19.6.2009 | 23:29
Gaman
Í fyrsta sinn svo ég muni var fótboltaleikur á Þjóðhátíðardaginn sjálfan. Sumir segja þetta helgispjöll aðrir segja þetta hið besta mál, Jón gamli Sig hefði ekki gert neina athugasemd við þetta. Hvað um það mínir menn tóku á móti Ólafsvíkur Víkingum í bikarleik. Skítakuldi og smá skúrir með köflum. Samt lét leikmenn Þórs veðrið engin áhrif hafa á sig og unnu leikinn sannfærandi 3-1. fyrir þá sem ólmir vilja lesa um leikinn þá bendi ég á umfjöllun um hann á heimasíður Þórs. Var með myndavélin á lofti eins og svo oft áður. Vilji menn skoða myndir þá er hægt að nálgast þær hér. Myndin sem hér fylgir er af Ármann Pétri Ævarssyni en hann skoraði eitt marka Þórs í leiknum.
Í vikunni fengum við góða heimsókn þegar heiðurshjónin og Skagfirðingarnir Jón Ósmann og Marta Sigtryggs droppuðu inn. Ávallt gaman að fá þau í heimsókn og ekki síður að sækja þau heim. Þá kemur maður ekki að tómum kofanum. Þá er snúist í kringum mann og manni þjónað í bak og fyrir eins um kónga væri að ræða.
Í dag var svo ákveðið að leyfa tveimur af þremur barnabörnunum að sofa hjá afa og ömmu þær Margrét Birta og Elín Alma. Heimsókn þeirra byrjaði með því að þær hjálpuðu afa við undirbúning matarins. Ritzkex bollur sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Eins og sést á myndinni lögðu þær sig alla fram við að gera þetta vel úr verki.
Eftir kvöldmat farið í freyðibað og um kvöldið var svo afa popp, horft á sjónvarpið og DVD og næs. Hér er nostrað við krílin, já bara gaman.
Fróðleikur dagsins: Ef skurðlæknir í Egyptalandi til forna missti sjúkling á skurðarborðinu voru hendur hans höggnar af
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.