15.12.2009 | 20:40
Af hverju var sonurinn svona viljugur að þræða búðirnar með mömmu sinni?
Það er með miklum ólíkindum að maður skuli á þessum árstíma (15. des) hér norður í ballarhafi eins og kerlingin sagði að maður skuli getað spásserað um bæinn á jesús skónum sínum. Samt vel viðeigandi þar sem tími hans er jú að renna upp. Sumir eru að fara á límingunum af stressi. Allt og stutt til jóla og ég sem á eftir að gera hitt og þetta Guð...... Hafið þið einhvern tímann heyrt þetta?..... já mig grunaði það.
Ég nýt þess eins að spássera á jesús skónum daginn út og daginn inn og gjarnan með myndavélina með í för. Endalaust hægt að skjóta á myndefni hér og þar. Birtuskilyrði með ólíkindum. Í gær skaut ég t.d. þessari af bílaplaninu heima. Einkennileg rönd á himni.
Í dag brá ég mér með frúnni og einka syninum í búðir á Glerártorgi. Það var eins og himnasending þegar konan sagði ,,Palli viltu ekki hafa myndavélina með inn?". Ég er svolítið hugsi yfir því að hún skildi nefna þetta að fyrra bragði. Ætli hún sé búinn að fá leið á að láta mig hanga utan í sér vælandi í búðum með svipinn ,,ert´ekki að verða búinn?"
Meðan þau rápuðu búð úr búð nýtti ég tímann og tók mynd af piparkökuhúsum sem eru til sýnis á Glerártorgi. Hvað finnst ykkur um þetta?
Fallegt
BSO
Snyrtilegt
Já þetta eru listaverkin sem eru til sýnis á Glerártorgi. Svo þræddi ég sófana, mátaði hvíldi lúin bein og hitti margt gott fólk sem heilsaði uppá Palla. Já ég hef bara gaman af því að fara í búðir með konunni, það er ljóst. En ég spyr mig þeirra spurninga ,,af hverju var sonurinn svona viljugur til að þræða búðirnar með mömmu sinni?".
Á morgun kemur svo Þörusleikir en um hann var ort forðum daga
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir,
hann barði dyrnar á.
Þau ruku´ upp, til að gá að,
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti´ ann sér að pottunum,
og fékk sér góðan verð.
Þangað til næst
Rauðvínsglas og Trivial pursuit í kvöld
31 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.