28.8.2008 | 23:53
Þráhyggja eða hvað
Í vetur sem leið eignaðist ég myndavél sem ég var hálf ástfangin af. Ég fékk dellu, ljósmyndadellu. Kveikjan var trúlega félagi minn sem áður hafði fjárfest í samskonar vél smitaði mig. Hvað um það. Hann startaði ljósmyndakeppni milli okkur nokkurra félaga sem allir eigum samskonar vélar. Teningunum var kastað. Þema fyrstu vikuna var frost ef ég man rétt. Ég sendi mynd inn af trillu sem lá við legufæri í smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Báturinn heitir Smugan. Svona er myndin sem þá var tekin og send í keppnina.
Þegar vora leysti lagði ég leið mína í Sandgerðisbótina sem oftar. og þá smellti ég aftur mynd af þessu fleyi þegar snjóa hafði leyst og báturinn trúlega til í slaginn. Bloggfélagi minn einn sem er fullur af fróðleik um gripinn sá strax að báturinn væri ekki í sem besta ástandinu og hálfpartinn skoraði á mig að versla gripinn og gera upp. Svona leit gripurinn út þá.
Nú skömmu síðar þegar leið mín lá í Bótina sá ég að báturinn var komin á þurrt og tveir menn voru í óða önn við að skrapa og gera klárt undir málningu. Ég fékk að smella mynd af bátnum ásamt öðrum manninum sem er einn af eigendum bátsins. Hann fræddi mig á því að trúlega væri báturinn ekki falur þótt boðið væri hátt. Ég fékk ýmsar upplýsingar um bátinn og sögu hans og bloggaði um það forðum daga sjá hér. En ef þið nennið ekki þá var um bátinn stofnað ,,útgerðar- og eigendafélag" sem heitir TÚA ,,Trillubáta Útgerðarfélag Akureyringa".
Leið mín liggur oft í Bótina og nú er Smugan komin á flot aftur nýmáluð og skveruð. Búið að koma henni í Þórslitina þ.e. Rautt og hvítt.
Það kann að vera að fólki sé farið að þykja þessi mikla athygli sem þessi trilla fær hjá mér sé farið að líkjast þráhyggju. Það getur verið. Og sé svo þá er það bara allt í lagi.
Að endingu má ég til með að henda inn enn einni færslunni um Manchester City. Þeir eru komnir áfram í Evrópukeppninni, sem er bara hið besta mál.
Málsháttur kvöldsins: Hvar sem fjandinn ei er, þar hefur hann sína336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst "Þráhyggjan" þín bara skemmtileg lesning Palli. Endilega haltu áfram á þessari braut. Það væri samt ferlega gaman að sjá þig taka fyrir gömul hús á Akureyri og í nærsveitum og fá smá sögustund um þau.... ég varpa þessu hér með fram. .... ja... og skora bara á þig um leið :)
Bestu kveðjur frá Odense
Jac "Bói" Norðquist
Jac Norðquist, 29.8.2008 kl. 09:21
Innlit.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.8.2008 kl. 11:59
Bói! þessari áskorun er tekið hér með - nú er eins gott að fylgjast með....
Páll Jóhannesson, 29.8.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.