Leita í fréttum mbl.is

Lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil......

Sædis1Dagurinn í dag er dálítið merkilegur fyrir margra hluta sakir. Mér finnst eins og ég standi frammi fyrir því að vera opna búr og sleppa lausum fugli og kalla á eftir honum ,, nú er þinn tími komin nýttu frelsið til hins ýtrasta". Kannski flögrar fuglinn út í lífið frelsinu fegin?. Kannski sé ég og heyri fuglinn fljúga nokkra hringi kringum húsið söngla fyrir munni sér ,,frelsið er yndislegt ég gera það sem ég vil....." svo kannski flýgur hann á vit ævintýranna og snýr ekki aftur nema rétt til þess að kíkja í heimsókn. En trúlega gerist það ekki vegna þess að þessi fugl er svo svakalega skynsamur. Hann flögrar þótt síðar verði en tíminn er ekki komin, þótt lagalega geti hann gert það.

Þetta ævintýri hófst fyrir sléttum 18 árum. Fuglinn kom inní heiminn með látum. Sædís Ólöf náði í dag þessu langþráða áfanga að verða lögráða. Nú hafa mamma og pabbi nákvæmlega ekkert yfir vald yfir henni. Hún getur gert nákvæmlega það sem hún vill.

Sædis2Sædís Ólöf er hreint út sagt yndisleg dóttir. Sædís er sú manneskja sem býr yfir mestri réttlætiskennd sem ég þekki. Hún hefur allar götur frá því að hún fór að tala haft skoðun á öllu alltaf, allstaðar. Öll börn eiga sér drauma, og það átti og á hún. Sædís ætlaði sér þegar hún var á leikskólaaldri að verða forseti Íslands og ekkert minna. Talandi um réttlætiskennd og jafnaðarmanna hugsun hennar þá sagði hún ávallt þegar hún var lítil ,, ef strákar mega þetta þá má ég líka" ef Sædís sagði svona þá stóð það PUNKTUR.

Sædís býr yfir mörgum afbragðs mannkostum. Hún er sögð afar lík pabba sínum að skapgerð og ýmsu háttalagi, en kannski ekki svo í útliti sem betur fer, hennar vegna. Sædís horfði iðulega á pabba sinn glamra á gítar í tíma og ótíma. Hún setti sér það markmið að gera það sjálf síðar. Fyrir hluta af fermingarpeningnum fór mín út í Tónabúð til Pálma og keypti sér rafmagnsgítar og magnara og sagði við pabba sinn. ,,Þú kennir mér í hvelli" Það voru í sjálfu sér ekki margar kennslustundirnar hún er óþolinmóð stelpa og lærði vel á milli tíma svo að stórum hluta til má segja að hún sé sjálfmenntuð. Í dag er hún fínasti gítarleikari og gaman að stilla saman strengi með henni og taka lagið.

SöngurSædís hefur afar næmt eyra fyrir tónlist. Hún var í mörg ár í barnakór Glerárkirkju og nú er hún í æskulýðskór sömu kirkju. Já kirkjustarfið hefur skipað talsverðan þátt í lífi hennar. Kirkjuskólinn, barnakór og nú æskulýðskórinn ásamt ýmsu öðru tengdu innan kirkjunnar.

Hvort draumar litlu telpunnar sem ætlaði sér að verða forseti þegar hún yrði stór rætast eður ei skiptir ekki öllu. Í dag virðist hún hins vegar stefna á leikskólakennaranám eftir því sem mér skilst. Það yrði mjög vel við hæfi. Hún er eins og kvenleggurinn allur afar barngóð og ljúf. En hvað sem verður ofan á skiptir ekki öllu, heldur að það sem hún tekur sér fyrir hendur muni hún gera af virðingu við starf sitt og sjálfa sig það skiptir öllu. En þar sem ég veit hversu heiðarleg þessi snjalla unga kona er þá er engin vafi að hún mun vanda til verka hvað sem hún mun taka sér fyrir hendur.

Sædís Ólöf sem er afmælisbarn dagsins hún kom í heiminn á FSA þennan dag árið 1990 kl. 10:45. Síðan þá hefur engin lognmolla verið í kringum hana og hennar nánustu. Það stóð heldur aldrei til, það á ekki að vera nein lognmolla í kringum börn. Sædís verður að heiman hluta dagsins og hluta til tekur hún á móti gestum, gæti verið að mamma sé búin að redda 1 eða kannski 2 smátertum hver veit?

Sædis18Fyrsta myndin með þessar færslu er tekin á hennar fyrsta afmælisdegi. Ef myndin er grand skoðuð sést að hún er að tjá sig bæði með munni og höndum. Næsta mynd er tekin tæplega ári síðar og ef þið skoðið þá mynd nánar sést þessi frægi grallarasvipur á henni þegar allra veðra er von, hrekkur og prakkaraskapur í nánd.

Þriðja myndin er svo tekin í afmælisveislu Jóhanns þar sem við feðginin tókum lagið eins og okkur einum er lagið - hey þetta var cool.

Seinasta myndin er svo tekin fyrir tveimur dögum við eldhúsborðið heima í Drekó. Af þessari mynd að dæma vildi ég að allir segðu að hún væri lifandi eftirmynd föður síns þá myndi trúlega lifna yfir pabbanum því megið þið trúa. En það sem upp úr stendur er að hún er sjálfri sér líkust. Og þegar maður er sjálfum sér líkur og trúr sjálfum sér þá er maður í góðum gír. Já þetta er eiginlega bestu lokaorðin í þessar langloku afmælisbloggfærslu. Til hamingju elsku Sædís.

Málsháttur dagsins: Það eru ekki allt klerkar sem síða hafa kápuna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margith Eysturtún

Til hamingju með dótturina. Afar lík pabba sínu. Eigið góðan dag saman fjölskyldan.

Kveðjur úr flatlandi

Margith Eysturtún, 8.10.2008 kl. 09:35

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Til hamingju með dótturina Hún er sjálfum sér lík og þér enda er hennar föðurætt með afbrigðum skemmtileg,falleg og gáfuð Eða ég hef heyrt það sel það ekki dýrara en ég keypti það Þennan dag fyrir 71 ári síðan leit önnur merk kona dagsins ljós en hún hét Sigríður og er mamma hana Gústa svo að það eru kjarnakonur sem eiga svona góðan dag fyrir fæðingardag

Hrönn Jóhannesdóttir, 8.10.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Til hamingju með stelpuna

Rúnar Haukur Ingimarsson, 8.10.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk fyrir kveðjurnar.

Páll Jóhannesson, 9.10.2008 kl. 11:08

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Til hamingju með dótturina.... það er eins og ég segi alltaf... "Það er enginn blankur meðan hann á börnin"

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 9.10.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Jac Norðquist

Falleg færsla Palli.... ég er greinilega ekki eini "Mjúki" maðurinn sem að bloggar á moggablogginu !! Hashahahahaha

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 10.10.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er satt Bói minn! það má stundum sjá tár á hvarmi þegar ég les sumar bloggsíður og þá aðallega .... þú veist.

Páll Jóhannesson, 10.10.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband