Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegt en satt

  Sæt saman

Sjáið þessa fegurð..... er nema von að maður viti varla hvað maður eigi að segja.  Þessi ungi maður (ekki pólverji þrátt fyrir húfuna) er orðin árinu eldri en á sama tíma í fyrra. Skrítið. Sumir segja að maður sé ekki deginum eldri en maður vill vera og svo skemmi það ekki að eiga góða maka. Það á nú greinilega við hjá þessum skötuhjúum. 

Fyrir réttu ári hélt hann upp á 50. afmælisdaginn sinn og gerði það í London. Þá átti ég og kona mín þess kost að dvelja þar með Gústa og Hrönn. Það var algerlega ógleymanlegir dagar. Ég vissi að þau væru skemmtileg úr hófi fram svo það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að ferðin var snilld. 

Tekið í spil

Meðan á dvöl okkar í London stóð var margt brallað. Gústi tók í spil í góðum félagsskap.  Enda ekki á hverjum degi sem maður verður 50 ára og hittir svona snillinga. 

Með goðinu

Sumir voru jú afturgegnir eða þannig. 

Hvað um það Gústi mágur minn á sem sagt afmæli í dag. Hann er einu árinu eldri en í fyrra þegar hann varð 50 ára.  Ég sendi Gústa og Hrönn systir bestu kveðjur héðan að norðan og vona að þau eigi góðan dag. Væri samt alveg til í að eyða deginum með þeim líkt og í fyrra, en það bíður betri tíma. 

Þótt liðin séu mörg, mörg ár,

síðan Gústi kom í heiminn.

Flottur karl með grásprengt hár,

og fráleitt orðin gleymin.

 

 

Málsháttur dagsins: Hællinn finnur helst hvar skórinn kreppir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ og til hamingju með daginn Já alveg sammála þér með daginn fyrir ári síðan þetta var svo sannarlega skemmtileg ferð og við endurtökum þetta bara fljótlega alla vega ekki láta líða of mörg ár Væri sko alveg til í að komst í kaffi en því miður er dálitið langt að fara en verð hjá ykkur í anda og taktu frá smá afganga handa okkur þar til síðar Bestu kveðjur til ykkar frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 13.2.2009 kl. 02:44

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú lummar á þessu Palli minn. Haltu bara áfram.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.2.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Margith Eysturtún

Til hamingju með daginn 

Margith Eysturtún, 14.2.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband