Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
6.6.2007 | 08:15
Ber aldurinn vel og vex með hverjum deginum sem líður.
Afmælisbarn dagsins er orðið 92 ára gamalt. Og þrátt fyrir þennan háa aldur er svo mikið að gera hjá afmælisbarninu að það gefur sér ekki tíma til að halda sérstaklega uppá daginn. Eftir því sem árunum fjölgar vex og dafnar afmælisbarnið. Þótt afmælisbarnið gefi sér ekki tíma til að hafa veislu er samt heimili þess opið öllum sem vilja koma og þiggja kaffi í tilefni dagsins. Heimili þess er í Hamri við Skarðshlíð á Akureyri. Afmælisbarnið er Íþróttafélagið Þór.
Það var árið 1915 að nokkrir ungir drengir af ,,eyrinni" komu sér saman um að tími væri komin á að stofna íþróttafélag, sem þjóna myndi þörf þeirra til að stunda íþróttir og félagsstarfi. Fyrir þessum hópi fór ungur drengur að nafni Friðrik Sigurður Einarsson. Fór svo að Friðrik og vinir hans af ,,eyrinni" stofnuðu Íþróttafélagið Þór Oddeyri þann 6. júní 1915. Stofnfundur félagsins var haldin í Strandgötu 5 í þvottahúsi Ragnars Ólafssonar Stórkaupmanns, sem átti eftir að verða mikill velgjörðarmaður Íþróttafélagsins. Stofnfélagar voru 46 og fyrsti formaður þess var Friðrik Sigurður Einarsson. Síðar var nafni félagsins breytt í Íþróttafélagið Þór Akureyri.
Íþróttafélagið Þór er elsta starfandi íþróttafélagið á Akureyri.
Málsháttur dagsins: Barnið vex en brókin ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 17:13
Loksins í höfn.
Þá eru rekstrarsamningarnir loksins í höfn. Eftir þessum samningum hefur verið beðið lengi, lengi og ég segi bara betra er seint en aldrei. Þessum samningum fögnum við Þórsarar.
Málsháttur dagsins: Betra er seint en aldrei.
Akureyrarbær framlengir rekstrarsamninga við KA og Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 22:17
Eyjólfur, ekki meir ekki meir....
Brá undir mig betri fætinum (þótt báðir séu hálf ónýtir) og ók sem leið lá í höfuðborgina í gær. Landsleikur Íslands og Liechtenstein hafði það aðdráttarafl sem til þurfti að ég lagði upp í þetta ferðalag. Skemmst er frá því að segja að þetta var afspyrnu leiðinlegur og illa leikinn knattspyrnuleikur af Íslands hálfu og í raun mega Íslendingar þakka fyrir að hafa náð jafntefli gegn þessu dvergríki. Í raun lélegt skemmtun.
Þegar Eyjólfur var ráðinn landsliðsþjálfari efaðist ég stórlega um að hann væri rétti maðurinn í þetta djobb. Ég bloggaði um það þá og varaði menn við bjartsýni. Eyjólfur var góður knattspyrnumaður um það er og verður ekki deilt. En nú hefur svo sannarlega komið á daginn að efasemdir mínar eiga við rök að styðjast, hann ræður ekki við svona stórt verkefni sem þjálfun landsliðs er.
Hans tími var ekki kominn þ.e. að taka að sér svo stórt verkefni, sem landsliðsþjálfun er. En ég segi nú er hans tími kominn - að fara frá.
Meira úr boltanum því stelpurnar í Þór/KA spiluðu við lið Fjölnis í dag í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á útivelli. Tap 2 - 0 var staðreynd og situr nú liðið á botni deildarinnar án stiga. Samkvæmt fréttum voru þær afar óheppnar og óðu í færum stóran hluta leiksins en náðu ekki að koma tuðrunni í netið. Áttu þær t.a.m. tvívegis skot í stöng Fjölnis og sagði fréttamaður á RÚV að Fjölnir hafi sloppið með skrekkinn. Ég hef trú á því að þetta unga og efnilega lið Þórs/KA eigi eftir að hrökkva í gang og hala inn þó nokkur stig í sumar og örugglega halda sæti sínu það þegar upp verður staðið.
Gústi mágur minn sem tók upp á óvenjubundinni aðferð við að losna við nokkur auka kíló er á góðum bata vegi og mun fara aftur til vinnu eftir erfið veikindi undanfarnar vikur. Gott að karlinn er að hressast og sendum við héðan að norðan heiða honum og Hrönn systur minni hlýjar kveðjur.
Í dag er eins og öllum ætti að vera ljóst hinn árlegi ,,Sjómannadagur". Þótt undarlegt megi virðast þá fer eitthvað lítið fyrir honum hér í bæ, sem er þó mikill útgerðarbær. Þótt það sé undarleg tilfinning að ekki skuli vera haldið upp á daginn hér með pompi og prakt er annað sem skyggði hressilega á í daginn. Bik SVÖRT skýrsla hafrannsóknarstofnunnar er mikið áhyggjuefni svo ekki sé nú dýpra í árina tekið, sem er þó við hæfi þar sem þetta er jú sjómannadagurinn, ekki satt?. Maður spyr sig enn og aftur og láir manni hver sem vill þegar maður spyr sig (með ákveðna efasemd í huga) ,,hefur kvótakerfið skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi?". Ég óska öllum sjómönnum sem eru jú sannar hetjur hafsins til lukku með daginn.
Málsháttur dagsins: Oft verður lítið af því höggi sem hátt er reitt.Bloggar | Breytt 4.6.2007 kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 23:29
Aftur á móti er hann löngu, löngu gleymdur
Fór á völlinn í kvöld og horfði á mína menn í Þór taka á móti Njarðvikingum. Skemmst er frá því að segja að Þór vann 2 - 1 sigur sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins. Öll mörkin komu í seinni hálfleiknum. Þórsarar komust í 2 - 0 áður en Njarðvikíngar náðu að minnka muninn.
Í kvöld bar það til tíðinda að handboltakappinn Heiðmar Felixson kom inná í seinni hálfleiknum og stóð hann vel fyrir sínu. Er hér á ferð afar fjölhæfur og góður íþróttamaður. Vilja margir meina að hann hefði náð langt í knattspyrnunni ef hann hefði einbeitt sér að henni, en ekki tekið hana sem aukagrein.
Heiðmar var ef ég man rétt ekki nema 15 eða 16 ára þegar hann hóf feril sinn hjá Þór í meistaraflokki karla í knattspyrnu, Þá var Sigurður Lárusson (Ljárinn) þjálfari Þórs. Í dag er sonur Sigurðar þ.e. Lárus Orri fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu þjálfari Þórs.
Eftir sigurinn í kvöld er Þór áfram á toppi deildarinnar nú með 10 stig eftir fjórar umferðir 3 sigra og 1 jafntefli. Greinilegt að uppbyggingastarf félagsins er að skila sér enda liðið mjög ungt og skipað nær einvörðungu heimamönnum.
Ekki var það til að skemmta góða kvöldstund hve veðrið var gott og allar aðstæður hinar ágætustu. Þó hefur maður oft séð Akureyrarvöllinn betri á þessum tíma, og má segja um hann að ekki hafi hann komið sérlega vel undan vetri.
Fróðleikur dagsins: Herostratos, sem brenndi musteri Díönu, er enn í minnum hafður. Sá sem reisti það er gleymdur.Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2007 | 08:14
Ræða Steingríms - ,,glymur hæst í tómri tunnu
Í kvöld taka mínir menn í Þór á móti Njarðvikingum í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla á Akureyrarvelli. Fyrir leikinn er Þór í öðru sæti deildarinnar með 7 stig á meðan Njarðvikingar sitja í því 7. með 3 stig. Ef að líkum lætur fáum við gott fótboltaveður á Akureyri í kvöld svo að vonandi fjölmenni fólk á völlinn og hvetur sitt lið til sigurs. Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Nú er víðtækt reykingabann á Íslandi orðið að veruleika, því ber að fagna. Þó er til einn og einn veitingamaður sem eru svo einfaldir að halda að rekstur kaffihúsa- og veitingastaða standi og falli með því hvort þar megi reykja eður ei, það er þeirra vandi að halda það.
Steingrímur J. sannaði í gærkvöld enn og aftur að hann er mikill ræðuskörungur. Í ræðu Steingríms kom enn og aftur í ljós að það er ekki nóg að vera góður ræðumaður, maður verður að hafa eitthvað fram að færa. Steingrímur var hvass, hávær og ákveðin þegar hann þrumaði úr ræðupúlti á Alþingi um......... ekki neitt. Það er sorglegt með svo reyndan stjórnmálamann eins og hann að hann skuli ekkert læra - EKKERT.
Fróðleikur dagsins: Glymur hæst í tómri tunnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar