Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Þessi aldurshópur er ekki vandamál.

PalliRottiÞar sem ég var á gangi niður við Thames ána í London og var að fara kaupa mér miða í London Eye rakst ég á kunnuglegan mann sem ég var talsverðan tíma að átta mig á hver væri. Það var ekki fyrr en hann vatt sér að mér og kynnti sig og spurði ,,Palli?". Þá kveikti ég á perunni en alltaf gaman þegar þessir karlar muna eftir manni, ekki er hægt að ætlast til að maður muni eftir öllum þeim sem maður hittir á lífsleiðinni.

Þá var það ekki síður skemmtilegri tilviljun þar sem við fjölskyldan vorum á labbi eftir Oxford Street þar sem mannmergðin var svo yfirgengileg að það hálfa væri nóg. Sölmundur var nýbúinn að segja eitthvað á þá leið ,,skildu vera fleiri Íslendingar á labbi hér á Oxford". Nokkrum andartökum síðar hittum við tvo Íslendinga þ.e.a.s. Samfylkingarkonuna Lindu úr Hrísey ásamt dóttur sinni. Þær voru í einskonar mæðgnaferð, talandi um að London sé stór.

Hef mikið hugsað á undaförnum dögum um þá furðulegu aðgerð að banna fólki 18-23. ára að tjalda á Akureyri yfir Verslunarmannahelgina. Get með engu móti séð hvaða vanda átti að leysa með þessu. Fólk sem er orðið 18 ára er sjálfráða, fjárráða, má kjósa til Alþingis, velja sér forseta giftast taka lán í banka stofna til skulda hægri vinstri án þess að forráðamenn geti rönd við reyst, reyndar getur þetta fólk ekki keypt áfengi fyrr en það er orðið 20 ára. Hvern er það fólk að blekkja sem styður þess ákvörðun? sjálfan sig?

Væri ekki nær að bjóða þetta fólk velkomið í bæinn og bjóða því uppá alvöru fjölskylduskemmtun? Og ef fólk vill í raun alvöru fjölskylduskemmtun væri þá ekki nær að bjóða uppá mannsæmandi löggæslu o.þ.h. til að koma í veg fyrir ólæti, líka handa þessum aldurshópi?.  Það vekur líka furðu hjá mér að margir sem styðja þessa ákvörðun að loka tjaldstæðum fyrir þessum aldurshópi vill lækka áfengis aldurskaupa aldurinn niður í 18 ára, og jafnvel koma léttum vínum og bjór í almennar verslanir!!!!! Þar finnst mér afar undarlegt þá mætti t.a.m. 18. ára einstaklingur kaupa áfengi, tóbak, kjósa til Alþingis, sveitastjórna, stofan til skulda með því að kaupa íbúð og bíl, nota Vísakort hægri vinstri - allt án þess að forráðamenn geti rönd við reyst - en það má ekki tjalda á Akureyri um verslunarmannahelgina. Það er löngu komin tími á að fólk ræði þessa hluti og leysi þetta verkefni og líti á það sem slíkt en ekki sem vandamál. Þessi aldurshópur er ekki vandamál.

Bendi fólki á stórgóða grein sem Sölmundur Karl skrifaði um þetta mál í Morgunblaðiði í gær ásamt öðrum.

Fróðleikur dagsins: Myrka hlið mánans var fyrst ljósmynduð af rússneskum gervihnetti árið 1959.

Heima er best.

Jæja þá er maður mættur á svæðið aftur eftir 7 daga bloggfrí. Má ganga að því vísu að ég muni blogga um allt milli himins og jarðar, og jafnvel það sem gerist neðan jarðar, enda ferðaðist ég mikið í Underground meðan á vikudvöl minni í London stóð. Enda neðan jarðarlestakerfið þar það stærsta í heimi.

Hendi án efa inn einhverjum sögum úr ferðinni, svo og komin er tími á að tjá sig um það sem gerðist meðan ég var fjarverandi, og þá kannski einnig það sem ekki gerðist. Sem sagt nú þegar losnar um þessa bloggstíflu sem hefur verið ríkjandi hér á mínu bloggi má sem sagt búast við bloggi hægri vinstri já alveg LON- OG DON.

Speki dagsins: Heima er best.


London hin stora

London er stor, feit, thar ma finna allt milli himins og jardar.

Kv fra London.


Ranglega eignað heiður

Mér skilst að ég hafi ranglega sakað bæjarstjórn Akureyrar um að hafa staðið fyrir því að setja aldurstakmörk á tjaldstæði í bænum yfir Verslunarmannahelgina. Mér er tjáð að þetta sé einhverjum vinnuhópi að kenna/þakka að svo sé. Því segi ég sorry - mér er pínulítið létt.

Ég vil skora á greinarhöfund Staksteina í Morgunblaðinu 7. ágúst að biðja Sigrúnu Björk Jakobsdóttir afsökunar á því að hafa eignað henni þann gjörning. Staksteinar segja Sigrúnu Björk hafa sýnt kjark með að taka þessa ákvörðun að stiga það skref að setja þessi takmörk á. Í lok Staksteina segir orðrétt ,,Þann kjark sýndi hinn nýi bæjarstjóri Akureyringa og Sigrún Björk Jakobsdóttir á þakkir skildar fyrir það".  Fyrst bæjarstjórn kom hvergi nálægt þessu þá er rétt að skora á greinarhöfund Staksteina að biðja Sigrúnu afsökunar á því að hafa eignað henni þennan gjörning, rétt skal vera rétt.

Hvernig sem í þessu öllu liggur þá er ljóst að hinir svokölluðu ,,vinir Akureyrar" ætla sér ekki að standa fyrir fleirum uppákomum um verslunarmannahelgina ef þessi aldurshópur þ.e.a.s. 18-23 verður útilokaður frá tjaldstæðum bæjarins. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi mál þróast.

Nú sér loksins fyrir endann á sólpalla smíðinni sem hófst í byrjun júlí og hefur staðið með hléum. Stefnt að því að klára klæða skjólvegginn að innanverðu á morgun.

Í lokin er rétt að nefna það og óska bróðurdóttir minni henni Telmu til hamingju með það að vera flytja heim til Íslands að nýju. Telma hefur marga fjöruna sopið þótt ung að árum sé. Hún hefur s.l. 3 ár verið að vinna hjá EFTA í Brussel. Mun hún svo hefja störf sem lögfræðingur þegar heim verður komið.

Fróðleikur dagsins: Ekki trúa blindir á ást við fyrstu sýn.

Ofurkona farin að blogga

meðolluÓhætt að segja að verslunarmannahelgin hér á Akureyri sé rólegri í ár en við höfum mátt venjast undanfarin ár. Kannski ekki skrítið því það vantar eitthvað í þessa annars ágætu flóru. Ástæðuna er jú að finna í því að á þessa hátíð sem ber heitið ,,Ein með öllu" vantar eitthvað. Þetta er eins og að fara í Nesti og biðja um eina með öllu nema ..... hráum eða...... Breyta þarf nafni hátíðarinnar í ,,Eina með öllu nema...".

Hef verið að fylgjast með þeirri baráttu við að útrýma og koma í veg fyrir að skemmtistaðir geti boðið upp á nektarsýningar/dans. Sett eru lög á lög ofan, en hver ætli árangurinn verði? Vertinn á Goldfinger mun örugglega finna einhverja leið út úr þessum ógöngum sem hann og staðurinn hans er í. Eftir að hafa hlustað á stutt viðtal við Geira er ég næsta vissum að hann á eftir að brydda upp á einhverju nýju. Kæmi mér ekki á óvart að stúlkurnar fari að dansa ,,valsa, ræl, polka og guð má vita hvað og þá í gegnsæjum fötum, ætli það sé bannað?

P4190028Verð að benda fólki á að ofur konan og móðir mín er farin að blogga www.olapals.blog.is Hún er nú efst í bloggvinalistanum hjá mér og er það vel við hæfi. Þessari konu er margt til lista lagt og verður gaman að fylgjast með blogginu hennar. Hún er penni góður og hagmælt mjög svo að við getum átt von á góðu. En fyrst og síðast gaman þegar fólk á hennar aldri er ekki að láta aldurinn þvælast fyrir sér.

Gærdagurinn fór að mestu í að sinna barnabörnunum. Þannig dagar klikka ekki. Stundum verður maður uppgefinn, þreyttur og nær orkulaus þegar upp er staðið, en fyrst og síðast endurnærður á sál og svo á líkama mjög fljótt aftur. Á einhvern vegin erfitt að hugsa mér lífið án þeirra.

Fróðleikur dagsins;

Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér, enginn veit sína ævina fyrr

en öll er.


Snarvitlaus ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar

Ungur nemur gamall temurTók áskorun um að setja inn myndir fram framkvæmdum við sólpallasmiðina. Voru einhverjir farnir að efast um að framkvæmdir yfir höfuð ættu sér stað þar sem svo mjög þetta verk virðist dragast heldur á langinn. En yfir smiðurinn lætur sér í léttu rúmi liggja þótt sumum þyki verkið miða seint. En endilega farið inn í myndaalbúmið pallijoh og kíkið á myndirnar frá þessum marg umtöluðu framkvæmdum.

Það fór eins og mig grunaði að sú snarvitlausa ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að banna unglingum 18.-23. ára að tjalda á tjalda á tjaldstæðum bæjarins hefur vakið undrun og hneykslan margra. Ekki von enda hér um þvílíka vitleysu að ræða að það hálfa væri nóg, og nóg er nú samt. Hefði verið nær að undirbúa komu unga fólksins vandlega. Verðum að hætta að nota aðferð strútsins, hún virkar bara ekki.

Sven Göran stjóri Man City heldur áfram að styrkja liðið svo um munar og muna menn ekki annað eins. Ég er hæst ánægður með þetta hjá honum Svenna eins og Bjössi Vidda kallar stjórann okkar. Enn og aftur hlakkar manni til þess að sjá hvernig þetta muni virka.

Ætlaði mér að fara á völlinn í kvöld og sjá hið unga lið Þórs/KA í knattspyrnu kvenna þar sem liðið tók á móti Keflavík í Landsbankadeild kvenna. Af óviðráðanlegum orsökum komst ég ekki. Var að lesa um leikinn og skilst manni að Þór/KA hafi verið með eindæmum óheppið og hefði í raun verðskuldað meir út úr þessum leik.

Fróðleikur dagsins: Byggt á alls kyns alheimsfræðilegri tækni, hefur verið reiknað út að alheimurinn sé 10-18 gígaára gamall. (1 gígaár = 1.000.000.000.000 ár)

Svenni karlinn situr ekki auðum höndum

Hann situr ekki auðum höndum hann Svenni G. hjá City. Óhætt að fullyrða að manni sé farið að hlakka til þess að boltinn fari að rúlla í enska boltanum.

Fróðleikur dagsins: Þann 18. febrúar 1979 snjóaði í Sahara eyðimörkinni.
mbl.is City að fá tvo leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hún til sýnis?

Ég er að velta því fyrir mér hvort SUS hyggst hafa þessa gestabók til sýnis? munu þeir sjálfir ætla sér  að hnýsast í hverjir skráðu nafn sitt í bókina góðu?

Fróðleikur dagsins: Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband