Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Gleðilegt nýtt ár.

Gamlársdagur fór að stórum hluta fram í eldhúsinu i það minnsta hjá mér. Líkt og í fyrra var ákveðið að elda stórann kjúlla - þ.e.a.s. kalkúna. Þvílík snilldar fæða. Eins og þeir sem til þekkja þarf að hafa fyrir því að elda kvikindið, og biðin alveg þess virði.

Fjölmennt og góðmennt var svo enda þrjár fjölskyldur sem nutu þess að borða saman. Og líkt og í fyrra þá komu foreldrar mínir sem eru sannkölluð ættarhöfuð og nærvera þeirra  gerðu kvöldstundina fullkomna. Þá voru einnig Dagga og Jói ásamt barnabörnum mínum svo að fjölmennt var við kvöldverðarborðið.

Annáll Stövar2 klikkaði ekki fremur en fyrri ár, en þar á bæ gera menn árið upp með ólíkum hætti en gert er á Rúv. Skaupið, svei mér þá ég veit ekki hvort ég á að gefa því möguleik eður ei? Held að fyrsta brosið/glottið hafi komið á 5.-6. mínútu. Alla vega held ég að fyrsta skrefið að því að láta Skaupið heppnast væri að láta Jón Gnarr ekki koma nálægt því á nokkurn hátt.

Engin brenna vegna ótta við óhagstætt veður. Samt ágætis veður framan af kvöldi, en heldur hvessti og tók að rigna þokkalega þegar leið á nóttina. Brenna í kvöld með tilheyrandi flugeldasýningu, og hver veit nema maður skelli sér á brennu?

Skruppum niður í Lönguhlíð á öðrum tímanum í nótt og spiluðum með fjölskyldunni þar Monopoly, sem nokkurs konar nýrri útgáfa af Matador.

Nýársræða hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta góð. Þar kom í sjálfu sér ekkert á óvart, nokkurn vegin hefðbundið. Kom fram í máli hans að hann mun gefa kost á sér til áframhaldandi setu í embætti Forseta Íslands. Þjóðin hlýtur að fagna þeim tíðindum.

Við feðgar skruppum niður í Lönguhlíð til þess að horfa á Arsenal - West Ham. Úrslitin komu í sjálfu sér ekkert á óvart. 2-0 sigur Arsenal síst og stór. Erum svo boðin í mat í kvöld hjá Döggu og Jóa, meiri matur, meira nammi og sumir blása út aldrei sem fyrr og aðhald strax eftir daginn í dag nauðsýnlegt.

Pæling dagsins:  Kom eggið á  undan  hænunni?


« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband