Leita í fréttum mbl.is

Já sæll! nóg að gera

Stelpur2008Gærdagurinn var afar annasamur svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Við feðgar fórum snemma morguns niður í Hamar félagsheimili Þórs og borðuðum morgunmat með Stelpunum okkar í Þór/KA. Svo var farið niður á Akureyrarvöll og seinasti leikur sumarsins kl. 13:00. Keflvíkingar komu í heimsókn. Suðurnesjamenn áttu harma að hefna frá því fyrr í sumar þegar Stelpurnar heimsóttu þær heim og unnu 0-5 sigur. Keflavísku stelpurnar hugðu kvitta fyrir þann ósigur. Þór/KA hefur verið á mikilli siglingu og var búið að tryggja sér 4. sætið í deildinni og hafði ekki í hyggju að láta í minni pokann fyrir gestunum að sunnan. Enda fór svo að Þór/KA vann sannfærandi 6-3 sigur þar sem drottningin okkar hún Rakel Hönnudóttir skoraði 4 mörk og tryggði sér silfurskóinn þar sem hún varð næst markahæst í Landsbankadeild kvenna. Það sækir að mér smá kvíði. Tímabilið búið og þetta lið, þessar stelpur og allir þeir sem starfa í kvennaráðinu hafa skipað svo stórann sess í lífi manns frá því í byrjun maí. En hvað um það það vorar áður en maður veit af og fer boltinn hjá þessum elskum að rúlla að nýju. Segi enn og aftur Áfram Stelpur í Þór/KA.

GreifameistararOg aðeins meira af íþróttum. Um helgina fór fram Greifamótið í körfubolta. Það var smærra í sniðum en venjulega. En hvað um það mótið fór fram engu að síður enda menn farnir að undirbúa veturinn að krafti.

Þórsliðið sem leikur í úrvalsdeild vann þetta mót nokkuð örugglega og vann alla sína leiki. Það er mikill hugur í mönnum og ætla menn sér að toppa árangur síðasta veturs. Þá fór liðið í 8 liða úrslit og féll úr keppni gegn Keflavík sem stóð uppi sem Íslandsmeistarar enda gat ekki annað verið fyrst þeim tókst að slá mína menn út. Hvað um það menn ætla sér stóra hluti í ár og fara lengra en síðasta vetur. Nú er rétt um mánuður þar til keppnistímabilið byrjar svo nú fer maður að setja sig í körfuboltagírinn.

SöngurStrax að leik loknum hélt liðið upp á lokin með grillveislu þar sem útlendu leikmennirnir okkar verða farnir af landi brott þegar lokahófið verður haldið. Ég varð að neita mér um þessa skemmtun enda annað sem beið - afmælisveisla tengdasonarins.

Jói og Dagga héldu heljarinnar partý af því tilefni að Jói verður 30 ára á morgun 15. sept. Veislan haldin í Lárusarhúsi, húsi Samfylkingarinnar á Akureyri, nema hvað? enda starfar Jói þar talsvert. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Kökur og alls kyns krásir sem Dagga töfraði fram úr erminni.

Ég og Sædís í samstarfi við Döggu mættum með gítarana og tókum 3 sérvalin lög og spiluðum og sungum fyrir afmælabarnið og salurinn tók hressilega undir. Elín Alma kom síðar að málið við afa og sagði ,,afi af hverju syngjum við ekki afmælissönginn fyrir pabba?". Þvílíkur skandall að klikka á þessu. Og auðvitað var það gert með þvílíkum stæl að undir tók í fjöllunum. Af einhverjum ástæðum fékkst eldri systirin ekki til þess að syngja með, það var hennar mál. Sem sagt mikið húllumhæ fram eftir degi og langt fram á kvöld.

Verð að minnast á það að þennan dag á Dóri stóri bró afmæli. Eitthvað minna fyrir því hér norðan heiða enda býr karlinn í Mosfellsbænum, sem eitt sinn hét nú bara Mosfellssveit.

andanefjaEr búin að gera nokkrar atlögur að því að ná myndum af Andanefjunum. Það tókst loks í vikunni. Náði ekki mörgum myndum en samt nokkuð góðum. Læt hér eina flakka með.  

Nú ætti það að verða auðveldara að mynda þessar skepnur enda nú fjórar sem halda til að Pollinum. Maður veltir því fyrir sér hvað getur valdið því að þessar skepnur ílengjast hér? Sumir leiða að því getur að þær hafi flúið undan öðrum hvölum sér grimmari, hver veit? svo sem ekki vitlausara en annað. Svo gæti einnig verið að þessi dýr séu bara haldin óbilandi sýniþörf og vilji bara vera hér til að láta mynda sig? Nú svo segja trillusjómenn að pollurinn sé hálffullur af síld. Já blessað silfur hafsins. Þetta er svo sem ágætis tenging þ.e. þetta með silfrið þar sem ég byrjaði á því að segja ykkur frá því að Rakel Hönnudóttir hafi hlotið silfurskóinn, askoti er karlinn farin að tengja trekk í trekk.

Málsháttur dagsins: Hvað stoðar full kista ef kölski geymir lyklana?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Greinilega búið að vera gaman hjá ykkur og okkur líka. Sjáumst.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband