Leita í fréttum mbl.is

Hundleiðinlegt lag, en drepfyndinn lagasmiður.

Af þremur frekar slökum lögum, sem til greina komu, þurfti endilega það lélegasta að vinna. Hundleiðinlegt lag samið af drepfyndnum manni sem fær þjóðina til þess að veltast um að hlátri í hvert sinn er hann birtist á skjánum. Það er nóg að birta mynd af honum þá fer maður að hlægja, þvílíkur húmoristi drottinn minn dýri.  Af hverju er þessi maður ekki einn af spaugstofumönnunum? - ótrúlegt.

Horfði fyrr um daginn á leik Arsenal og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni. Frekar afslappandi þegar maður heldur með hvorugu liðinu. Dáist reyndar af hinu stórskemmtilega liði Arsenal sem kostar aðeins brot af því sem hið stjörnuprýdda lið Man.Utd. kostar en er samt miklu betra og skemmtilegra lið og bíður ávallt uppá skemmtilegan fótbolta. 2-2 Jafntefli staðreynd og verða teljast afar sanngjörn úrslit. Það vekur hins vegar athygli hjá mér vælið og nöldrið í Ferguson í leikslok. Ef þessi maður fær ekki allt sem hann vill og biður um þá ætlar allt vitlaust að verða. Fýlupoki af verstu gráðu.  

Lét mig hafa það á föstudagskvöldið og horfði á Útsvar spurningaþátt RÚV. Hef ekki séð nema brot og brot úr þeim þáttum. Læðist að mér sá grunur að ég hafi horft á þann þátt af þeirri einni ástæðu að Akureyri var annað liðið sem keppti þar. Ég blogga bara um þann þátt núna í ljósi úrslitanna, það verð ég að viðurkenna. Annað sem var í imbanum það kvöld rann áreynslu lítið í gegn og ekkert sem vert er að minnast sérstaklega á.

Annars fátt annað sem fangar athygli manns svo bloggandi er um. Hér á klakanum silast lífið áfram áreynslu lítið í mestu róleg heitum. Löggan fjölmennir í Leifsstöð til þess að stoppa hryðjuverkamenn, gott hjá þeim. Nóttin í borginni gekk sinn vanagang þar sem ekkert nýtt gerðist. Menn míga upp um allar koppagrundir, taka þátt í hópslagsmálum berja lögguna, ráðast á menn og misþyrma hver öðrum sér til skemmtunar. Svo eitthvað smotterí af svokölluðum ,,háttsemisbrota" eins og lögreglan segir. Er það í flestum tilvikum verið að ræða fólk, sem hafi misst stjórn á skapi sínu og látið öllum illum látum. Greinilegt að lífið í borginni gekk sinn vanagang þar sem allt fór fram með eðlilegum hætti.

Að lokum ætla ég fljótlega eftir helgi að segja ykkur frá ótrúlegu samtali sem ég átti við ,,granna". Þar fór hann á kostum blessaður og kom mér á margan hátt á óvart, en þó ekki.

Málsháttur dagsins: Prestlaus sveit er sem saltlaus matur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Auðvitað vældi Fergie hann biður bara um hlutlausa dómgæslu og fékk hana ekki og þá væla menn eða hvað þú villt kalla það - stundum líka kallað að vera tapsár eða þola ekki að tapa sem er hluti af því að stunda og eða fylgjast með íþróttum

Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þessi drepfyndni maður sem samdi hunleiðinlega lagið að þínu mati, ætli hann sé sonur Já í Spaugstofuni, álíka langar setningar hjá þeim "fegðum" - en lagið er algjör perla og á skilyrðislaust að fara á Júóvision. Grípandi og flott lag sem suðar í hausnum á manni eftir eina hlustun, það virkar í júróið.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.11.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rúnar minn! eina skiptið sem dómarinn fór yfir strikið var þegar hann sleppti því að spjalda Anderson þegar hann vældi og grenjaði og heimtaði spjald á andstæðinginn, það er spjald. Annars mjög góður dómari.

Þetta með lagið hans Barða og önnur lög þá skiptir engu hvað við sendum í þessa keppni. Fyrst Megas fer ekki þá sökkar þetta allt.

Páll Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

237 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband