Leita í fréttum mbl.is

Þessar stelpur eru hreint út sagt yndislegar

ÞórKA Stjarnan2Stelpurnar okkar stóðu í eldlínunni í gær þegar þær mættu hinu baráttuglaða liði Stjörnunnar úr Garðabæ, þar sem hinn skautlegi Þorkell Máni Pétursson þjálfari stendur við stjórnvölinn. Þorkell Máni hefur gefið það út að hann stefni að því að vera með leiðinlegasta liðið í deildinni. Hann á við að engu liði eigi að þykja gaman að spila við sitt lið vegna þess að þau tapi jafnan fyrir þeim - sniðugt viðhorf hjá honum.

Fyrir leikinn sagði ég í upphitunarpistli á heimasíður Þórsað ég vonaðist til þess að honum myndi þykja gaman á Akureyri alveg fram að leik, en eftir og meðan á leik stæði þætti honum hundleiðinlegt að vera hér. Mér varð að ósk minni. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar í Þór/KA sigruðu lið Stjörnunnar 2-0 með mörkum frá Ivönu Ivanovic og landsliðskonunni Rakel Hönnudóttir. Önnur myndin er einmitt frá því augnabliki sem boltinn er á leið yfir marklínuna og þá varð staðan orðin 2-0.

RakelMark StjarnanFyrir þá sem hafa áhuga er hægt að fara á heimasíðu Þórsog lesa ítarlega umfjöllun um leikinn og ummæli í leikslok. Þau skrif á Sölmundur. Snilldar skrif hjá honum. Er hann einn örfárra sem skrifa um íþróttir sem tekst að gera það án þess að hnútukastast út í dómara og blindast af sínu eigin liði. Öll skrifin eru þess eðlis að fyrir þá sem ekki þekkja til myndu þeir seint giska á að hér væri um heimamann að ræða.

Eitt skyggði þó á annars góðan leik og skemmtilega stemmingu meðal áhorfenda. Þar féllu miður skemmtileg orð um þjálfara Stjörnunnar sem ekki voru við hæfi og engum til sóma. Þau særðu. Kvennaráð knattspyrnudeildar bað þjálfara og forráðamenn Stjörnunnar afsökunar og vonum við svo sannarlega að þetta eigi ekki eftir að endurtaka sig, aldrei. Ég held að svo sé ekki því ég veit að Þorkell Máni veit að þessi ummæli eru ekki í anda liðsins, vonum að svona gerist ekki aftur hvorki hér hjá okkur eða öðrum. Þorkell Máni sagði þetta leiðinlegt þar sem áhorfendur hafi verið skemmtilegir og frábærir allt þar til í blálokin er þessi ummæli féllu.

ÞórKA Stjarnan66Í lokin eftir að menn höfðu róað sig niður, rætt málin og krufið þau féllust menn í faðma. Þjálfara beggja liða þ.e.a.s. Dragan Stojanovic þjálfari Stelpnanna okkar og Þorkell Máni skildu sáttir og féllust í faðma eins og myndin hér sýnir. Þetta eru báðir miklir heiðursmenn og höfðingjar.

Stelpurnar okkar í Þór/KA klifra nú hægt og bítandi upp stigatöfluna og eru nú búnar að hala inn jafnmörk stig og þær gerðu allt tímabilið í fyrra. Næsti heimaleikur hjá þeim verður n.k. þriðjudag þegar nýliðar HK/Víkings koma í heimsókn. Stelpurnar okkar unnu fyrri leikinn á útivelli fyrr í sumar svo vonandi endurtaka þær leikinn á þriðjudaginn. Ég skora alla sem hafa tök á að mæta á leiki hjá Stelpunum okkar þær eru með þrusu gott lið og það sem meira er að gæðin á leikjum í kvenna knattspyrnunni eru slík að sómi er af.

Annars er nokkuð ljóst að ég mun nýta daginn í dag framan af til þess að liggja í leti og njóta veður blíðunnar. Grillið verður ræst tímanlega og trúlega fer lambið á það ásamt ýmsu öðru góðgæti. Verð að hafa eitthvað gómsætt á grillinu tilbúið þegar ,,Óðalsbóndinn" Theódór kemur heim í lok dagsins vonandi brosandi út að eyrum. Karlinn skráði sig á golfmót sem fram fer á Jaðarsvelli. Hann mun áræðanlega slá þar í gegn. Á meðan ætla konurnar að slappa af í búðum.

Slagorð dagsins: Áfram Stelpur í Þór/KA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Til hamingju með stelpurnar. Ég er búinn að fara á nokkra leiki hér fyrir sunnan, verð þó að viðurkenna að ég hef ekki verið að fara á kvennaboltann. Aðalelega KR leiki ásamt því að aðeins hef ég farið á ÍR völlinn, þar sem ég er að styrkja það lið.

Enn ég hef einmitt orðið var við svona óþarfa leiðindaratvik sem koma úr áhorfendastúkunni,þetta er eitthvað sem verður að taka fast á.

Menn eru meiri að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar á þeim strax eins og  Kvennaráð KA/þórs. Til fyrirmindar.

 Passaðu að snúa ketinu og njóttu kvöldsins.

S. Lúther Gestsson, 26.7.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Gleymdi að minnast á að nú seinnipartinn eru HAMBURGER og MANCESTER CITY að leika. Hefurðu nokkurn tíma til að taka á móti gestum???

S. Lúther Gestsson, 26.7.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nei ég hef engan tíma til þess - en verð að láta mig hafa það fyrst þeir eru mætti  nei annars þetta er í lagi fyrst alvaran er ekki byrjuð...

Páll Jóhannesson, 26.7.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband