15.6.2009 | 23:40
Að standa við gefin loforð
Áður en haldið var upp í íþróttahöll þar sem útskriftin fór fram dró Sölmundur fram ritgerðina og blaðaði aðeins í henni. Pabbi snöggur að smella einni.
Hvorki fleiri né færri en 289 voru brautskráðir þennan dag og því var gríðarlegur fjöldi fólks mætt í höllina til að vera með sínu fólki. Hér er Sölmundur að taka við skírteininu úr höndum Birgis Guðmundssonar Lektors.
Svo var tekið i höndina á deildarforsetum og rektor. Á þessari stundu var pabbinn ekkert smá stoltur.
Eftir athöfnina fórum við svo heim í Drekagilið þar sem við fengum okkur brauð með gröfnum- og reyktum laxi og öðru góðgæti. Engin önnur veisluhöld þennan daginn. Mamman ekki sátt að fá ekki að baka en engu tauti var komið við soninn - enga veislu takk.
Myndatökur heima í bak og fyrir.
Með ömmu og afa
Með systkinabörnunum
Og svo með systrum sínum.
Um kvöldið fórum við svo öll saman út að borða á Greifann. Og auðvitað fóru amman og afinn með. Frábær matur fínn staður og dásamleg kvöldstund. Sumir lifðu sig meir inn í þá athöfn að snæða en aðrir
Já stundum gleymir maður stund og stað þegar maður snæðir.Eftir mat var farið á rúntinn sem endaði eins og svo oft.... í Brynju. Já Brynjuís klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
Og í lokinn mátti ég til að stoppa og taka Nonna tali enda var hann gáfu maður mikill og víðförull. Ein mynd af honum í lok dagsins sem er vel við hæfi.
Nú svo heldur lífið bara áfram sinn vanagang. Sölli heldur sinni vinnu áfram en hann er að vinna í fjárreiðudeild á skrifstofum Akureyrarbæjar. Já hann er einn af þeim sem heldur utan um peningana hjá bænum. Þetta er allt vel við hæfi, nýr bæjarstjóri Hermann Jón Tómasson og Sölli eru nú einu sinni flokksbræður.
Fróðleikur dagsins er í boði Alberts Einstein:
Ég hugsa aldrei um framtíðina hún kemur nógu snemma.
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ flottar myndir af Sölla. Það er sko bara eðlilegt að vera stoltir foreldrar af sínum börnum þegar þeim gengur vel í skóla. Enda er það ekki öllum gefið. Gaman hefði nú verið að vera viðstödd þennan merka árangur hans en svona er bara lífið og tilveran. Sjáumst eftir rúman mánuð biðjum að heilsa í bæinn.
Hrönn Jóhannesdóttir, 18.6.2009 kl. 23:33
Gott að vera stoltur af börnunum sínum. Enn og aftur til hamingju
Anna Bogga (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.