Leita í fréttum mbl.is

Músagangur í veðrinu

Þegar kisi skreppur að heiman nota mýsnar tækifærið og gera sér glaðan dag. Þannig lætur láta þessasr tvær árstíðir sem nú mætast vorið að víkja og sumarið hægt og bítandi að taka völdin. En á hverju ári kemur smá bakslag, það kólnar. En svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera. Við búum á Íslandi.

Í dag skruppum við ,,gamla" settið í skólann, heimsóttum bekkinn hennar Elínar þar sem verið var að kynna hópavinnu. Einskonar sveitaþema. Gaman að fylgjast með barnabörnunum. Elín var afar stolt og ánægð að fá afa og ömmu í heimsókn og ekki skemmdi að hafa líka mömmu næg athygli. Eitt af því sem hún var svo stolt af að sýna var blómapottur þar sem hún hafði sett fræ af sumarblómi í. Verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú styttist óðfluga eins og óðfluga í að boltinn fari að rúlla. Stelpurnar okkar hefja leik á laugardag þegar þær halda suður yfir heiðar og sækja Breiðablik heima í Kópavoginn. Verður gaman að sjá hvernig fer. Stutt er síðan Stelpurnar okkar slógu út lið Breiðablik í Lengjubikarnum og má fullvíst telja að Blikar hugi á hefndir.

Á sunnudag hefja svo strákarnir leik þegar þeir fá Skagamenn í heimsókn í Bogann. Ætli Skagamenn söngli lagið ,,Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin í leikslok? ekki gott að segja en við bíðum og sjáum til 

Langar að benda ykkur á að ég hef sett inn nýjar myndir á flickr síðuna. Læt þetta nægja að sinni, en ég kem aftur það getið þið bókað.

Málsháttur dagsins: Sá sem alltaf gengur í bestu fötunum sínum á ekki spariföt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband