2.5.2009 | 00:25
Snilldar stelpur og .....
Það verður að segjast eins og það er ,,klúður". Auðvitað hefði ég átt að vera búinn að blogga um þetta fyrr, að sjálfsögðu. Öðru vísi mér áður brá hefði einhver sagt. Ég er að tala um Stelpurnar okkar. Þær léku á þriðjudaginn í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu gegn Breiðabliki. Verð að játa að fyrirfram var ég kvíðin. Nokkuð vantaði í hópinn okkar. En þegar á hólminn kom ráku stelpurnar allar áhyggjur ofaní kok á mér og fleiru með því að slá Blika úr keppninni. Þar með tryggðu þær sér sæti í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Það var ósvikin gleði hjá þeim í leikslok. Fyrsta skipti sem þær taka þátt í A- deild Lengjubikarsins og beina leið í úrslit. Algerlega frábært. Ég lofaði að vera með myndavélin á lofti og sjáið fögnuðinn - ósvikinn, ekki satt?
Á morgun laugardaginn 2. maí verður leikið til úrslita. Sá leikur verður í Kórnum í Kópavogi. Ekki á ég kost á því að vera á leiknum, en ég sendi einn fréttaritara með liðinu. Sölli fer með þeim og skrifar um leikinn.
Veðrið hefur leikið við okkur að undanförnu. Eins og Gunnar bloggvinur minn sagði þá eru það við aðstæður eins og á Akureyri og fleiri stöðum þar sem fjallasýn er þá sér maður vorið koma á annan hátt en ella.
Handan fjarðarins gengt bænum séð frá bryggjunni niður við Strýtu má sjá Hallandsnes. Þennan bæ áttu föður afi minn og amma þau Hjálmar og Ólöf. Þarna bjó lengi pabbi og hefur maður heyrt nokkuð af sögum þaðan m.a. af mörgum af hans prakkarastrikum, þar sem langafi (Berti í kofanum) varð fyrir.
Þar sem ég myndaði niður við fjöru bak við frystigeymslu Strýtu vakti yfir mér Krummi sem vildi greinilega hafa á því gætur að aðkomumaður færi ekki þar um eftirlitslaust, enda engin ástæða til.
Rúntur með barnabörnin upp í hesthúsahverfi. ,,Afi hvað er þetta risa stóra sem hangir niður úr þessum hesti". Við tók fræðsla sem ég hélt að ég væri laus við enda afi núna. En hvað um það þau vita allt um þetta núna.
Margrét Birta var öryggið uppmálað og rauk í hestana, klappaði og spjallaði við þá. Elín Alma ekki alveg eins örugg, hélt sig í hæfilegri fjarlægð. Betra fara rólega. Aftur á móti var ekki nokkur leið að fá strákinn úr út bílnum ,,afi Jón Páll bíða hér". Hann beið.
Á heimleiðinni var komið við í Mjólkursamlaginu og heilsað upp á Auðhumlu. Listaverk í hlaðinu af mjaltakonu sem er að mjólka kú. Skemmtilegt verk og gaman að mynda.
Og svo var brugðið á leik...
Og horft í átt að Súlum sem skörtuðu sínu fegursta og svo var haldið heim á leið.
Hafist var handa strax við heimkomu við að hræra vöffludeig. Þetta verður ekki betra, eða er það?
Fróðleikur dagsins: Sumt fólk talar í svefni, jafnvel þegar það sefur.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sat við tölvuna þegar konan kom með nokkrar bækur og spurði mig um. Hún er nefnilega að flytja Stubbuna um herbergi og í því sem hún á að fá eru fyrir allmargar af bókunum mínum. Ég greip strax tvær úr höndum konunnar, Sögu Kaupfél. N.Þing. 1894-1944 og Svalbarðstrandarbók. Opnaði þá síðari af rælni og við mér blasti mynd af Hallandsnesi ásamt klausu um bæinn. Svona er nú heimurinn lítill!
Gunnar Th (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.