17.7.2008 | 23:59
Að standa við stóru orðin, hvað annað?
Endaði síðustu færslu á því að segja að ég myndi setja inn fleiri myndir frá ferð okkar í Grímsnesið í síðustu víku og byrjun þessara. Og ekki þarf nokkur maður að efast um að maður standi ekki við stóru orðin, hvað annað.
Á mánudeginum fékk ég upphringingu frá systur dóttir minni henni Anítu og tjáði hún mér að hún ásamt fjölskyldu sinni væru í sumarbústað stutt frá Laugarvatni eða nánar í Úthlíð. Aníta frænka býr í Keflavík og þar af leiðandi hitti ég hana ekki nægilega oft og því lá beinast við að taka örlítla likkju á leið sína á heimleiðinni og heimsækja þau.
Þegar við svo lögðum af stað heim á þriðjudag var stefnan tekin á Úthlíð til Anítu og mannsins hennar Davors og barnana þeirra. Við áðum hjá þeim á annan klukkutíma ef ég man rétt og þáðum kaffi og kleinur og annað góðgæti. Naut ég þess að dætur hans Davors voru duglegar að bera í mann sérvaldar kleinur, snilldar stelpur.
Nú punkturinn fyrir Í-ið var svo að Hrönn systir og Gústi maðurinn hennnar voru þarna í heimsókn svo að þessi stutta stund sem við áttum saman var bara skemmtileg, nema hvað þegar svona skemmtilegt fólk kemur saman.
Mér þótti vel við hæfi að taka mynd af honum Ágústi mávi mínum með nafnið á bústaðnum fyrir ofan sig. Bústaðurinn heitir því skemmtilega nafni Hamarskot.
Þegar við lögðum svo af stað var stefnan tekin norður og var farið yfir Lyngdalsheiðina. Falleg heiði með fallega fjallasýn, en væri alveg til í að sjá vegin í betra ástandi. Það kemur síðar, vonandi.
Frændræknin að drepa liðið og sló ég á þráðin til ,,stóra" bró sem á sumarbústað í Kjósinni til þess að tryggja að kaffi yrði á könnunni. En auðvitað þurfti hann að vera vinna eins og vitleysingur og verða af þeirri skemmtun að fá okkur í heimsókn. Það er jú hans missir. En hann getur huggað sig við að það styttist óðfluga eins og óðfluga í að við munum hitta hann í Kjósinni.
Í dag á svo elsta barnabarn foreldra minna afmæli. Ég er að tala um systurson minn hann Vigfús Má Ragnarsson. Ef mig skjátlast ekki þá er hann orðin 34 ára gamall. Fúsi býr ásamt konu sinni Margith og tveimur börnum í landi Margrétar Þórhildar.
Fúsi hefur búið í allmörg ár erlendis, fyrst í Færeyjum og svo í Danmörku þar sem hann býr nú við góð kjör og að því er mér skilst líður þeim bara mjög vel þar. Gaman væri að dúkka upp hjá þeim hjónakornum einn daginn. Og fyrst maður er að minnast á þau hjón þá skora ég á ykkur að fara á bloggið hjá Margith og sjá listaverkin hennar í kökuskreytingum, sjón er sögu ríkari kíkið á þetta.
Stákarnir í Þór héldu í Ólafsfjörðin og sóttu heim sameinað lið KS/Leifturs. Þar máttu þeir bíta í það súra epli og deila stigum með heimamönnum. Á morgun mun svo fara fram stórleikur á Akureyrarvelli þegar Stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti Breiðabliki í Vísabikarnum. Liðin mættust fyrr í sumar á Akureyrarvelli í deildinni og þar fóru Stelpurnar okkar með sigur 2-1. Búinn að setja upphitunarpistil á heimasíðu Þórs endilega kíkið á hann og fræðist.
Fórum svo í mat í kvöld til Döggu og Jóa. Það var sannkölluð hættustund. Hættustund að því leyti að Palli át yfir sig, ekki í fyrsta sinn því miður og án efa ekki í síðasta sinn, aftur því miður.
Fróðleikur dagsins: Betra er langlífi en harðlífi.325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega verið gott frí hjá þér frændi
Anna Bogga (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:53
Gott að þið áttuð skemmtilega daga í fríinu og hittuð ættingja og vini. En ég sakna eins úr fjölskyldunni hennar Anítu. Hvar var eiginlega hann Ivan Freyr?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:16
Mamma mín! það vildi svo til að Ívan Freyr svaf af sér þessa heimsókn.
Páll Jóhannesson, 19.7.2008 kl. 00:38
Hæ og takk fyrir síðast Hey við fórum Lyngdalsheiðina á fimmtudag þegar við fórum heim þá var greinilega nýbúið að hefla og vegurinn hreint út sagt æðislega góður Útsýnið er bara frábært fer stundum þessa leið. Hittumst vonandi eftir nokkra daga
Hrönn Jóhannesdóttir, 20.7.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.