8.11.2009 | 23:14
Er fjandans feizið er sökudólgurinn
Ég held að ég verði að taka undir með félaga mínum sem tjáði mér um daginn að hann væri farin að hafa af því áhyggjur hvað liði langt á milli bloggfærslna hjá mér. Sumir segja að helv.... feizið sé farið að ræna athygli manna þannig að bloggheimar séu ekki lengur inni.
Talandi um feizið eða hvað sem við köllum þessa opnu bók sem tröllríður öllum heiminum þá les maður eitt og annað þar. T.d. í morgun hafði einn félagi minn skrifað hjá sér eitthvað á þessa leið ,,skafheiðríkur himinn. Einstök blíða. Hver trúir því að það sé nóvember?". Ég rauk til eins og hver annar asni og skrifaði ,,Ég". Vissulega var fallegt veður úti og allt sem félaginn hafði skrifað var satt og rétt, en þegar upp var staðið þá trúði ég því ekki að það væri nóvember. Ég vissi það, og þegar maður veit þá trúir maður ekki.
Er enn meir enn lítið svekktur efri að hafa horft á mína menn í enska boltanum gera enn eitt jafnteflið. Það er vissulega svekkjandi alla vega í þeim leikjum sem manni finnst að ekkert annað en sigur sé það sem fyrirfram væri í myndinni. Það gladdi mig þó að á sama tíma voru stelpurnar okkar í Þór að spila gegn Laugdælum í 1. deild í körfubolta. Þar unnu stelpurnar okkar sinn annan leik í röð og 44-54 sigur staðreynd. Stelpurnar kórónuðu svo helgina með því að vinna Grindavík í dag 44-49 og þar með eru þrír sigurleikir í röð staðreynd. Flott hjá þeim og greinilegt að Baldur Ingi Jónasson þjálfari er á réttri leið með liðið. Áfram Þór alltaf, allstaðar.
En talandi um veðrið eins og félagi minn sem ég sagði frá hér að ofan. Þá brá ég mér út með myndavélina enda hreint út sagt gaman að munda hana við slíkar aðstæður. Enda ég hér með blogg dagsins með með einnig mynd úr þeirri ferð
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Ekki skýlir skugginn þá skinið er bjart
31 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
É trúi því ekki Páll að þú sért kominn með svona fésbók.
Annars flott mynd.
S. Lúther Gestsson, 8.11.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.