Leita í fréttum mbl.is

Glerá er falleg á

Mórauð GleráKunningi minn sagði eitt sitt ,,þessi á er ógeðsleg hana á að setja í stokk svo við sjáum hana aldrei nema við ósinn. Hún er skítug, hún er ljót og hún hefur drepið". Á þetta m.a. við Elliðaárnar spurði ég? ,,já hún er ljót og skítug. Pældu í því við gætum byggt helling ofan á stokkin og kúkað beint í þessar sprænur". Mikið er ég nú feginn að þessi kunningi minn hefur engin áhrif á skipulagsmál hvers konar. 

Eftir úrhellis rigningu í gær er meira vatnsmagn í ánni í dag en venjulega og hún rennur kol mórauð til sjávar. Meira segja í þannig ham þ.e.a.s. mórauð og skítug vegna aurburðar vegna rigninga er Glerá falleg.

 

GleráÞað er alveg sama hvar á landinu þú ert, þú getur alltaf séð eitthvað fallegt í umhverfinu meira segja á dökkum dögum. Þú verður bara opna augun og vilja sjá fegurðina sem er allt í kringum þig og þá sérð þú fegurðina. Það hvarflar ekki að mér að halda að mitt nánasta umhverfi sé eitthvað einstakara en annað, því þannig er það einu sinni að hverjum finnst sinn fugl fegurstur, ekki satt?

Það er eins með mig og svo marga Íslendinga að maður leitar oft langt yfir skammt til að sjá það fallega. Og oftar en ekki blasir eitthvað fallegt við manni dags daglega þótt maður taki ekki eftir því. Sannast þar máltækið ,,maður líttu þér nær".

GlerabruÉg tók mig til í morgun og fékk mér göngutúr meðfram hluta af Gleránni. Og auðvitað var viðhaldið með í för, nema hvað?. Glerá er falleg hún er einstök. Eftir að gamla virkjunin var endurbyggð og stígar malbikaðir meðfram árfarveginum og menn hættir að dæla endalaust drullu í ánna þá nýtur maður enn meira þess hve falleg áin er.

Myndirnar með þessari færslu tók ég í göngutúrnum og þær virðast helst til þungbúnar. Vissulega eru þungbúnar enda eru að verða veðraskipti ef svo má segja. Mikil rigning var í gær ásamt talsverðum hita og því þungt yfir. Aftur á móti er nú að birt yfir öllu að nýju sólin brýst fram úr skýjunum og hitamælarnir hækka hægt og bítandi en örugglega. Og þegar þannig gerist þá lætur maður það ekki spyrjast út að maður eyði tímanum fyrir framan tölvuna heldur vistar maður færsluna og dembir sér út aftur í góða veðrið. Málsháttur dagsins er vel við hæfi.

Málsháttur dagsins: Maður líttu þér nær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þap segirðu satt, þetta er falleg á. Er engin fiskur í henni?

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nei því miður er engin fiskur í Glerá. Það kemur líklega til út af því að meðan að Sambandsverksmiðjurnar voru og hétu þá var miklu af alskyns óhreinindum dælt í blessaða ánna. Svo er steypustöð talsvert ofar og þar fer örugglega mikið af sementi og öðrum óþrifnaði í ánna þótt það hafi mikið minnkað á undanförnum árum. Kannski eigum við eftir að sjá einhvern fisk í ánni þegar fram líða stundir, hver veit?

Páll Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flottar myndir

Hrönn Jóhannesdóttir, 22.7.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þessi titill á rétt á sér GLERÁ ER FALLEG. Í huga minn fara ótal minningar sem maður á við og ofaní Glerá. 

Þegar ég og félagar mínir vorum ungir svona á bílprófsaldrinum þá ókum við oft yfir brúna á efstu myndinni, þá voru snjóalög þannig að ekki sást oft í handriðin.  Marg sinnis lentum við því að vera næstum búnir að aka yfir handriðið og steypa okkur niður þegar við lékum okkur af því að ryðja leið yfir.

Oft var svo mikill klaki í brekkunni er komið er yfir að við komum húrrandi afturábak og vönduðum okkur við að hitta á brúna. 

Við óðum, syntum, stýfluðum, sigldum,drukkum, keluðum....allt í og við GLERÁ.

Eitt leiðinlegasta atvik sem ég man við Glerá var þegar félagi okkar keyrði framm af við brúna til móts við Hliðarfjallsafleggjaran, við horfðum á hann stórslaðann í bílnum og enginn komst til hans í margar klst. þá bölvaði maður Glerá

Rétt er það að Glerá hefur tekið líf og oft er erfitt að sætta sig við atvik sem mest er talað um og rifjað upp, þar voru ung börn að leik og við skulum alltaf trúa því að það hafi átt að vera leikur.

Það að fljúga yfir Bæinn og sjá Glerá líða í gegnum bæinn er eitthvað þannig að maður bara þegir.

S. Lúther Gestsson, 23.7.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Dóri Blöndal sem kenndi okkur forðumí Gagganum og slysaðist síðar til þess að daga uppi á þingi... orti svo skemmtilega um Glerána:

Hver er sú á

sem aldrei frýs

Gul og rauð og græn og blá

og gerð af SÍS 

... ja hann gat allavega ort blessaður:-)

Kveðja í Heiðardalinn, sem ég reyndar heimsótti í 2-3 daga um daginn og varð næstum því úti í gaddinum - Steini

ps. Húsbíllinn okkar heitir Viðhaldið og mér þætti vænt um að þú værir ekki að dragnast með hann í einhverjar ófærur í kringum Glerána:-)

Þorsteinn Gunnarsson, 23.7.2008 kl. 02:39

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther! já áin á sínar dökku hliðar eða réttara hún tengist nokkrum dapurlegum atburðum. Þannig er nú víðar farið.

Steini! Já Dóri kann að yrkja - annað útrætt varðandi hann.

Þetta með viðhaldið, mitt viðhald er smærra í sniðum en þitt, augljóslega. Hafðu ekki áhyggjur af misnotkun ég ræð ekki við fleiri viðhöld, í bili alla vega.

Páll Jóhannesson, 23.7.2008 kl. 08:47

7 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Það er fiskur í Glerá, en ekki stórar göngur mér vitanlega. Það hefur að ég held komið til tals hjá SVAK ( Stangaveiðifélag Akureyrar ) að kanna með að auka fisk með sleppingum og slíku. Síðast í fyrra sá ég mann veiði fisk rétt á móts við Glerártorg, þokkalegasti putti sem hann fékk.

Held bara að allt of margir álíti hana alveg fisklausa og reyni því lítið að veiða.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.7.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband