Leita í fréttum mbl.is

Kerlingamynd skal það vera minn kæri...

Við feðgarnir þ.e. ég og sá fullorðni settumst saman niður fyrir framan sjónavarpið og horfðum á leik Manchester City og Arsenal. Fyrir leikinn hafði City ekki tapað leik á heimavelli það sem af er leiktíð, á því varð breyting í dag, því miður. Svo sem engin skömm að tapa fyrir Arsenal sem er klárlega lang besta liðið á Englandi í dag. Alla vega hlýtur það að vera fyrst þeir náðu að vinna City. Fyrir leik ákváðum við að halda friðinn hvernig sem færi því sá fullorðni heldur með Arsenal, já ég veit þetta er lélegt uppeldi hjá mér og ég tek þetta á mig, Sorrý.

Snjó heldur áfram að kyngja niður sem aldrei fyrr. Hefur maður vart undan að moka og hreins frá útidyrunum. En ekki tjóir að væla yfir þessu. Maður býr jú á Íslandi, landi elds og ísa þótt ekki sjáist mikill eldur nema um áramótin. Svo er nú einu sinni febrúar og þetta er bara allt í himna lagi. En nú fá loksins ,,vinir" mínir flutningabílstjórarnir ástæðu til að járna þessar blikkbeljur sínar Wink

Af lestri Staksteina í gær og dag má ráða að skjálftavakin sé hafin hjá áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins, nema hvað? Sjallarnir tapa, fylgið hrynur og Samfó orðin stærri samkvæmt skoðanaankönnunum, af hverju? Gæti verið að fólki sé loksins misboðið? En í bland kannski bara vegna þess að Samfó vinnur heiðarlegra og betur.... skildi þó ekki vera? ég er ekki í vafa Smile

Las frétt þar sem sagt var frá að ökumaður hafi verið tekin á 137 km hraða á Hellisheiði í hálku.... hvort sem það var hálka eður ei, dómgreindarleysi.

Skammt er stórra högga á milli hjá kappanum. Fer nefnilega sjaldan í bíó. Fór fyrir réttri viku og sá Brúðkaup sem reyndist hinn besta skemmtun. Lét undan þrýstingi og ætla drífa mig í bíó í kvöld með minni ekta frú og vinkonu okkar. Veit ekkert hvað á að sjá, en fékk þá tilkynningu að um væri að ræða ,,kellingamynd" eins og kona mín sagði orðrétt.

Málsháttur dagsins: Það er ekki allt lofsvert sem heimskir hæla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Runólfur! Pabbi var á 28. aldursári þegar ég komi í heiminn, hann var 36 ára þegar ég fór að halda með Manchester City og þá vissi ég ekki að hann ætti sér uppáhaldslið í enska boltanum. Þegar ég komst að því að hann héldi með Arsenal var skaðinn skeður. Sannast þar máltækið góða ,,það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja".

En uppeldið hjá mér klikkaði varðandi soninn því hann heldur með Arsenal, ég tek þau mistök á mig.

Páll Jóhannesson, 3.2.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já finnst þér ekki dásamlegt að sjá og lesa svona tölur í skoðanakönnun? Þetta yljar manni satt best að segja!

Edda Agnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Edda! Jú þetta er afar notalegt, ég vona bara þetta muni verða nær lagi þegar talið verður upp úr kjörkössunum eftir næstu kosningar.

Páll Jóhannesson, 3.2.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband