Leita í fréttum mbl.is

Næring hugans

Hér á Íslandi líkt og út um allan heim er hafin vinna við að byggja upp hagkerfi heimsins eftir að pýramída byggingar fjármálasnillinga heimsins hrundu. Þeir hrundu af því að þeir stóðu á haus. Nú sem aldrei fyrr er nauðsýnlegt fyrir land og þjóð að snúa bökum saman og sýna æðruleysi. Menn mega ekki gleyma því að næra sálina til að halda geðheilsunni í þokkalegu standi. Í kvöld ætla ég að næra sálina sérlega með því að fara á völlinn. Fyrsti heimaleikur minna manna í Þór þegar þeir taka á móti nýliðum Breiðabliks í körfubolta á nýlögðu parketgólfi íþróttahallarinnar. Fyrir þá sem vilja er hægt að lesa ítarlegan upphitunarpistil á heimasíðu Þórs. Ég og Sölli mætum á svæðið með penna og myndavél og færum svo fréttir af gangi leiksins að honum loknum. Þú mætir á völlinn nýtur þess að horfa á skemmtilega íþrótt og öskrar þig hásann - Áfram Þór.

Að horfa á körfubolti er góð afþreying og það er einnig svo margt fleira sem hægt er að gera til að dreifa huganum. Góðir þættir í sjónvarpi t.d. er ein góð afþreying þó í hófi. Spaugstofan sýndi okkur í gær hvaða augum þeir sjá ástandið í dag. Þátturinn í gær var hreinlega snilld. Fær 10 af 10 í einkunn. 

Senn er sá tími liðin sem við köllum haust. Vetur konungur mun hægt og bítandi taka völdin. Spurningin er svo bara hversu hörðum eða mjúkum höndum hann mun fara um okkur? Snjólétt, snjóþungt, mildur, vætusamur, hlýr eða frostharka gildir einu. Það eina sem við verðum að hafa hugfast er að vera meðvituð um hvar landið okkar er staðsett á móður jörð. Eftir vetur kemur vor og svo sumar og........ gengur þetta allt sinn vanagang málið er bara vera sáttur við það sem maður hefur og kunna meta það.

Í lokin læt ég fylgja með mynd sem ég tók í byrjun mánaðarins þar sem ég reyndi að festa á kubb stemmingu haustsins. Stilla falleg litabrigði og fyrstu snjókorn haustsins fallin. Myndin er tekin af Drottningabrautinni í átt að Minjasafninu, sem þó sést ekki lengur vegna trjáa.

Haust í innbænum

Málsháttur dagsins: Sjáðu hvað þér sæmir, hugsaðu hvað þér hæfir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

brrrrr mér finnst þetta meira vetur

Anna Bogga (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Jac Norðquist

Innlitskvitt kæri Palli

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 23.10.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband