handa konunni týpískur yfirgangur, þessu þarf að snúa við, kunningjakona mín var hneyksluð".

Aftur á móti sagði ég við þessa ágætu konu ,,nú ég sé þetta allt öðrum augum en þú. Mér sýnist þetta enn eitt dæmið um hagsýni kvenna þær vita manna best að það er engin þörf á því að eiga jeppa á Íslandi. Á Íslandi er ekkert bæjarfélag með svo háar hraðahindranir að það þurfi jeppa til að komast leiðar sinnar. Og sannast ekki í þessu það sem stundum er sagt að eini munurinn á konum og körlum sé verðmiðinn á leikföngunum? Í mínum huga er þessi staðreynd bara sigur fyrir konur og ég segi bara til hamingju konur.

Á toppnum.Búið að vera mikið fjör hér í Drekagilinu í dag. Þær systur Margrét Birta og Elín Alma enda vetrarfrí í skólanum. Eftir mikið sykur át í gær vegna alls þess sælgætis sem þær innbyrgðu kom hressilega fram á þeim í dag. Því var afar nauðsýnlegt að henda þeim út og láta þær leika sér í snjónum og þreyta þær hressilega fyrir nætursvefninn.

Þar sem talsvert hefur snjóað hér þá bregður svo við að bílaplanið hefur verið rutt í tvígang á undanförnum tveimur vikum. Snjónum er rutt á lítið opið miðsvæði milli húsanna og er orðin hinn myndarlegasti snjóskafl sem teygir sig hærra og hærra til himins. Ef fram heldur sem horfir mun hann verða á stærð við meðalfjall í Danmörku, áður en langt um líður. 

SalibunaFór svo að dömurnar voru fljótar að detta inn í draumalandið. Afi þurfti ekki að lesa margar bækur. Kannski eins gott því að oftar en ekki er staðreyndin sú að lesarinn er farin að dotta langt á undan krökkunum, sem gjarnan segja ,,afi af hverju heldur þú ekki áfram?.

Ef að líkum lætur þá munu þær rífa sig upp fyrir allar aldir til þess að missa ekki af föstudagskaffinu í Hamri með afa, þá verður fjör. Þar sem myndirnar sem fylgja þessari færslu og voru teknar í dag virðast hálf óskýrar, er gott að smella á myndirnar og þá birtast þær stærri og skýrari, ekki þó Jóhannes skýrari Wink 

Horfði á Kastljósið í kvöld þar sem Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sátu fyrir svörum hjá Sigmari vegna skýrslunnar sem stýrihópurinn birti um klúðrið í kringu Rei og alla þá vitleysu. Eftir að hafa heyrt skýringu þessara tveggja pólitíkusa um skýrsluna hlýtur borgarbúum að vera enn meira misboðið en áður. Svandís og Vilhjálmur opinberuðu með óyggjandi hætti að þau eru bæði jafn siðspillt og hafa tekið ákvörðun um að vera sammála um að engin beri ábyrgð, menn hafi lært af þessu klúðri, þeim hafi ekki verið ætlað að leggja dóm á einstaka menn. Ef borgarbúar rísa ekki upp og krefjast þess að allt þetta fólk taki pokann sinn og gangi út, þá er borgarbúum engin vorkunn að sitja uppi með þessa borgarstjórn sem siglir stjórnlaust eins og sökkvandi skip, án þess að senda út Mayday, mayday.

Enn kyngir niður snjó suður með sjó, eða á maður að segja ,,enn kyngir niður snjó suður með snjó?" Gott til þess að vita að ,,litla" systir er alin upp við snjó hér norðan heiða svo vonandi þolir hún þetta álag betur en margur, vonandi. Alla vega styttist í að hún ásamt fleirum fljúgi á vit ævintýranna og vonandi að guð og lukkan gefi að þar taki veðurguðirnir ekki upp á neinu óvæntu.

En niðurtalningin heldur áfram og spenningurinn eykst, nema hvað?

Málsháttur dagsins: Sá verður út undan sem fjærstur situr fati.

Allir hlægja á öskudaginn.....

Öskudagur 2008Allir hlægja á öskudaginn ó mér finnst svo gaman þá........ Hver man ekki eftir þessu? Ég gerðist bílstjóri hjá Galdranorn og Engli. Með þeim var svo persóna sem ég er ekki alveg viss um hver var en leikin af stóru frænku. Svolítið furðuleg blanda þ.e. galdranorn og engill. Afa stelpurnar Margrét Birta og Elín Alma mynduðu lið með stóru frænku sinni henni Ólínu. Ég hafði gaman af því að elda þær um bæinn og fylgjast með.

Öskudagur nútímans hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að ég var lítill. Þá tíðkaðist að hver hópur væri allt að 10-20 krakkar í hópi og svo var kjörin forystu sauður sem fór fyrir hópnum. Æfingar gátu staðið yfir í 3-4 vikur. Á prógramminu voru 10 lög hið minnsta. Bærinn var þá að vísu talsvert mikið minni en í dag og þá labbaði hópurinn milli fyrirtækja og verslana engum var keyrt.

Nammi, nammÍ dag virðist mottóið vera að hafa hópana sem minnsta helst ekki fleiri en 4 í hóp. Af hverju? jú það gefur meira nammi í aðra höndina. Man ekki hvað við vorum að fá mikið nammi fyrir u.þ.b. 40 árum, en trúlega talsvert mikið minna en gengur og gerist í dag.

Þegar við ,,gamla" settið komum svo heim með skvísurnar var sest niður og farið að flokka nammið niður og skipta. Allt sett fyrst á vigtina svona til gamans og sjá hvað hópurinn bar úr bítum.... hvað haldið þið? 6.9 kg á þennan þriggja krakka hóp sem sagt 2,3 kg á haus, ekki ónýtt það.

Sykursjokk trúlega á mörgum heimilum í kvöld og einhverjir krakkar dálítið mikið örir eða allt að því ofvirkir. Þess vegna þakka ég guði fyrir það að mín annars dásamlegu barnabörn eru ekki hjá mér þegar kemur að því að koma þeim í draumalandið.

Aaaa, nammiVetrarfrí á morgun og á föstudag svo að þá verða þær systur hér hjá ömmu og afa. Þá verður mikið fjör og mikið gaman. Eitt af því fyrsta sem þær systur tóku eftir og þóttu mikið til koma vegna þessa vetrarfrí var að það er frí á föstudegi. Hvað skildi það þýða? Þeim systrum þykir nefnilega mikið til koma þegar þær fá að fara með afa í morgunkaffi í Hamar félagsheimili Þórs. Þegar hægt er að koma því við þá hef ég haft það fyrir sið að taka þær með, það þykir þeim afar mikið sport.

Ég mun því klárlega taka með mér myndavélina og smella af þeim myndum og setja á bloggið á föstudag. Annars lítið annað sem gerðist í dag sem hafandi er orð á. En í lokin kannski að benda ykkur á sem hafa áhuga þá er ég búinn að opna flickr síðu og þar mun ég setja inn valdar myndir slóðin er http://www.flickr.com/photos/pallijo 

Og enn heldur niðurtalningin áfram, ekki satt Hrönn?

Málsháttur dagsins: Því fallega skal blanda við það nytsamlega.

Afi hvar er túkallinn?

Sprengidagur= yndislegur dagur. Saltket og baunir og túkall. Hér í Drekagilinu var etið mikið af salketi og baunum, rófum og jarðeplum. Tær snilld. Reyndar voru barnabörnin ekkert yfir sig ánægð með þennan sér íslenska mat. Þegar þau heyrðu afa segja aftur og aftur ,,saltkjöt og baunir - túkall" spurðu þær hvort þær gætu ekki bara fengið Túkallinn?. Morgundagurinn = öskudagurinn verður ekki síðri verð mikið á ferðinni og fylgist með bófaflokkum og öðrum kynjaverum spássera um bæinn. Þetta fær mann til að rifja upp ,,gamla" og góða daga. Og rúsínan í pylsuendanum = upphitaðar baunir fátt toppar það.

Annars er fátt að gerast sem hægt er að skúbba. Ameríka skelfur og bíður átekta um hverjir verða hlutskarpastir úr forkosningunum til forseta framboðs þeirra. Vona að bandaríska þjóðin verði heppnari með næsta forseta en þann sem nú situr við völd.

Kolbrún Halldórsdóttir vinstri græn vill banna að menn greiði fyrir vændi. Skrítið. Ef ekki kemur til greiðsla þá er varla um vændi að ræða, eða? Væri ekki einfaldara að banna vændi með lögum? 

Einhvers staðar var sagt frá því að Tarantúla ein sem lögreglan á suðurnesjum gerði upptæka hafi reynt að flýja af heilbrigðiseftirliti suðurnesja. Væri gaman að vita hvernig hún myndi plumma sig í íslensku vetrarríki.

Heyrði einnig í bæjarstjóra/stýru Akureyrarbæjar þar sem hún sagði í útvarpinu að tilraun sú sem gerð var með því að blanda salt í sandinn sem dreifður er á götur bæjarins hafi gefið góða raun. Verð að játa að ég fékk ekki kökk, heldur kekki í hálsinn við að heyra í bæjarstýrunni. Held að hún sé búinn að opna á þennan ósíð, því miður. Þetta þykir mér dapurlegt svo ekki sé nú dýpra í árina tekið, kannski komin tími á að kenna fólki að haga akstri eftir aðstæðum, svei mér þá alla daga.

Svona er Ísland í dag.

Málsháttur kvöldsins: Hann er ekki sjálfráður sem öðrum er háður.


Vonandi hafði hann skotskóna með sér..

Loksins, loksins náðu þessi félagaskipti í gegn og nú er bara vona að hann hafi haft ,,skotskóna" með sér og vígi þá með pompi og prakt um helgina þegar City fer á Old Trafford í alvöru nágrannaslag.

Málsháttur dagsins: Það er margt merkilegt sem ekki er loflegt.
mbl.is Benjani kominn til City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaveiklun

Veit ekki hvort ég á að hneykslast á framgöngu veitinga- og kaffihúsaeigenda sem væla og skæla yfir því hvernig blessaða reykingabannið fer með þá, að þeirra sögn leikur þá grátt. Reykingar á opinberum stöðum snertir alla ekki bara reykingamenn og eigendur veitingahúsanna. Málflutningur veitinga- og kaffihúsaeigenda minnir á taugaveiklunina sem greip marga hér forðum daga þegar fólk var skikkað til að nota bílbelti. Það var og er ekki einkamál þeirra sem beltin nota heldur allra. Langar að benda mönnum á að hér á Akureyri er kaffihús sem heitir Bláa Kannan og þar hefur alla tíð verið bannað að reykja og ekki komið að sök nema síður sé. Það kaffihús er og hefur verið til mikillar fyrirmyndar.

Ég sagði ykkur frá því að konan mín og vinkona okkar hafi dregið mig í bíó á laugardagskvöldið á mynd, sem þær kölluðu ,,kerlingamynd". Man ekki hvað þessi ,,kerlingamynd" heitir en ég skemmti mér samt konunglega.

IMG_0893Bollukaffi í Lönguhlíðinni í gær hjá Döggu og Jóa. Ásamt okkur komu einnig tengdaforeldrar Döggu afi hennar og amma og systur Jóhanns. Mikið etið af bollum og í daglok þegar ég leit í spegil sá ég eina STÓRA bollu. Finnst samt eins og allur sjarmi sé farin af bolludeginum eins og maður átti að venjast í æsku, með bolluvöndum og öllu sem honum fylgdi, breyttir tímar.

Að lokum og í beinu framhaldi af því að kuldinn bítur þessa daganna set ég með hér tvær myndir inn með þessu bloggi, sem ég tók niður í Sandgerðisbót í gærdag.

IMG_0897Um fyrri myndina er í sjálfu sér ekkert að segja hún skýrir sig sjálf að ég held en ef ekki þá það.

síðari myndin er tekin á sama stað og sýnir tvær trillur liggja og bíða komandi verkefna, sem trúlega verður þó ekki fyrr en fer að hlýna.

Ísilögð dokkin eins og hún er um þessar mundir er ekki til þess fallinn að leggja upp í siglingu á litlum plastbátum, en hér er fyrst og síðast um frístundabáta að ræða en ekki atvinnutæki.

Niðurtalningin er hafin, spenningur magnast sumir hugsa sér gott til glóðarinnar.

Fróðleikur dagsins: Illt er að vera ekki ánægður nema allt hafi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband