Leita í fréttum mbl.is

Einstakar konur

Í afmælisdagabók fjölskyldunnar sem gefin var út árið 1943 af Fjallkonuútgáfunni segir um afmælisbörn dagsins í ljóði eftir Kristjón Jónsson 

GullmoliMóti brosir heiður, hár

himinn stjörnum búinn,

fylgi þér um æfiár

ástin, vonin, trúin.

Þetta á vel við afmælisbörn dagsins. Góð vinkona okkar hjóna þ.e  Dagný Elfa sem er annað afmælisbarn dagsins. Dagnýju höfum við þekkt í rúm 20 ár. Allt þetta hófst þegar ég kynnist manni hennar þegar við vorum samtíða til sjós á Svalbaki EA 302 og síðar á Sléttbaki EA 304. Sú vinátta sem tókst með okkur er ómetanleg. Ég ætla ekki að fara út í langa upptalningu á öllum hennar kostum eða göllum. Kostirnir eru margir og liggja alveg fyrir hverjir eru, en gallana þekki ég ekki. Séu gallar eru þeir ekki meiri en svo að ég hef ekki tekið eftir því, þannig eru vinir þeir eru bara góðum kostum búnir.

En stutt útgáfa af mannlýsingu gæti verið svona ,, Dagný er afburða greind vel menntuð kona sem veit hvað hún vill.  Hún er tryggur vinur vina sinna, hún er kona sem maður vill frekar hafa með sér en á móti. Allt sem hún tekur sér fyrir hendur leysir hún 100%. Dagný hefur þannig viðmót að manni líður bara vel í návist hennar. Hún er sannur vinur, sem ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst. Kæra vinkona til hamingju með daginn.

Hitt afmælisbarn dagsins er kjarnakonan Hrafnhildur Elín. Hrabbý er líkt og vinkona mín hér að ofan mörgum kostum búin. Mannlýsing hennar harmonerar ágætlega við þá sem var viðhöfð um Dagný. Hrabbý er nefnilega feiknalega vel greind kona og vel menntuð. Hrabbý hefur ávallt vitað hvað hún vill í lifinu og það segir henni engin fyrir verkum. Hrafnhildi kynntist ég þegar hún var að skríða inn í unglingsárin þar sem hún er frænka konu minnar. Við nutum góðs af henni m.a. við barnapössun. Um Hrabbý er hægt að segja svo margt gott. Hún er af góðu fólki komin og hefur það án efa haft áhrif á hversu vel hún komst til manna. En fyrst og síðast er Hrabbý í dag það sem hún er vegna þess hversu vel gerð hún er að upplagi. Hrabbý mín til lukku með daginn.

Þótt ekki eigi að þurfa taka það fram þá ætla ég samt að gera það að þessar konur eru jú báðar á besta aldri og það hafa þær verið allar götur frá því ég naut þeirra gæfu að hafa kynnst þeim. Til hamingju enn og aftur.

Í kvöld verður svo farið á djammið, eða þannig. Lokahóf knattspyrnudeildar Þórs þar sem meistara- og 2. flokkur karla og kvenna gera upp árið. Þar verður mikið um dýrðir og leikmenn verða heiðraðir hægri vinstri fyrir þeirra afrek á knattspyrnuvellinum. Lokahófin eru ávallt góð skemmtun og geri ég ekki ráð fyrir því að á því verði nein breyting í ár.

Að lokum myndin sem fylgir þessari færslu er af vinkonu minni Dagnýju og var hún tekin á afmælisdegi Margrétar Guðrúnar dóttur hennar í janúar sem leið.

Speki dagsins er tekin upp úr bókinni alveg einstök móðir; Við höfum breyst með árunum - en færst nær hvor annarri. Móðir og dóttir - vinir ævilangt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með allar þínar konur og vinkonur, væni, en segðu mér annað: Hvað er með brotajárnsvinnsluna þarna útfrá? Er eitthvert bakslag í henni? Einn félagi minn vestra hélt jafnvel að botninn væri dottinn úr ævintýrinu....

Gunanr Th. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband