11.7.2009 | 20:53
Vá hann hlýtur þá að vera fæddur 1980 eða eitthvað.......
Var í ökuferð með barnabörnin þ.e. systurnar Margrét Birtu og Elínu Ölmu á föstudag þá segir allt í einu Margrét Birta ,,Afi á Óla langamma afmæli á morgun?. Jebb hún á afmæli á morgun. ,,Hvað verður hún gömul?" Hún verður 74 ára. Stutt þögn og þá spyr Elín Alma ,,Afi hvenær á Jói langafi afmæli?" Hann á afmæli seinni partinn í júlí. ,,Hvað verður hann gamall þá?". Hann verður 79 ár segi ég. Nú kemur örlítil þögn og þá segir Margrét Birta ,,Vá hvað hann er orðin gamall hann hlýtur að vera fæddur örugglega 1980 eða eitthvað svoleiðis......"
Já þetta var í gær svo að í dag á mamma mín afmæli og af því tilefni sóttu við hana heim og þáðum ýmsar veitingar í veðurblíðunni. Til hamingju með daginn mamma.
Við hjónakornin byrjuðum daginn á því að fara í alvöru gönguferð. Lagt upp í göngutúrinn úr Kjarnaskógi og farið upp í hlíðina ofan við tjaldstæðin við Hamra. Þegar komið var upp á Hamrabeltið þá var stefnan tekin til suðurs allar götur (göngustíga) þar til við vorum komin ofan við Hvamm þá var stefnan tekin niður á við og inní Kjarnaskóginn að nýju. Þvílíkur snilldar göngutúr. Útsýnið út fjörðin og fram í fjarðarbotn ef svo má að orði komast. Þetta er enn ein perlan við bæjardyrnar, sem ég vissi ekki af fyrir nokkrum misserum. Á miðri gönguleiðinni datt mér í hug máltæki sem ég ætla nota sem fróðleik dagsins í enda bloggfærslunnar. Göngutúrinn tók litla 4 klukkustundir og þegar komið niður að bíl aftur var Palli fótafúni orðin æði þreyttur, en sæll og ánægður.
Fína stóra og fullkomna myndavélin mín sem ég lengi hef kallað ,,viðhaldið" bilaði óvænt og er í viðgerð og fæ hana ekki til baka fyrir en undir mánaðarmótin júl/ágúst. Notast nú við myndavél frúarinnar sem er hið ágætasta vél en vandamál við að ná út myndum úr þeirri vél gera það að verkum að ekki verða birtar myndir úr þessari gönguferð eða öðrum atburðum að sinni.
Í gær fórum við hjónakornin á nýja Þórsvöllinn og fylgdumst með setningu Landsmótsins. Frábær stemming í flottu veðri og svæðið þvílík dýrð og dásemd. Ég á svo sannarlega eftir að birta myndir af svæðinu eins og það lítur út í dag eftir endurbætur. klárlega flottasta íþróttasvæði landsins að mati forráðamanna Landsmótsins.
Hafin er svo undirbúningur að næstu afmælisveislu sem verður á mánudaginn sem er 13. júlí. Fyrir þá sem til þekkja þá munu gestir ekki koma að tómum kofanum í Drekagilinu þann daginn þá er alveg á hreinu.
Þangað til
Fróðleikur dagsins: Til hvers að fara yfir lækinn til að sækja vatn
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með hana mömmu þína já hana ömmu mína
kv úr Njarðvíkurborg
Aníta (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 21:43
Jíbbý!!!!! Aníta þetta tókst hjá þér. Takk fyrir kveðjurnar og góðar kveðjur héðan frá Akureyri
Páll Jóhannesson, 11.7.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.