13.9.2008 | 11:53
Þetta er búið
Nú er þessu lokið. Allt búið, eða þannig. Hverju er lokið? gætu einhverjir spurt. Knattspyrnusumrinu hjá Stelpunum okkar er að ljúka. Seinasti leikurinn í dag. Skemmtilegt knattspyrnusumar er á enda og árangur Stelpnanna okkar er framar vonum alla vega hjá okkur stuðningsmönnunum en kannski ekki hjá liðinu. Mig grunar að þær hafi vitað allan tímann að þetta myndi verða jafn gott og raunin er á. Í dag er seinasti leikurinn hjá þeim og mæta þær Keflavík hér á heimavelli og hefst leikurinn kl. 13:00. Seinast þegar þessi lið mættust á heimavelli Keflvíkinga þá unnu okkar stelpur sannfærandi 0-5 sigur. Hvernig fer í dag er ekki gott að segja en vonandi kveðja þær frábært sumar með sigri. En það breytir því þó ekki að úrslitin skipta engu máli með lokastöðu liðsins. Liðið er búið að tryggja sér 4. sætið í deildinni. Myndin sem fylgir þessari færslu er tekin af liðinu fyrr í vikunni af þessu frábæra liði. Á myndina vantar 3 frábærar knattspyrnuhetjur sem allar eru farnar til náms í Bandaríkjunum þær eru Alexandra Tómasdóttir, Jónína Ásgrímsdóttir og Rakel Hinriksdóttir. Vonandi koma þær allar ferskar til leiks næsta vor. Áfram Stelpur í Þór/KA.
Fór á völlinn í gær og horfði á mína menn í Þór taka á móti Haukum í 1. deild karla. Frekar bragðdaufur leikur og úrslitin eftir því. Leiknum lauk með jafnteli 1-1. Það helsta sem til tíðinda bar á þessum leik var að þetta var kveðjuleikur Hlyns Birgissonar hins ástsæla knattspyrnumanns. Hlynur á að baki nærri 300 deildarleiki. Hann hefur m.a. leikið Örebro í Svíþjóð og lék þar við hlið Arnórs Guðjónsen m.a. Hlynur er meðal Þórsara jafnan kallaður ,,Kóngurinn". Ekkert skrítið hann er sannkallaður Kóngur með stórum staf. Hlynur er þó ekki að kveðja félagið því hann er þjálfari margra yngri flokka og hefur náð frábærum árangri. Þá er hann einnig farin að skipta sér af félagsmálum innan Þórs. Það er gott. Því segi ég ,,Takk Hlynur fyrir þitt framlag til félagsins". Myndin sem fylgir þessu er tekin í leikslok í gærkvöld þegar honum voru færðar gjafir frá karlaráði og stjórn Þórs.
Í dag er mikið að gera. Fara á völlinn og horfa á Stelpurnar. Að því loknu tekur við annars konar gleðskapur. Jóhann tengdasonur minn verður 30 ára gamall á mánudaginn ætlar að halda upp á það með húllumhæ í dag. Hann heldur uppá þetta í Lárusarhúsi, nema hvað? Samfylkingarmaðurinn sjálfur. Jóhann er mikið ljúfmenni í alla staði. Fáa eða enga þekki ég sem búa yfir jafn miklu langlundageði og hann. Jóhann getur horft í augun á manni þegar allt ætlar að ganga af göflunum, hann bíður og starir rólyndis augum djúp í vitund manna og segir eitthvað afskaplega yfirvegað þegar maður dregur að sér andann til að gera sig tilbúin í næstu lotu. Ég ætla svo sem ekki að telja upp alla kosti Jóhanns hér. Þeir sem þekkja hann þekkja hans kosti. Þeir sem ekki þekkja hann þurfa svo sem ekkert að vita meir um hann, eða þannig. Alla vega Jóhann er hinn vænsti drengur og afar góður tengdasonur. Myndin sem fylgir þessari færslu er tekin af Jóhanni og fjölskyldu á Sauðárkróki. Þá var öll fjölskyldan þar vegna þess að þær Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa á Landsbankamótinu í knattspyrnu. Og hér kemur ágætis tenging því þjálfari þessara barnabarna minna er engin annar en Hlynur Birgisson. Jói, Dagga og fjölskylda til lukku.
Málsháttur dagsins: Oft kemur sterkastur stormur úr blíðasta logni
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hélt að þú værir að tala um Man-City þegar ég sá fyrirögnina.
S. Lúther Gestsson, 13.9.2008 kl. 22:25
Það má til sannsvegar færa Lúther, þetta er búið ekkert basl lengur
Páll Jóhannesson, 13.9.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.