6.10.2008 | 08:55
Botn... ekkert svona ég stend á lokinu
Aaaaaa stormasamri helgi lokið. Sagt er að umferðin í ráðherrabústaðnum hafi verið með ólíkindum og í raun álíka mikil og á Oxford Street under ground station. Samt skilst manni að niðurstaðan sé nánast engin. Hvað um það. Hér er andskotans engin kreppa.
Gunnar hinn ógnar skemmtilegi bloggvinur minn ýjaði að því að botninum hjá mér væri náð eða allt að því voru einhverjar pælingar í gangi hjá honum og félaga hans. Ég hafði jú lofað að koma reglulega með fréttir af brotajárnshaugnum í Krossanesi. Kannski af því að ég er með of mörg járn (ekki brotajárn) hefur liðið full langt á milli færsla þar að lútandi. Gunnar þið þurfið ekki að hafa af því neinar áhyggjur að hjá mér sé einhver kreppa. Botn ekkert svona ég snéri helv.... tunninni við og stend því nú á lokinu. Þetta kalla ég að bjarga hlutunum, í hvelli.
Brotajárnhaugurinn í Krossanesi er ekki lengur til staðar. Þó er unnið þar með mikið járn, ekki brotajárn. Byggingaframkvæmdir eru komnar á fullt við byggingu aflþynnuverksmiðjuhússins. Seinast smellti ég af mynd af byggingaframkvæmdum þar 29. september og læt hana fylgja með þessari færslu. Það er óneytanlega skemmtilegra að horfa yfir svæðið eftir að vinnslan með brotajárnið vék af staðnum. Einhvers staðar þarf jú þessi vinnsla að fara fram en fjanda kornið ekki við þess konar aðstæður þ.e. nánast inní bænum.
Lokahóf knattspyrnudeildar Þórs var haldið á föstudagskvöldið. Mikil og góð skemmtun þar sem knattspyrnufólk ásamt stjórnarmönnum, styrktaraðilum, stuðningsfólki kom saman og skáluðu í malt og appelsín sem það drakk með þegar það gæddi sér á dýrindis lambi. Landsliðskonan og fyrirliði Þór/KA og silfurskóhafinn Rakel Hönnudóttir var kjörin besti knattspyrnumaðurinn hjá konunum en varnartröllið Atli Jens Albertsson sá besti hjá körlunum.
M'inir menn í Manchester City köstuðu frá sér sigrinum gegn litla liðinu í Liverpool. Sá ekki leikinn að undanskildum síðustu 10 mínútunum. Sanngjarnt veit ekki og er í raun saman. Það liðið sem skorar fleiri mörg sigrar punktur og basta.
Fróðleikur dagsins: Minnisbækur Pierre og Marie Curie voru seldar á uppboði árið 1984 eftir að geislavirkni þeirra hafði verið könnuð
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Aflþynnuverksmiðjuhús"?? Já ekki grunar mig hvaða starfsemi mun fara fram þarna, eitthvað munu titlarnir sem starfsmennirnir þarna fá vera flottir, kannski Aflþynnuverkstjóri í þynningaálmu 3. eða Aflþynnuforstjóri. Jæja þið norðanmenn eruð flottir.
Ég hefði viljað vera í malti og appelsíni með lambaketi um helgina hjá ykkur, enda lambaketið hvergi betra en fyrir norðan. En var upptekin við að búa til ný pláss í skápunum fyrir bikara í Frostaskjólinu.
Sko City töpuðu niður 2 marka forskoti í tap á 10 mínútum. Samt náðu þeir að fótbrjóta 2 leikmenn Liverpool. Ég spái þeim stórsigri í næstu umferð, enda munu varnarmenn ekki þora að koma nálægt þeim lengur.
S. Lúther Gestsson, 6.10.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.