8.9.2008 | 23:11
Þegar villidýrið slapp út þá lagðist hún á ......
Þetta er einn af þeim dögum sem ég veit ekkert um hvað eigi að blogga. Ætti ég að taka þátt í rifrildi um hvort það hafi verið skandall að dæma sigurinn af Hamilton eður ei? veit ekki, en ég spyr mig hvort menn vilji í raun leyfa mönnum að haga sér inná brautinni með frumskógarlögmálið að leiðarljósi?
Við getum jú glaðst vegna gegni Íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu. Þeir unnu Norðmenn með því að ná jafntefli gegn þeim á útivelli. Já svei mér þá ef við erum ekki u.þ.b. að verða heimsfrægir fyrir afrekin okkar í knattspyrnunni?
Svo gæti ég líka haft á því skoðun hvort Zola verður næsti stjóri West Ham eður ei, eða hvort hann heldur áfram að naga njóla og íslendingaliðið West er komið i hinn vesta ham. Þvílík steypa, greinilegt að maður er í bloggkreppu.
Fann mér til dundurs og hóf að bera á sólpallinn áður en konan rak mig út til þess. Þarna snéri ég á hana. Sú var skrítin á svipinn þegar ég var komin með pensilinn í hönd og allt klárt án þess að hafa verið rekin til þess. Segið svo að maður sé ekki húsbóndinn á sínu heimili? Ég ræð því sko sjálfur hvenær ég kem undan rúminu, og hana nú.
Er með höfuðið í bleyti af og til og velti því fyrir mér hvort ég eigi að taka þessara kolvitlausu ábendingu bloggvina minna um að halda áfram að blogga um gömul hús. Svei mér þá, ég sem elska nýmóðins steinkubbalda og helst háhýsi. Svo hélt ég að bloggvinir mínir væru vinir mínir? en sjáum til kannski ég taki mig til áður en langt um líður og finni einhvern trékassann enn til að skoða og fræðast um og setja á netið, aldrei að vita.
Hugsið ykkur að ég skuli hafa haft mig út í að skrifa þessa endalausu steypu sem vafalítið engin nennir að lesa. Og það sem meira er pælið í því að ég með þessari klikkun skuli hafa náð að ræna þig dýrmætum tíma þínum við lestur þessa vitleysu, já ekki er öll vitleysan eins.
Málsháttur dagsins: Bágt er að troða tveimur stórum í einn sekk336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey ! Bannað að afsaka langa færslu með því að hún hafi ekki verið þess virði.... það kastar salt í augun á okkur sem að þó lásu !!! Hahahahahaha.
Lýst vel á að þú haldir áfram með húsamálin.... og það þarf ekkert endielga að vera gamlir kumbaldar.... en er eitthvað nýtt háhýsi á Eyrinni ? Spyr sá sem ekki veit ;)
Bestu kveðjur
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 9.9.2008 kl. 13:12
Segið svo að það sé ekki hægt að blogga um ekki neitt
Anna Bogga (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.