Leita í fréttum mbl.is

Með rönd

Það er mikið að gera þessa síðustu daga og lítill tími fyrir blogg. En í fljótu bragði þá hefur m.a. þetta gerst frá því síðast. Stelpurnar okkar í Þór/KA skruppu í borg óttans og sóttu heim ÍR í Pepsí-deildinni og skemmst er frá því að segja að þær komu heim með öll stigin sem í boði voru. Sigur 0-4. Það var svo s.l. föstudag að liðið fékk stórlið Breiðabliks í heimsókn á Akureyrarvöll en viðureignir Þór/KA og Breiðabiks eru að verða hinar skemmtilegustu. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar í Þór/KA unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem Rakel Hönnudóttir skoraði bæði mörkin. Er liðið nú í 4. sæti deildarinnar með 23 stig og er aðeins 4 stigum á eftir toppliðunum. Palli var með myndavélina á lofti og tók nokkrar myndir þar á meðal þessa. Hér er á ferð Vesna Smiljkovic mikill snillingur klárlega ein besta knattspyrnukonan í Pepsí-deild kvenna. 

Snillingur

Á morgun fara svo stelpurnar suður og mæta Blikum í Vísa-bikarnum. Ljóst að Blikar munu taka á móti Stelpunum okkar af fullri hörku og hyggi á hefndir. Við spyrjum að leikslokum. 

Ekki gengur jafn vel hjá Strákunum okkar. Eitthvað sem ekki er að ganga upp en ég hef þó fulla trú á því að þetta fari að smella saman. Kannski þeir séu að bíða eftir því að komast á nýja völlinn - hver veit? Alla vega verður næsti leikur liðsins á Akureyrarvelli gegn Aftureldingu og verður það trúlega síðasti heimaleikur Þórs á þeim ástkæra velli. Nýi knattspyrnuvöllurinn við Hamar verður vígður innan tíðar. 

Pollamót Þórs var um síðustu helgi og þar var margt um manninn og mikið líf og fjör. Knattspyrnumenn sem komnir eru af léttasta skeiði spreyttu sig og á tilþrifum þeirra mátti glöggt sjá að talsvert var í að löngu gleymd tilþrif voru ekki innan seilingar. En mótið allt hið glæsilegasta og gaman af. Myndavélin á lofti þar eins og gera mátti ráð fyrir. Þó lítur allt út fyrir að Valdi Páls hafi engu gleymt......

Tilþrif

Svo rúllar þetta bara áfram - menn rífast um Icesave og guð má vita hvað - Davíð Gunnlaugs og Odds báðir komnir með rönd en hvað um það og þangað til 

Fróðleikur dagsins: Rotta þolir að vera vatnslaus lengur en úlfaldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband