Leita í fréttum mbl.is

Bretar hafa aldrei unnið stríð gegn Íslandi og mun aldrei gera - ALDREI.

Jæja - það er fjandakornið ekkert að frétta héðan frekar en þaðan. Lífið gengur sinn vanagang og ekkert nýtt gerist. Annars gaman að hugsa til þess að sauðheimskir Bretar hafi látið sér detta í hug að þeir gætu knésett Ísland. Við höfuð farið í stríð við þessa tindáta þeirra á hriplekum ryðdöllum sem eru lítið stærri en þvottabalar í þorskastríðum. Haldið til móts við freigátur þeirra og rassskellt þá. Við höfum aldrei tapað stríði gegn  Bretum og förum ekki að taka upp á því nú. Á sama tíma hafa Bretar aldrei unnið stríð gegn Íslandi sem er Stórasta land í heimi og það mun ekki breytast. Trúið mér að áður en langt um líður mun máltækið góða ,,sá hlær best sem síðast hlær" hljóma og BRETAR flýja í bólið með skottið á milli lappanna.

Ísland skrapp með skrekkinn í dag þegar þeir unnu Makedóna í landsleik í knattspyrnu. Sannast sagna var sigurinn algera hundaheppni. Ekki að það sé ekki í lagi heldur bara svo sjaldgæft að það gerist. Og þegar upp er staðið og sagan verður skoðuð man engin efir því hvernig sigurinn kom.

Meira af íþróttum. Á morgun hefst körfuboltavertíðin formlega. Mínir menn halda suður með sjó og mæta Íslandsmeisturum Keflavík í fyrsta leik vetrarins. Þið megið sem sagt eiga von á því að ég bloggi talsvert um körfubolta næstu mánuðina. Eins og þið kannski munið þá er ég ritstjóri á heimasíðu Þórs www.thorsport.isog þar eru margir nýir og spennandi hlutir að gerast. Margir gestapennar sem nú skreyta síðuna með ýmsum skrifum. Nýjasti penninn heitir Tinna Stefánsdóttir og er sjúkraþjálfari. Fyrsti pistillinn hennar sem ég birti í gær er tær snilld. Ég hvet ykkur til að fara á heimasíðuna og lesa þann pistil. Þar skrifar Tinna um forvarnir og krossbandaslit. Pistillinn. Einnig langar mig að benda ykkur á pistil dagsins sem er upphitunarpistill frá mér um leik kvöldsins milli Keflavíkur og Þórs sjá hér

Að öðru leiti bara allt í góðu. Svo endilega takið utan um hvort annað og gefið hressilegt knús og koss og segið við náungann hvað ykkur þyki vænt um hann. Það er gefandi.

Málsháttur dagsins: Flest allt sem er í kaf flýtur upp um síðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Bíð spennt eftir körfuboltavertíðinni Gangi ykkur vel með keflvíkingana en síður með hina grænu Knús hvað kemur það bara þegar kreppa er bara spyr og knúsa þegar mér sýnist Ulla bara á kreppu tal og fréttir, horfi bara á valið efni sem tengist öðru.

Hrönn Jóhannesdóttir, 16.10.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

bestu kveðjur frá okkur pabba þ,inum sjaumst fljotlega.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já mamma mín við hlökkum til

Páll Jóhannesson, 17.10.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband