Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hvaða hnífa ætli þeir brúki?

Mikill íþróttadagur að baki. Byrjaði á því að fara upp í Síðuskóla og horfði á fyrri hálfleik hjá kvennaliði Þórs sem tók á móti liði Snæfells. Hefði á sama tíma vilja vera í Boganum í skítakulda og fylgjast með Þórsliðinu í fótbolta taka á móti Dalvík/Reyni.

Það skiptust vissulega á skin og skúrir. Stelpurnar máttu þola tap á sama tíma og fótboltastrákarnir lönduðu stórum sigri. Lárus Orri og Palli Gísla létu 2.fl karla spila þennan leik líkt og þeir gerðu um liðna helgi gegn Tindastóli. Þeir gefa ungdómnum tækifæri á að sýna sig og sanna og ná í reynslu. Strákarnir þökkuðu traustið í dag líkt og í leiknum gegn Tindastóli og sömu úrslit litu dagsins ljós þ.e. 6-1 fyrir Þór.

Fór svo í kaffi í Lönguhlíðina og horfði á leik Manchester City og West Ham. Er þetta fjórða viðureign þessara liða í vetur. Manchester City vann fyrir viðureignina í deildinni á heimavelli West Ham og í dag gerðu þessi lið jafntefli 1-1 á heimavelli City. Þá hafa þessi lið mæst tvívegis í bikarkeppninni og þar er eitt jafntefli og einn sigur hjá Manchester City. Eru lið Manchester því enn ósigrað í deildinni á heimavelli sem er bara í fínu lagi og 5. sætið er okkar um þessar mundir. Ekki skemmdi það stemminguna að Dagga var búinn að baka í bak og fyrir svo að nóg var að hafa með kaffinu meðan á leik stóð.

Var nokkuð viss um að Íslendingar myndu fá rassskell gegn Frökkum og gjóaði ekki einu sinni öðru auganu á þann leik.  

Ég verð að játa að ég hef lúmskt gaman að því að fylgjast með hnífakasti framsóknarmanna. Á meðan hnífar standa í baki hjá hverjum einum og einasta framsóknarmanni, heldur Guðni framsóknarpabbi því fram að ekkert sé að. Þetta eru jú bara deilur tveggja manna. Ja hérna og sveim mér þá. Nú er illa komið fyrir Guðna ef hann hefur af þessu engar áhyggjur bara af því að þetta eru tveir menn...... eru mikið fleiri í flokknum? Hnífakast hér og þar og allstaðar og brátt mun Circushús framsóknar breytast í alvöru líkhús. Ég velti því svo fyrir mér ,,hvaða gerð af hnífum ætli þeir séu að brúka?

Málsháttur dagsins: Hætt er þeim við falli sem hátt hreykist.

Common!

Þetta er nú eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt og lesið um.  Hvað dettur mönnum næst í hug? Eru menn komnir þrot með grafreiti í hefðbundnum kirkjugörðum. Common hættum þessari fjandans vitleysu og förum að haga okkur eins og fullorðið fólk.

Málsháttur dagsins:  Lengi lifir í þeim kolunum sem illa brenna.
mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er hann sko fallinn

Alli skelfur, leikmennirnir skjálfa, öll þjóðin skelfur af hræðslu. Næsti leikur gæti skilið á milli þess hvort þjóðin í heild sinni þarf á sálfræði aðstoð að halda eða kafnar úr stolti. Tapist leikurinn í dag, þá bara nær það ekki lengra, bara snúa sér að næsta leik. Að sama skipi ef leikurinn vinnst þá er bara bíða eftir næsta leik. Ég hins vegar skelf úr kulda.

Er samt mun spenntari fyrir árlegum Stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Íþróttahúsinu í Keflavík í dag. Þar mætast Landslið Íslands annars vegar og sérvalið stjörnulið leikmanna sem hinn Benedikt Guðmundsson þjálfari KR velur og stjórnar. Við Akureyringar eru afar stolti af því að í úrvalsliði Benedikts eru tveir Þórsarar þeir Cedric Isom og Óðinn Ásgeirsson.

Stjörnuleikur kvenna hófst klukkan 13:30 en strax að honum loknum hefst stjörnuleikur karla eða um k. 15:30. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu hjá þeim snillingum sem reka körfuboltavefinn www.karfan.is og skora ég á ykkur að kíkja þar inn. Einnig mun fara fram árleg troðslu keppni og þar mun okkar maður í Þór Cedric Isom taka þátt. Vonandi munu allir hafa gaman af hvernig sem fer því þegar upp er staðið er þetta skemmtun og fjáröflun framar öðru.

FallinnHef verið að fylgjast með breytingum á athafnasvæðinu við Krossanes að undanförnu, sem er kannski að stórum hluta bloggvini mínum honum Gunnari Th að kenna/þakka. Er unnið hörðum höndum við að taka niður vélar og tæki úr verksmiðjunni og flytja á brott, áður en skemman sjálf verður rifinn. Í vikunni sáust svo augljós merki um breyttar aðstæður þar sem strompurinn var felldur. Strompurinn var búinn að sterkt kennileiti Krossanes um árabil. Verður gaman að fylgjast með því hvort nýtt og afgerandi kennileiti muni fylgja svo nýju Aflþynnuverksmiðjunni sem rísa mun á næstu vikum og mánuðum. Ljóst er að mjög miklar breytingar eru að verða á svæðinu þarna niður við sjóinn eigi síður en uppi í Krossanesborgum. Í Krossanesborgum þýtur hver byggingin upp með ógnar hraða og að sögn kunnugra mun vera styttra en margan grunar í að byggingarland sem ætlað er undir iðnað verði á þrotum.

Eins og alþjóð veit þá er Bobby Fischer fallinn, fallinn frá. Þótt Bobby sé án efa mesti skák snillingur sögunnar var hann um leið með undarlegustu mönnum sem sögur fara af. Þótt aldrei hafi ég haft áhuga á skák þá er einvígi aldarinnar einn af þeim atburðum sem maður getur ekki gleymt. Vesenið, klikkunin og allt umstangið í kringum þennan ,,brjálæðing" eins og stór hluti þjóðarinnar kallaði hann á þeim tíma kom sá og sigraði rússneska björninn á mjög eftirminnilegan hátt. Upplýsi ég nú það hér og nú að ég hélt með Boris Spasskí í því einvígi.

Málsháttur dagsins: Það er lakur kaupmaður sem lastar sína vöru.

Grýla lifir enn góðu lífi....

Er vart búin að jafna mig á ergelsinu þegar upplýst í fjölmiðlum að starfsfólk á 365 miðlum fengi bensín lítrann á extra lágu verði hjá Skeljungi - 10 kr, ekki ónýtt það. Kemur þá ekki vinur minn að máli við mig og segir mér í óspurðum fréttum að starfsfólk hjá einni stofnun hér í bæ fái 13 krónur afslátt á bensíni hjá einu olíufélaginu man ekki hvort hann nefndi Olís eða ÓB, gildir einu.

Nú spyr ég mig, hvað veldur? hvernig stendur á því að þeir geta veitt sérvöldu fyrirtækjum og stofnunum slíka ofur afslátt? Er kannski almennt svigrúm til lækkunar á bensíni? Eða eru við hinir sauð svartur almúginn að greiða niður eldsneyti fyrir sérvalda hópa? Ég veit ekki með ykkur en þetta ergir mig. Er hér kannski verið að útdeila samráðsgróðanum sem olíufélögin komust upp með að stunda án þess að fá bágt fyrir. Og þótt ég viti aðeins um þessi tvö olíufélög sem gera svo vel við sérvalda viðskiptavini má nær öruggt teljast að hin séu með í þessum leik. Mig þyrstir í svör og réttlæti, hvað með ykkur?.

Lét mig hafa það að setjast fyrir framan sjónvarpið og hugðist verða vitni að því að íslendingar myndu leggja Svía á stórmóti. Á undaförnum vikum hafa íþróttafréttamenn, handboltaakademían reynt að sannfæra okkur landsmenn að nú sé lag, Svía grýlan er dauð. Nú sé tími hins íslenska landsliðs komin. Vel má vera að tími landsliðsins okkar sé komin, en af leiknum í kvöld að dæma lifir Svía grýlan enn góðu lífi. Íslenska landsliðið í kvöld lék eins og aumingjar. Vonandi er þetta ekki það sem koma skal í næstu leikjum.

Ef bílaeign Íslendinga er skoðuð mætti halda að landið væri meir og minna á kafi í snjó meiri hluta ársins. Einnig mætti halda að vegir á Íslandi séu ein samfeld torfærubraut ef mið er tekið af bílaeigninni. Enginn er maður með mönnum ef hann á ekki Cruser, Patrol, Ford eitthvað og guð má vita hvað og allir á stærðarinnar túttum, upphækkaðir og hér má líka guð vita hvað og eitthvað.

Af þessum sökum undrar mig hvernig standi á því að fólk er að lenda í vandamálum þegar snjórinn lætur sjá sig? Eru tútturnar, upphækkunin, gps tækin og allar græjurnar bara til skrauts? Er jeppa eign landsmanna bara stöðutákn? Svei mér þá ég held það. Ég spurði kunningja minn sem á svona líka fína jeppann, öflugan og glæstan ,, af hverju áttu jeppa, ferðu oft uppá hálendi og eða í svona safarí?" Hann leit á mig og sagði ,,ég hef aldrei farið á fjöll". Eftir stuttar umræður komst ég að því að hann hefur átt jeppa í all mörg ár, en aldrei sett bílinn í framdrifið og þegar spurði enn meir sagði hann ,,lága drif hvað?". Já það er alveg bráðnauðsýnlegt að eiga upphækkaðan, breyttan jeppa á stórum túttum svo maður komist í Bónus og aðrar svaðylferðir, ekki satt?.

Málsháttur dagsins: Hér land og þar land, og nóg er allt Ísland.

Heimsmet á heimsmet ofan...

Átök í lagiHér kemur smá hugleiðing sem vaknaði eftir að hafa séð heimildarmyndina um Jón Pál Sigmarsson einn fremsta kraftakarl, sem sögur fara af.  Margar áleitnar spurningar vöknuðu. Hvernig stendur á því  að í dag fer lítið fyrir kraftajötnum úr röðum okkar Íslendinga? Hvernig stendur á því að notkun stera beri svo oft á góma í dag, menn jafnvel dæmdir í keppnisbann o.þ.h.? Er sú kynslóðin sem er að vaxa úr grasi í dag og uppnefnd ,,Cocapuffs-, vídeó- og tölvukynslóðin og sögð ekki nenna hreyfa sig dæmi um að ofeldið sé að gera hana að aumingjum?

 

ÁtökHalldór eldri bróðir minn tók sig til og hóf að æfa lyftingar í kringum 1979-1980 og náði strax góðum árangri. Hann þótti og þykir enn þokkalega sterkur, enda jafnan kallaður ,,Rauða nautið”. Rautt vísar í háralitinn og nautið í að hann var og er nautsterkur. Hann og félagar hans skutust á toppinn og gerðu það gott. Þetta var til þess að pabbi gamli fór þá að mæta á æfingar þegar hann var 49 ára gamall. Hann langaði að vita hvort hann gæti staðið í ungu kynslóðinni? Vildi athuga hvort hann væri í raun sterkur eða hvort allir hinir sem hann hafði verið samtíða voru bara grútmáttlausir aumingjar, sem skekkti samanburðinn? Af honum hafði ávallt farið það orðspor að hann væri hraustmenni mikið og samtíðarmenn hans til sjós sögðu hann heljarmenni.

 

Sá fullorðni reyndist vera full sterkur í meira lagi. Hann reif upp nánast allt sem á stöngina var sett, án þess að blása úr nös. Ungu mennirnir æstu þann fullorna upp og öttu honum út í keppni. Áttu þeir að gera það? Áttuðu þeir sig á afleiðingunum? Árangurinn lét ekki á sér standa.  Hann sló hvert metið á fætur öðru og komst strax í fréttirnar þegar hann fór að tína Akureyrarmetin af Halldóri elsta syni sínum. Ég hef stundum leitt hugann að því hvort hann hafi aldrei séð eftir því að hafa att pabba ,,gamla” út í þessa vitleysu. Reyndar staldraði Halldór stutt við í þeim þyngdarflokki sem sá gamli var í, svo Halldór setti bara met í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. Því miður entist Halldór allt og stutt í þessu enda hafði hann fullmikið að gera við aðra hluti sem tóku of mikinn tíma og eitthvað varð að víkja.

 

Ævintýrið var hafið. Pabbi setti hvert Akureyrar- Íslands- og að lokum heimsmet öldunga á fætur öðru. Menn höfðu vart undan því að skrá söguna upp á nýtt. Sá gamli mátti varla snerta lyftingastöng þá setti hann met.

 

Aldrei of seintHann fór þrívegis á heimsmeistaramót öldunga í kraftlyftingum. Varð heimsmeistari 1981 og 1982 og hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramótinu 1983. Fólk var eitt spurningarmerki og spurði sig ,, af hverju er maðurinn svona andskoti sterkur hvað hefur hann verið að gera allt sitt líf?” ,, hvaða maður er þetta eiginlega?” Er nema von að fólk hafi spurt sig? Akureyringar, Íslendingar höfðu eignast heimsmeistara í kraftlyftingum öldunga.

 

Ungu mennirnir stóðu agndofa og horfðu á eftir manninum skjótast fram úr þeim. Þessir ungu strákar rembdust eins og rjúpan við staurinn en ekkert gekk. Maðurinn sem komin var á sextugsaldurinn var einfaldlega óviðráðanlegur. Af hverju? Hvernig stendur á því að sumir sem enn eru að dunda við þetta í sínum frístundum komast ekki einu sinni með tærnar þar sem hann hafði hælana? Hvað veldur? Er það ofeldið?

 

Sá gamli var alin upp við að þurfa vinna nánast allt frá því að hann gat staðið í lappirnar. Sveitastörf þar sem fátt var um tæki og tól til að létta sér störfin. Þá þurfti fólk að taka hendur úr vösum og vinna. Það var engin skólarúta sem flutti hann innan frá Hallandsnesi og út á Svalbarðsströnd þar sem hann sótti skóla. Þú hefur fætur strákur og þú bara labbar, þetta eru nú bara nokkrir kílómetrar.

 

Hóf sjómennsku 14 eða 15 ára gamall. Þar tók við nokkuð sem trúlega herti enn frekar í honum. Bobbingar, hlerar og annað sem nútímamaðurinn veit varla hvað er var hann vanur að henda til og frá fremur en að bíða eftir ,,gilsinum” sem nútíma sjómaður veit varla hvað er. Á síðutogurunum þurftu þeir að drösla heilu trollunum fram og aftur upp og niður berhentir við hrikalegar aðstæður út undir berum himni allan ársins hring rennblautir og kaldir, sem engin léti bjóða sér í dag. Sjómannskynslóðin í dag dræpist úr kulda og hor eftir einn túr ef hún entist svo lengi. Vinnusemi og djöfulgangur mannsins í vinnu þótti brjálsemi líkust. Hann ólst ekki upp við að eta Cocapuffs, Cheerios, og annan álíka næringarsnauðan mat í morgunmat, sem kunnugir segja álíka næringarríkan og umbúðirnar. Þessi kynslóð sem hann er af var alin upp við að eta allt sem að kjafti kemur, sumt, sem í dag þykir allt að því hættulegt. Samt lifir þessi kynslóð ágætislífi á sínum efri árum.

 

Svo kann að vera að þessi samanburður sé ekki sanngjarn. En hann vekur í það minnsta upp margar spurningar. Ég, er samt á þeirri skoðun að sú kynslóð sem faðir minn er af sé harðari af sér en fólk í dag. Þetta fólk kvartaði ekki og gerir ekki enn. Þessi kynslóð segir ekki neitt þrátt fyrir það að henni sé á stundum boðið upp á að búa á dvalarheimilum sem kynslóðin í dag dræpist frekar en að láta bjóða sér. Þessi kynslóð á svo miklu, miklu meira skilið af okkur en henni er boðið uppá. Við getum margt lært af þessari kynslóð, og okkur væri nær að nýta okkar þann möguleika að hlusta og læra, þá myndi okkur vegna vel.

 

Að lokum er eitt sem vert er að hafa í huga í þessu tilfelli eins og svo mörgum öðrum tilfellum og það er, að á bak við þennan mann er kona. Hefði hennar ekki notið við í jafn ríkum mæli og raunin varð á er ekki víst að allt hefði farið eins og raunin varð á. Mamma þú varst og ert líka mikil hetja.

  Málsháttur dagsins: Margir eru linir langir en stuttir stinnir.

Kvenmannskpils og skattsvik.

Jæja góðan daginn. Blekið vart þornað á samningnum og ekki enn búinn að stjórna sínum fyrsta leik og farið að hitna undir karli. Sveinn Jörundur varð að hætta þar sem hann ruglaðist á kvenmannspilsum, Capello gleymdi að skila skattaskýrslunni, hvað næst?

Það á greinilega ekki af þessu enska landsliði að ganga.

Málsháttur dagsins: Þar gætir meir missisins sem minna er fyrir.
mbl.is Meint skattsvik Capello rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilefni núna?

Velti því fyrir mér hvort þetta gefi tilefni til að kalla til álits einhverra álitanefnda, eða hvort einhver umsækjenda sé svo tengdur að ekki komi til þess að Geir muni nýta sér sérfræði álit? Gaman verður að fylgjast með þessu.  

Málsháttur seinni part dagsins: Skynsamur maður lætur gjarnan við sig ráða.
mbl.is 9 sóttu um embætti hagstofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Björk hafi tekið myndina?

Bara smá pæling inn í nýjan dag. Hver skildi hafa tekið myndina af ljósmyndaranum? ætli Björk hafi tekið hana sjálf? Hvað verður um bolinn? skildi ljósmyndarinn hafi gefið Björk bolinn?

Fróðleikur dagsins: Skyldi vera til annað orð yfir "samheiti"?
mbl.is Björk rífur bol ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímseyjarferjan í brotajárn við Krossanes

Gargandi snilld! Eftir á allt sem undan er gengið, spyr ég mig ,,hvernig í ósköpunum datt mönnum í hug að leggja í þessa glæfra siglingu og það yfir hávetur, á þessum riðkláfi?". Held að það væri ráð að sigla skipinu ekki fetinu lengra en að bryggju við Krossanes þar sem vanir menn eru að vinnu við að brytja niður skip í brotajárn, svo er Hringrás með bækistöðvar rétt ofan við bryggjuna, mjög hentugt vægast sagt. Þar með væri þetta vandræða mál allt úr sögunni.

Málsháttur dagsins: Þar gætir sauður sauða sem enginn hirðir er.
mbl.is Sæfara miðar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær Þórssigur í kvöld

Óhætt að segja að það skiptist á skin og skúrir í boltanum. Í gær máttu mínir menn í Manchester City sætta sig við tap á útivelli gegn Everton. Að vísu gat þetta jú fallið hvoru megin sem er. Liðið mitt þarf svo sem ekkert að skammast sín fyrir tapið, þetta er jú stóra liðið í Liverpool sem þeir voru að etja kappi við.

Í dag klæddi ég mig upp í snjógalla með húfu, vettlinga og trefil og allar græjur, af hverju? ég fór í Bogann. Sá þar fyrsta leik Þórs í Powerade mótinu. Þeir tóku á móti Tindastóli frá Sauðárkróki. Lárus Orri og Palli Gísla sem eru þjálfarar liðsins sendu 2. flokk félagsins til leiks að þessu sinni. Skemmst er frá því að segja að strákarnir þökkuðu pent fyrir tækifærið og unnu stórann 6-1 sigur. Flottir strákar.

Frosinn og gegn kaldur og vart búinn að losa mig við hrollinn eftir að hafa staðið inni í Boganum héldum við feðgar upp í íþróttahúsið við Síðuskóla þar sem okkar menn í Þór léku gegn Grindavík í úrvalsdeild karla í körfubolta. Er óhætt að segja að mörgum hafi hitnað í hamsi og æsispennandi lokamínútur fékk mann svo sannarlega til að gleyma kuldanum sem fyrr um daginn hafði hrjáð mann. Þórsarar unnu sanngjarnan 104-98 sigur á Grindvíkingum. Loks sigur eftir 3 tapleiki í deildinni og er óhætt að fullyrða að létt hafi yfir stuðningsmönnum Þórs eftir þennan leik. Bendi fólki á að fara á heimasíðu Þórs og lesa flotta umfjöllun um leikinn sem Sölmundur Karl skrifaði. Þá getið þið farið á myndasíður hjá Rúnari Hauk Ingimarssyni og Jón Inga Baldvinssyni og skoðað fullt af flottum myndum frá leiknum.

Málsháttur dagsins: Þegar náungans veggur brennur er þínum hætt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband