Leita í fréttum mbl.is

Hvaða hnífa ætli þeir brúki?

Mikill íþróttadagur að baki. Byrjaði á því að fara upp í Síðuskóla og horfði á fyrri hálfleik hjá kvennaliði Þórs sem tók á móti liði Snæfells. Hefði á sama tíma vilja vera í Boganum í skítakulda og fylgjast með Þórsliðinu í fótbolta taka á móti Dalvík/Reyni.

Það skiptust vissulega á skin og skúrir. Stelpurnar máttu þola tap á sama tíma og fótboltastrákarnir lönduðu stórum sigri. Lárus Orri og Palli Gísla létu 2.fl karla spila þennan leik líkt og þeir gerðu um liðna helgi gegn Tindastóli. Þeir gefa ungdómnum tækifæri á að sýna sig og sanna og ná í reynslu. Strákarnir þökkuðu traustið í dag líkt og í leiknum gegn Tindastóli og sömu úrslit litu dagsins ljós þ.e. 6-1 fyrir Þór.

Fór svo í kaffi í Lönguhlíðina og horfði á leik Manchester City og West Ham. Er þetta fjórða viðureign þessara liða í vetur. Manchester City vann fyrir viðureignina í deildinni á heimavelli West Ham og í dag gerðu þessi lið jafntefli 1-1 á heimavelli City. Þá hafa þessi lið mæst tvívegis í bikarkeppninni og þar er eitt jafntefli og einn sigur hjá Manchester City. Eru lið Manchester því enn ósigrað í deildinni á heimavelli sem er bara í fínu lagi og 5. sætið er okkar um þessar mundir. Ekki skemmdi það stemminguna að Dagga var búinn að baka í bak og fyrir svo að nóg var að hafa með kaffinu meðan á leik stóð.

Var nokkuð viss um að Íslendingar myndu fá rassskell gegn Frökkum og gjóaði ekki einu sinni öðru auganu á þann leik.  

Ég verð að játa að ég hef lúmskt gaman að því að fylgjast með hnífakasti framsóknarmanna. Á meðan hnífar standa í baki hjá hverjum einum og einasta framsóknarmanni, heldur Guðni framsóknarpabbi því fram að ekkert sé að. Þetta eru jú bara deilur tveggja manna. Ja hérna og sveim mér þá. Nú er illa komið fyrir Guðna ef hann hefur af þessu engar áhyggjur bara af því að þetta eru tveir menn...... eru mikið fleiri í flokknum? Hnífakast hér og þar og allstaðar og brátt mun Circushús framsóknar breytast í alvöru líkhús. Ég velti því svo fyrir mér ,,hvaða gerð af hnífum ætli þeir séu að brúka?

Málsháttur dagsins: Hætt er þeim við falli sem hátt hreykist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband