Leita í fréttum mbl.is

Ofurkona farin að blogga

meðolluÓhætt að segja að verslunarmannahelgin hér á Akureyri sé rólegri í ár en við höfum mátt venjast undanfarin ár. Kannski ekki skrítið því það vantar eitthvað í þessa annars ágætu flóru. Ástæðuna er jú að finna í því að á þessa hátíð sem ber heitið ,,Ein með öllu" vantar eitthvað. Þetta er eins og að fara í Nesti og biðja um eina með öllu nema ..... hráum eða...... Breyta þarf nafni hátíðarinnar í ,,Eina með öllu nema...".

Hef verið að fylgjast með þeirri baráttu við að útrýma og koma í veg fyrir að skemmtistaðir geti boðið upp á nektarsýningar/dans. Sett eru lög á lög ofan, en hver ætli árangurinn verði? Vertinn á Goldfinger mun örugglega finna einhverja leið út úr þessum ógöngum sem hann og staðurinn hans er í. Eftir að hafa hlustað á stutt viðtal við Geira er ég næsta vissum að hann á eftir að brydda upp á einhverju nýju. Kæmi mér ekki á óvart að stúlkurnar fari að dansa ,,valsa, ræl, polka og guð má vita hvað og þá í gegnsæjum fötum, ætli það sé bannað?

P4190028Verð að benda fólki á að ofur konan og móðir mín er farin að blogga www.olapals.blog.is Hún er nú efst í bloggvinalistanum hjá mér og er það vel við hæfi. Þessari konu er margt til lista lagt og verður gaman að fylgjast með blogginu hennar. Hún er penni góður og hagmælt mjög svo að við getum átt von á góðu. En fyrst og síðast gaman þegar fólk á hennar aldri er ekki að láta aldurinn þvælast fyrir sér.

Gærdagurinn fór að mestu í að sinna barnabörnunum. Þannig dagar klikka ekki. Stundum verður maður uppgefinn, þreyttur og nær orkulaus þegar upp er staðið, en fyrst og síðast endurnærður á sál og svo á líkama mjög fljótt aftur. Á einhvern vegin erfitt að hugsa mér lífið án þeirra.

Fróðleikur dagsins;

Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér, enginn veit sína ævina fyrr

en öll er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir hólið. Ekki veit ég hvort ég stend undir því. Ég veit að það er

gaman að hafa barnabörnin hjá sér, en allt þarf að vera í hófi. Þau taka

mikla orku frá manni. Einhver vegin finnst mér erfiðara að bera ábyrgð á

þeim en sínum börnum. Yngsta barnabarnið mitt verður 16 ára í des. svo ekki

þarf ég að passa þau, bara að skjóta skjólshúsi yfir þau sem búa ekki hér.

Og ekkert  þeirra hefur víst haft áhuga að koma til bæjarins núna, enda

aðallega hátíðin hér stíluð upp á börn og litlar líkur að þau hitti hér

ungt fólk á svipuðum aldri.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.8.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kraftur í mömmu þinni - til lukku með hana!

Edda Agnarsdóttir, 4.8.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

hæ vinur man utd van samfélagsskjöldinn 2007

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.8.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband