25.7.2008 | 16:39
Stelpurnar okkar í Þór/KA
Í kvöld taka Stelpurnar okkar í Þór/KA á móti Stjörnunni úr Garðarbæ í Landsbankadeild kvenna. Stjörnukonur sitja í 3 sæti deildarinnar en Stelpurnar okkar í því 6. Bendi fólki á að það getur lesið ítarlegan upphitunarpistil á heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs þar sem spá er í spilin og viðtöl tekin við leikmenn Þórs/KA sem og viðtal við hinn stórskemmtilega þjálfara Stjörnunnar Þorkel Mána Pétursson. Fljótt eftir leik verður svo sett inn ítarleg umfjöllun um leikinn með viðtölum og tilheyrandi að sjálfsögðu á heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs. Hvet fólk til þess að fara á völlinn og hvetja Stelpurnar okkar til sigurs. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15. Vek athygli á því að frítt er á leikinn.
Í kvöld mun hinn nýi leikmaður Mateja Zver sem er Slóvensk landsliðskona spila sinn fyrsta leik hér á Akureyrarvelli. Mateja kom inn á í seinasta leik sem var gegn KR í Frostaskjóli og þótt standa sig afar vel. Hún var reyndar þreytt eftir rúmlega sólahrings langt ferðalag. Nú er öll þreyta úr henni svo gera má ráð fyrir því að hún komi fersk inn í liðið í kvöld. Að lokum mun svo liðinu bætast liðsauki á sunnudag þar sem önnur Slóvensk landsliðskona er á leið til landsins og þann leikmann munum við fá að sjá í leik hér heima gegn HK/Víkingi á Akureyrarvelli n.k. þriðjudagskvöld.
Í tilefni dagsins: Áfram Stelpur í Þór/KA
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.