Leita í fréttum mbl.is

Þessi aldurshópur er ekki vandamál.

PalliRottiÞar sem ég var á gangi niður við Thames ána í London og var að fara kaupa mér miða í London Eye rakst ég á kunnuglegan mann sem ég var talsverðan tíma að átta mig á hver væri. Það var ekki fyrr en hann vatt sér að mér og kynnti sig og spurði ,,Palli?". Þá kveikti ég á perunni en alltaf gaman þegar þessir karlar muna eftir manni, ekki er hægt að ætlast til að maður muni eftir öllum þeim sem maður hittir á lífsleiðinni.

Þá var það ekki síður skemmtilegri tilviljun þar sem við fjölskyldan vorum á labbi eftir Oxford Street þar sem mannmergðin var svo yfirgengileg að það hálfa væri nóg. Sölmundur var nýbúinn að segja eitthvað á þá leið ,,skildu vera fleiri Íslendingar á labbi hér á Oxford". Nokkrum andartökum síðar hittum við tvo Íslendinga þ.e.a.s. Samfylkingarkonuna Lindu úr Hrísey ásamt dóttur sinni. Þær voru í einskonar mæðgnaferð, talandi um að London sé stór.

Hef mikið hugsað á undaförnum dögum um þá furðulegu aðgerð að banna fólki 18-23. ára að tjalda á Akureyri yfir Verslunarmannahelgina. Get með engu móti séð hvaða vanda átti að leysa með þessu. Fólk sem er orðið 18 ára er sjálfráða, fjárráða, má kjósa til Alþingis, velja sér forseta giftast taka lán í banka stofna til skulda hægri vinstri án þess að forráðamenn geti rönd við reyst, reyndar getur þetta fólk ekki keypt áfengi fyrr en það er orðið 20 ára. Hvern er það fólk að blekkja sem styður þess ákvörðun? sjálfan sig?

Væri ekki nær að bjóða þetta fólk velkomið í bæinn og bjóða því uppá alvöru fjölskylduskemmtun? Og ef fólk vill í raun alvöru fjölskylduskemmtun væri þá ekki nær að bjóða uppá mannsæmandi löggæslu o.þ.h. til að koma í veg fyrir ólæti, líka handa þessum aldurshópi?.  Það vekur líka furðu hjá mér að margir sem styðja þessa ákvörðun að loka tjaldstæðum fyrir þessum aldurshópi vill lækka áfengis aldurskaupa aldurinn niður í 18 ára, og jafnvel koma léttum vínum og bjór í almennar verslanir!!!!! Þar finnst mér afar undarlegt þá mætti t.a.m. 18. ára einstaklingur kaupa áfengi, tóbak, kjósa til Alþingis, sveitastjórna, stofan til skulda með því að kaupa íbúð og bíl, nota Vísakort hægri vinstri - allt án þess að forráðamenn geti rönd við reyst - en það má ekki tjalda á Akureyri um verslunarmannahelgina. Það er löngu komin tími á að fólk ræði þessa hluti og leysi þetta verkefni og líti á það sem slíkt en ekki sem vandamál. Þessi aldurshópur er ekki vandamál.

Bendi fólki á stórgóða grein sem Sölmundur Karl skrifaði um þetta mál í Morgunblaðiði í gær ásamt öðrum.

Fróðleikur dagsins: Myrka hlið mánans var fyrst ljósmynduð af rússneskum gervihnetti árið 1959.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ hæ. Flott mynd af ykkur Pöllunum. Velkomin heim úr útlandinu. Var hérna með gest að norðan Ólöf Kristín frænka byrtist. Alltaf gaman að fá ættingja og vini í heimsókn. Kveðjur af Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 18.8.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

238 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband