Leita í fréttum mbl.is

Eins og blóm í eggi

Vegna anna hefur farið lítið fyrir bloggi síðustu daga og verður svo enn um sinn. Er á kafi í vinnu sem líkur um næstu helgi þ.e. daginn eftir kosningar. Hef lofað því að skrifa ekki um pólitík á blogginu og er það ástæða þess að lítill tími gefst.

Hvað um það. Brá mér í Skagafjörðinn í dag. Fermingarveisla í ætt konu minnar. Hafði að sjálfsögðu með mér viðhaldið. Rétt neðan við Silfrastaði sá ég álftir sem ég  hugði mynda. Var rétt að ljúka við að skipta um linsu og stilla vélina þegar parið flaug á braut. 

Á flugi

Náði aðeins í skottið, stélið á þeim á hröðum flótta, ekki góð gæði en samt ég bara næ þeim síðar. 

Veislan fín og fermingarbarnið geislaði eins og blóm í eggi eða þannig. En dagurinn byrjaði þó hjá stráknum að staðfesta þetta allt í kirkjunni. Nú er hann Dagur Bjarki komin í tölu fullorðina manna. Hef reyndar aldrei skilið þetta ,,komin í tölu fullorðinna manna.....".

Í tölu fullorðinna manna

Hér er Dagur ásamt mömmu sinni, stóra bróðir og stóru systir. Flott fjölskylda. 

Þurfti að bregða mér fram í fjörð um daginn nánar tiltekið að Grund í Eyjafirði. Notaði tímann í leiðinni til að mynda hina fallegu kirkju. Þessi kirkja er á efa ein af fallegustu kirkjum landsins. 

Grundakirkja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og séð framan frá

Grundakirkja

Já það er sama hvar á þessa byggingu er litið hún er falleg.

Á leiðinni aftur í bæinn smellti ég einni mynd af hesti einum sem smælaði framan í heiminn. Hann hefur greinilega áttað sig á því að ef hann smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í hann. Það gerði ég. Já hvað gat'ég annað gert þegar hann rak upp þennan líka hrossahlátur með sínu breiða brosi...?

Ef þú smælar framan í heimin þá.....

Já það styttist í alvöru blogg. Þið bara haldið áfram að kíkja og hver veit nema ein og ein stutt færsla detti inn svona af og til. En eftir rúma viku þá dett ég örugglega í grírinn. 

Málsháttur dagsins: Enginn veit á hverri stundu gæfan gefst

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flottar myndir eins og vanalega hjá þér.

Já þú segir það" dettur í gírinn"  eftir svona viku. Heldur þú að pólitíkin verði ekki alveg búin að ganga fram af þér?

Við sjáum nú til. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.4.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Pólitíkin fer langt með það..... en vona að þetta sleppi til

Páll Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 14:34

3 identicon

Uss þetta finnst mér líka skemmtilegt blogg frændi.  Flott myndin af hestinum. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband