29.8.2008 | 16:42
Haustið
Framan af degi hefur verið heldur drungalegt yfir að lítast. Fyrstu merki haustsins. Rigning, smá hreyfing á logninu og Glerár rennur kolmórauð til sjávar. Eins og sést á myndinni markar þessi elska skil í sjóinn. Nú fer að verða gaman að mynda. Náttúran tekur breytingum og hinir ótrúlegustu litir munu skreyta landið okkar og þá er um að gera njóta tímans sem í hönd fer.
Ætla taka áskoruninni hjá Bóa og taka fljótlega fyrir gömul hús á Akureyri og skoða þau út frá sögunni. Hef strax ákveðið hvaða hús verður fyrir valinu. Þetta er ekki getraun en til gamans þá var eitt sinn þvottahús rekið í þessu húsi og sá sem byggði húsið og átti lengi var stórkaupmaður á Akureyri og hét Ragnar Ólafsson.
Mikki Jackson er fimmtugur í dag. Ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég sennilega bætt við 20+ við réttan aldur ef ég hefði verið spurður. Alla vega ef hann kíkir á bloggið hjá mér þá til hamingju með daginn Mikki.
Dagurinn hófst þó á því að ég fór í Hamar og drakk kaffi með félögunum. Fyrsta málefnið var að kryfja leik Þórs og Víkings sem fór fram í gærkvöld. Engin sáttur við þau úrslit en 0-3 tap staðreynd. Þótti mönnum sigurinn í raun sanngjarn en 0-3 var einum og stór miðað við gang leiksins. En í boltanum er ekkert til sem heitir sanngirni. Samt enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Málsháttur dagsins:Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest249 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.....og finnur sér góða þúfu til að tidla sér á.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:34
Hlakka til að sjá húsið ;)
Kveðja
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 1.9.2008 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.