Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

FiraÞing 2007

P6150038Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í fjölskyldumótinu FiraÞing 2007 sem haldið var að Melsgili dagana 15. - 17. júní kærlega fyrir komuna og skemmtunina.

Ég vil vekja athygli á því að búið er að útbúa albúm og setja inn nokkrar myndir sem teknar voru. Þó gæti farið svo að fleiri myndir ættu eftir að detta inn í albúmið á næstu dögum, hver veit.

Næsta fjölskyldumót verður haldið að ári og verður í umsjón Jóa Mar og fjölskyldu.

Fróðleikur dagsins: Þar sem Fíragottar eru þar er gaman.


Kona verður að gera allt helmingi betur en karlmaður......

Ég tek ofan fyrir Steinunni Valdísi Óskarsdóttir borgarfulltrúa og nýkjörin þingmann Samfylkingarinnar. Gaman verður að sjá hvort Kristján Þór Júlíusson bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar muni gera slíkt hið sama?

Kristján Þór hefur þó marg sagt að það yrði engin vandi að sinna þessu tvennu þ.e.a.s. að vera bæjarfulltrúi og þingmaður og búa á Akureyri. Steinunn Valdís býr þó í borginni og hefði því átt að geta sinnt þessu tvennu af landfræðilegum ástæðum fremur en Kristján Þór.

Munurinn hins vegar er sá að Steinunn Valdís veit að ef hún vill sinna því sem hún gerir vel þá verður maður að gefa sig að þeim verkefnum sem maður vinnur að. Það læðist hins vegar að manni sá grunur að því sé ekki að fagna með bæjarfulltrúann að norðan. Ég velti því fyrir mér hvort það sé græðgi sem veldur því að maðurinn vilji halda í bæði djobbin, enda hvort tveggja vel borgað, ekki satt?

Steinunn Valdís fær hrós frá mér og mér datt í hug ágætis slagorð sem ég tel bara eiga ágætlega við í þessu tilfelli.

Slagorð dagsins: Kona verður að gera allt helmingi betur en karlmaður ef hún á að þykja hlutgegn. Reynar er það nú ekki svo mikill vandi.
mbl.is Hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögu sigling um Akureyri - athyglisvert

Í hvíld.Þegar ég sá auglýsta sögu siglingu um Akureyri á Húna II varð ég pínu hissa, láir mér hver sem vill. Fara í siglingu um Akureyri á bát hlýtur að teljast sérstakt svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Ég mætti á Torfunefsbryggju og hoppaði um borð í Húna og fór í umrædda siglingu. Þessi sögu sigling sem tók u.þ.b. 1 1/2 klukkustund og var í boði Akureyrarstofu og Minjasafnsins á Akureyri var hin besta skemmtun.

Siglt var meðfram strandlengjunni beggja vegna Pollsins og farið var yfir söguna undir leiðsögn sagnfræðings frá Minjasafninu. Þetta var eins og fyrr segir afar gaman og fróðlegt og hvet ég fólk til þess að nýta sér þetta næst þegar færi gefst. Vil benda á að ég er búinn að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið ,,Akureyri" sem ég tók í ferðinni og mun ég bæta við þær á næstu dögum.

Stelpurnar okkar í úrvalsdeildarliði  Þórs/KA skaut sig inn í 8 - liða úrslit Vísa-bikarsins í gærkvöld. Þær tóku á móti 1. deildarliði Hattar frá Egilstöðum og höfðu betur 5-0. Svo bæði liðin okkar í Þór eru komin áfram í bikarnum.

Óhætt er að segja að nú sé farið að hitna undir hjá Teiti Þórðarsyni þjálfara KR. Þetta fornfræga lið úr vesturbæ höfuðsveitaþorps Íslands tapaði enn einu leiknum í kvöld. Þeir lágu á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH (com on Fimmleikafélag Hafnafjarðar). Sitja þeir nú á botni úrvalsdeildar eftir 6 leiki með 1 stig og fallbaráttan hjá þeim orðin staðreynd.

Annað kvöld munu svo mínir menn í Þór taka á móti Grindvikíngum á Akureyravelli í 1. deild. Er hér um að ræða sannkallaðan stórleik. Í liði Grindarvíkur er einn uppalinn Þórsari sem því miður hans vegna verður í leikbanni annað kvöld. Þessi ágæti leikmaður er Orri Freyr Hjaltalín sem er af náttúrunnar hendi afburðar góður íþróttamaður. Hann er ekki einvörðungu góður knattspyrnumaður heldur þótti hann einn af efnilegustu körfuboltamönnum landsins.

Fróðleikur dagsins: Vonin er oftast lélegur leiðarvísir en sérlega þægilegur förunautur á leiðinni.

Enga gesti takk akið hratt í gegnum bæinn.

Enn og aftur gerast bæjaryfirvöld á Akureyri sig sek um að nota sömu aðferðina og Strúturinn - þ.e. að stinga hausnum ofaní sandinn.  Ég held að ég mæli með því að þau setji upp skilti við bæjarmörkin með áletruninni ,,Vinsamlegast stoppið ekki i bænum, góða ferð og athugið að þjóðvegur 1 liggur í gegnum bæinn.

Fróðleikur dagsins: Verum góð við börnin okkar. Þau ákveða á hvaða elliheimili við lendum.


mbl.is Akureyri: Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað dagana 14 -17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur.

Fór á völlinn í kvöld og horfði á mína menn í Þór leggja nágranna okkar af brekkunni 1 - 0 í Vísa - bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þessi tilfinning sem fylgir því að vinna KA er alltaf jafn ands.... yndislega notaleg og alveg sama hversu margir sigrarnir eru - þeir eru alltaf, jafn dásamlegir.

Sigur Þórs var mun öruggari en tölurnar gáfu til kynna. Ég átti innst inni von á því að KA-menn kæmu ákveðnari til leiks eftir þá útreið sem þeir fengu í seinasta leik þegar Fjölnir kjöldróg þá 0-6.

Fróðleikur dagsins: KA-menn nammi, nammi namm Tounge  


Hingað og ekki lengra, takk fyrir.

Jésús, Pétur og allir hans himna englar. Veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta ,, Paris Hilton unir dómi". Hvers kona endemis vitleysa er það að verða, ef allt er með felldu á dæmd manneskja að eiga einhverja valkosti annað en að una dómi?

Er ekki að vera komið nóg af fréttaflutningi af þessari fjandans endaleysu um þessa frekjudollu? Skora á mbl og aðra vandaða netmiðla að hlífa okkur við fréttaflutningi sem þessum. Plís farið nú að snúa ykkur að einhverju sem skiptir máli - PLÍS.

Hingað og ekki lengra.

Fróðleikur dagsins á svo innilega vel við þessa frekjudollu: Árinni kennir illur ræðari.


mbl.is Paris Hilton unir dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara blaðra og blaðra - láta verkin tala.....

Það er auðvitað ekki nóg að tala og taka, skrifa og skrifa en gera svo ekkert sjálfur í þeim málum sem maður hvetur aðra til að gera. Þess vegna brá ég undir mig betri fætinum (þótt báðir séu í raun ónýtir) og naut þess að láta kvenfólk skemmta mér.

Fór sem sagt á völlinn í gær og horfði á knattspyrnulið Þórs/KA í úrvalsdeild taka á móti Fylki úr Árbænum í gærkvöld. Skemmst er frá því að segja að heimamenn í Þór/KA unnu sanngjarnan 3-2 sigur eftir að hafa komist í 3-0. Ég er nokkuð viss um að þetta unga- og bráðefnilega lið Þórs/KA á eftir að hala inn fleiri sigra í deildinni þegar upp verður staðið.

Á sama tíma fóru strákarnir í mfl. karla Þórs austur á Reyðarfjörð og léku við Fjarðarbyggð sem er að leika í fyrsta sinn í næst efstu deild. Fór svo að heimamenn unnu 1-0 sigur á Þór í leik sem samkvæmt heimildum hafi Þór verið mun betri aðilinn. En það er víst ekki nóg menn verða koma tuðrunni inn fyrir marklínuna oftar en andstæðingurinn, og í því voru heimamenn betri að þessu sinni og því fór sem fór. Fyrsti tapleikur Þórs á tímabilinu staðreynd.

Liðsmenn Þórs voru orðnir vel skeggjaðir þegar í leikinn kom enda höfðu þeir heitið sér því að taka sig ekki fyrr en þeir töpuðu leik. Ég er að velta því fyrir mér hvort þeir hafi tapað af ásettu ráði þar sem þeim hafi ekki líkað þessi lífstíll að vera skeggjaðir fyrir hásumarið, hver veit? En alla vegar verða þeir nýrakaði og skveraðir þegar þeir taka á móti KA-mönnum í bikarnum n.k. þriðjudagskvöld.

Var rifinn upp fyrir allar aldir í morgunsárið enda öll barnabörnin í gistingu hjá ,,gamla" settinu, og þegar þannig stendur á fær engin að sofa út. Bíltúr uppá andapoll, fara með krílin í heimsókn til lang- afa og ömmu þeirra, sýna snilli sína í badminton og eitt og annað sem maður tekur þátt í á þannig stundum.

Fróðleikur dagsins: Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi.

Bloggað um rugludall - ekki lesa þetta.

Ó mæ god, ó mæ god, ó mæ god. Hvenær fær heimurinn frið frá þessari endalausu andsk..... rugli um snarbilaða, ofdekraða og kengruglaða frekjudollu, sem tekur orðið meira pláss á síðum blaða- og netmiðla heldur en hörmungar víðsvegar um heiminn þar sem FÓLK lætur lífið í bílförmum á degi hverjum?

Það gremjulega er að þessi frekjudolla hefur ekkert unnið sér til frægðar, sem í raun getur réttlætt slíka frægð. Og það sem er enn sorglegra er að fólk virðist hafa meiri áhyggjur af velferð þessara frekju heldur en t.d. þær hörmungar sem dýnur yfir milljónir manna í Írak. Það er orðið eitthvað beyglað við þetta allt saman.

Fróðleikur dagsins: Ekki er allt gull sem glóir.


mbl.is Parísi Hilton gert að mæta aftur fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er DR. Gunni hálfviti?

HamarSkora á fólk að taka Fréttablaðið sér í hönd og lesa ,,Bakþanka" DR. Gunna. Gunni nálgast venjulega þau málefni sem hann fjallar um á mjög sérstakan og skemmtilegan hátt, eins og honum einum er lagið. Þegar DR. Gunni er á ferð þá er sko von á einhverju spes.

Á svipuðum tíma og hörmungarlandsleikur Íslands og Svíþjóðar (sem Eyjólfur er svo sáttur við) fóru fram tveir leiki á Þórsvellinum. Annar fl. kvenna í Þór/KA tóku á móti KR-ingum og höfðu heimamenn betur í þeirri viðureign, gott hjá þeim. Þá lék 3. fl. karla við Fjölni á svipuðum tíma og höfðu Þórsararnir betur í þeirri viðureign. Bara minna menn á að 3. fl. karla var Íslandsmeistari á seinasta ári.

Þá mun verða skrifað undir samninga í dag um sölu á Borgarhlíðinni. Tók heldur lengri tíma að selja íbúðina en gert var ráð fyrir í upphafi. En betra er seint en aldrei.

Fróðleikur dagsins: Sá sem nær því ekki að vera risi þarf ekki að sætta sig við að vera dvergur.

Ungmennafélagsandinn ræður ríkjum.....

Eyjólfur segir ,,ég á mikið verk óunnið með þetta lið" og ég sem var og er að vona að það ætti hann ekki. Tel einsýnt að hann er ekki rétti maðurinn í þetta lið og því aðeins eitt verk óunnið - þ.e.a.s. fara frá núna.

Eyjólfur segir enn fremur ,,við töpuðum þessum leik á 11 mínútum þar sem við fengum fjögur mörk á okkur en úrslitin vissulega gríðarleg vonbrigði" Að fá á sig fjögur mörk á 11 mínútum segir allt sem segja þarf um stöðu mála.

Leikurinn í kvöld gegn frændum okkar Svíum sýnir svo ekki verður um villst að eitthvað þarf að taka til bragðs, ekki getum við verið sátt við liðið. Ég held að Eyjólfur ætti að fara frá þó ekki væri nema sjálfrar síns vegna, ástandið á enn eftir að versna.

Málsháttur dagsins: Betra er seint en aldrei.


mbl.is Eyjólfur: „Ég á mikið verk óunnið með þetta lið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband